53
loftflæðinu að ná jafnvægi.
Setjið prófunarslönguna í lóðrétta stöðu, gangið úr skugga um að neðri hluti
flotholtsins hvíli á, eða fyrir ofan, markið fyrir lágmarksflæði fyrir bókstafinn
sem táknar þitt „svæði“ (sjá mynd 6). Til að ákvarða svæðið þarftu að vita
landhæð og hitastig í því umhverfi þar sem prófun á loftflæði fer fram. Finndu
það svæði þar sem landhæð og hitastig í þínu umhverfi skarast á töflunni
sem sýnd er á mynd 7.
Prófun á viðvörunarmerki
Viðvörunarhljóð, sjónrænt viðvörunarmerki og titringsviðvörun verða virk ef
loftflæðið nær því lágmarksgildi sem framleiðandi hannar hlífina fyrir
(manufacturer´s minimum design flow, MMDF). Til að kanna hvort
viðvörunarmerkin virka rétt skal leggja hönd yfir úttakið á loftdælunni. Við það
ættu viðvörunarhljóð og titringsviðvörun að virkjast og neðsta LED-ljósið á
síutákninu að leiftra í rauðum lit.
thugið: Mikill umhverfishávaði eða notkun heyrnarhlífa kann að valda því að
notandi heyri ekki viðvörunarhljóðin. Þungur fatnaður eða vinna við hátt
titringsstig getur haft áhrif á það hvort notandi skynjar titringsviðvörunina.
Notendur þurfa því hugsanlega að fylgjast oftar með sjónrænum
viðvörunarmerkjum þegar unnið er í slíku umhverfi.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
BÚNAÐUR SETTUR Á NOTANDA
1. Veljið samþykkta gerð öndunarslöngu (sjá lista yfir samþykktar
öndunarslöngur fyrir 3M í sérleiðbeiningum) og tryggið að bæði þéttin séu á
sínum stað á oddmjóa endanum, þ.e. endanum sem tengist loftdælunni (sjá
mynd 8). Leitið eftir sliti eða skemmdum á þéttunum. Ef þéttin eru slitin eða
skemmd þarf að skipta um öndunarslönguna. Kannið hvort óhreinindi eru í
kringum oddmjóa endann.
Tengið efri enda öndunarslöngunnar við andlitshlífina með því að skrúfa
hann vel inn í inntakið.
Athugið: Klippið valkvæðu hlífina fyrir öndunarslönguna í rétta stærð til að
festa hana á og bindið hana síðan utan um öndunarslönguna.
2. Losið allar höfuðólarnar 6 alveg, setjið spöngina aftur fyrir höfuðið og
komið andlitshlífinni fyrir yfir andlitinu. Sjá mynd 9.
3. Herðið spöngina smátt og smátt, fyrst neðri ólarnar og síðan efri ólarnar
(mynd 10).
Herðið ekki of mikið.
4.
Kannið hvort undirþrýstingur er rétt stilltur.
Setjið lófann yfir opna
endann á öndunarslöngunni, andið rólega inn og haldið andanum niðri í 5 til
10 sekúndur. Ef andlitshlífin leggst aðeins saman hefur búnaðurinn verið rétt
stilltur. Ef leki greinist skal endurstaðsetja öndunarhlífina á andlitinu og/eða
endurstilla spennuna á teygjuólinni til að koma í veg fyrir leka. Því næst er
prófunin endurtekin. Ef loftleki greinist í öndunarslöngunni skal skipta henni
út. Ef EKKI tekst að láta hlífina passa rétt skal EKKI fara inn á hættusvæði.
Leitið ráða hjá yfirmanni.
Allir notendur ættu að máta öndunarhlíf til samræmis við landslög.
Hafið samband við 3M til að fá nánari upplýsingar um verkferli við prófun fyrir
hvern notanda.
