
14
Besta leiðin til að halda hnífunum
þínum á góðu ástandi er að
brýna þá reglulega - einu
sinni í viku miðað við almenna
heimilisnotkun. Ef hnífur verður
bitlaus eftir mikla eða ranga
notkun, eða ef blaðið skemmist,
gæti þurft að láta fagmann um að
brýna hann.
Gott að vita
Hnífabrýnið má nota á alla hnífa,
hver sem gæði stálsins eru.
Á brýninu eru þrjár raufir fyrir
misgrófa brýningu. Best er að
nota „fína brýningu“ (rauf 3) til
að halda við góðu biti. Ef bitið er
orðið sljótt og nauðsynlegt er að
brýna hnífinn upp á nýtt er best
að fara í gegnum öll stigin þrjú.
Hvernig nota á hnífabrýnið
Opnið með því að þrýsta á
smelluna undir brýninu. Fyllið
hólfið með vatni. Hólfið þarf
alltaf að vera fullt af vatni þegar
brýnið er í notkun. Vatnið gegnir
því hlutverki að kæla niður
hnífsblaðið og láta það renna
betur. Byrjið á því að leggja
hnífinn í fyrstu raufina og renna
honum gætilega fram og aftur.
Gætið þess að þrýsta ekki of
mikið á hnífinn þar sem það gæti
skaðað hjólin í brýninu. færið svo
hnífinn í aðra rauf og endurtakið.
Leggið að lokum hnífinn í þriðju
raufina til að fínskerpa eggina.
ÍSLENSKA