14
ÍSLENSKA
Fyrir fyrstu notkun
Þvotið, skolið og þurrkið hnífinn fyrir fyrstu
notkun.
Þrif
Best er að þvo hnífa í höndunum.
Hnífurinn verður ekki ónothæfur þó hann
sé þveginn í uppþvottavél en brúnin á
hnífnum gæti skemmst.
Þvoið og þurrkið hnífinn strax eftir notkun
til að koma í veg fyrir að bakteríur berist á
milli matvæla.
Til að koma í veg fyrir að ljót för myndist á
hnífnum ætti að þurrka hann strax eftir að
hann hefur verið þveginn.
Skerping
─ Beittur hnífur er öruggari í notkun en
bitlaus. Þótt molybdenum/vanadium
stálið í þessum hníf haldi biti sínu
lengur en venjulegt ryðfrítt stál, ætti
samt að skerpa hnífinn reglulega.
Einu sinni í viku er ráðlegt miðað við
venjulega heimilisnotkun.
─ Munið að brýnið þarf að vera úr
harðara efni en stálið. Þess vegna þarf
að nota keramik- eða demantsbrýni
eða hverfistein. Notið aldrei brýni úr
ryðfríu stáli.
─ Ef hnífurinn verður mjög bitlaus vegna