5. Veljið samþykkta gerð beltis (sjá lista yfir samþykkt belti fyrir 3M í
sérleiðbeiningum). Fjórir láspinnar eru á loftdælunni (sjá mynd 11) og á
beltinu eru fjögur samsvarandi göt (sjá mynd 12). Setjið láspinnana fjóra í
götin á beltinu (sjá mynd 13). Þrýstið á beltið milli efri og neðri gatanna á
hvorri hlið (sjá mynd 14). Rennið beltinu upp (sjá mynd 15) þar til það smellur
yfir láspinnana á neðri hluta loftdælunnar (sjá mynd 16). Stillið beltið og
spennið það á þannig að loftdælan falli þægilega að mittinu.
6. Setjið neðri enda öndunarslöngunnar í úttakið á loftdælunni og snúið
endanum á öndunarslöngunni til að ganga úr skugga um að hún sé
tryggilega föst. Herðið ekki of mikið og tryggið að bláu lokin séu á sínum stað
fyrir notkun.
7. Kveikið á loftdælunni með því að halda hnappinum „On“ inni í 1 ekúndu.
Einingin mun framkvæma sjálfgreiningu. Vísar fyrir flæðistig, síuhleðslu og
hleðslutæki leiftra og hljóðviðvörunin og titringsviðvörunin verða virkar.
Gangið úr skugga um að lágmarksloftflæði, hið minnsta, sé til staðar.
(Viðvörunarhljóð heyrist og titringsviðvörun verður virk ef loftflæði er undir
lágmarki – nánari upplýsingar eru í hlutanum um bilanaleit).
Athugið: Öndunarslangan verður að vera í loftdælunni áður en kveikt er á
henni til að tryggja að hún fari í stillingu sem liggur þétt að andliti.
Öndunarslangan notuð
Hægt er að hafa öndunarslönguna undir handleggnum eða leggja hana yfir
öxlina (sjá mynd17).
Ef öndunarslangan er höfð undir handleggnum ætti hún að liggja þægilega,
án þess að hamla hreyfingum og án hættu á að hún flækist utan um hluti
sem standa út. Ef öndunarslangan á að vera undir hægri handleggnum ætti
tengingin við andlitshlífina að vera í stöðunni sem sést á mynd 18.
Ef öndunarslangan á að vera undir vinstri handleggnum ætti tengingin við
andlitshlífina að vera í stöðunni sem sést á mynd 19.
Ef þetta hamlar hreyfingum eða hætta er á að öndunarslangan flækist utan
um hluti sem standa út ætti að leggja hana yfir öxlina.
Alltaf ætti að nota festibúnaðinn fyrir öndunarslönguna þegar hún er lögð yfir
öxlina.
Aftur á móti hentar festibúnaðurinn fyrir öndunarslönguna ekki til notkunar
undir öryggishjálm. Þá ætti að hafa öndunarslönguna undir handleggnum.
Festibúnaður fyrir öndunarslöngu settur á
Festibúnaðurinn fyrir öndunarslönguna samanstendur af Y-ól og lykkju fyrir
hjálmgrímu.
Teygið festigatið á Y-ólinni yfir þann enda öndunarslöngunnar sem á að
tengjast andlitshlífinni.
Athugið: Ef öndunarslangan á að liggja yfir hægri öxlina ætti Y-ólin að vera í
stöðunni sem sést á mynd 20. Ef öndunarslangan á að liggja yfir vinstri
öxlina ætti Y-ólin að vera í stöðunni sem sést á mynd 21.
Staðsetjið Y-ólina um það bil 30 cm meðfram lengd slöngunnar eins og sýnt
er á mynd 22.
Tengið löngu ólarnar tvær á lykkjunni fyrir hjálmgrímuna við Y-ólina eins og
sýnt er á mynd 23. (Athugið: Hægt er að tengja hlutana á mismunandi
stöðum á Y-ólinni, allt eftir því hvað hentar notendum best).
Setjið andlitshlífina upp eins og lýst er hér á undan en ekki tengja
öndunarslönguna við andlitshlífina að svo stöddu. Þess í stað skal leggja
öndunarslönguna og festibúnaðinn yfir hægri eða vinstri öxlina eins og sýnt
er á mynd 24.
Færið festibúnaðinn yfir efri hluta andlitshlífarinnar aftan frá (sjá mynd 25).
Haldið í hliðarflipana tvo, teygið festibúnaðinn yfir umgjörð hjálmgrímunnar á
andlitshlífinni (sjá mynd 26) þannig að útskornu hlutarnir á lykkju
hjálmgrímunnar passi utan um festiskrúfurnar á hjálmgrímunni eins og sýnt
er á mynd 27.
Haldið í flipana tvo neðan á lykkju hjálmgrímunnar og togið þá varlega niður
yfir neðri hluta umgjarðar hjálmgrímunnar (sjá mynd 28).
Stinga ætti lykkju hjálmgrímunnar á bak við hjálmgrímuna án þess að snúa
upp á hana.
Tengið öndunarslönguna við andlitshlífina og stillið staðsetningu festigatsins
á öndunarslöngunni ef með þarf til að hún falli þægilega að.
Ef öndunarslangan á að liggja yfir hægri öxlina ætti tengingin við andlitshlífina
að vera í stöðunni sem sést á mynd 29.
Ef öndunarslangan á að liggja yfir vinstri öxlina ætti tengingin við andlitshlífina
að vera í stöðunni sem sést á mynd 30.
Kannið hvort undirþrýstingur er rétt stilltur eins og lýst er hér á undan.
Setjið loftdæluna upp eins og lýst er hér á undan.
Athugið: Gætið þess vel að festibúnaðurinn vefjist ekki utan um framstæða
hluti í umhverfinu við notkun.
Í NOTKUN
Loftdælan er með vísi fyrir stillingu fyrir andlitsgrímu sem liggur þétt að andliti.
Hann logar þegar öndunarslangan er fest við loftdæluna.
Athugið: Ein flæðisstilling er á loftdælunni og ekki er hægt að breyta flæðinu
með því að ýta á viftuhnappinn.
Ef ekki er ýtt á neina hnappa eftir 30 sekúndna notkun fer skjárinn í
hvíldarstillingu. Ýtið stutt á hvaða hnapp sem er til að fara úr
hvíldarstillingunni.
Lykill:
= Leiftrar hægt
(LED-ljós = grænt)
Hleðslustaða
rafhlöðu (undir
80% í dæminu)
Sían í dæminu er
ný
Sían í dæminu er
hlaðin að hluta
Athugið: í sumum
kerfum leiðir fall í
eðlislægum
þrýstingi, t.d. í
höfuðstykkinu
og/eða síunni, til
þess að ekki kviknar
á öllum
LED-ljósunum, ekki
einu sinni þegar síur
eru nýjar.
Vísir fyrir
þrönga
stillingu
Kveikt
(venjuleg
notkun)
Kveikt
(hvíldarstilling)
Vísir um að
andlitshlífin liggi þétt
að andliti
Skjár
Hljóðgjafi
Skýring
Titringur
(til dæmis,
LED-ljós = grænt)
(til dæmis,
LED-ljós = grænt)
(til dæmis,
LED-ljós = grænt)
Venjulegt flæði
Venjulegt flæði
Summary of Contents for Versaflo TR-603E-ASB
Page 3: ...2 4 3 5A 2 1 2 3 4 7 1 5B 5C 8 6 ...
Page 4: ...3 3 3 2 2 1 1 9 1 1 0 1 12 13 14 15 16 17 ...
Page 5: ...4 18 20 19 21 22 23 24 25 ...
Page 6: ...5 26 28 27 25 29 31 30 33 32 34 ...
Page 7: ...6 37B 35 39 1 2 2 1 1 2 36 40 38 37A ...
Page 153: ...152 ...