54
^
Hleðsluvísir síunnar er aðeins fyrir agnir. Hann veitir ekki upplýsingar um
endingartíma fyrir gas og gufu. Yfirgefið mengaða svæðið umsvifalaust ef þið
finnið lykt eða bragð af aðskotaefnum.
Notkun með slökkt á búnaðinum telst ekki eðlileg. Aftur á móti er veitt
minnkuð vernd til að hægt sé að yfirgefa mengað svæði á öruggan
hátt.
Gætið þess vel að öndunarslangan vefjist ekki utan um framstæða hluti í
umhverfinu. Ef loftflæðið inn í andlitshlífina stöðvast meðan á notkun stendur
og viðvörunarmerkið heyrist skal yfirgefa mengaða svæðið tafarlaust og
kanna ástæðuna (sjá hlutann um bilanagreiningu).
ATHUGIÐ: Endingartími vörunnar við notkun er breytilegur eftir
notkunartíðni og -skilyrðum
Sé loftdælan notuð daglega er áætlaður
endingartími hennar 3-5 ár. Mjög erfið umhverfisskilyrði kunna þó að stytta
notkunartímann. Vöruna skal geyma og henni skal viðhalda eins og fram
kemur hér að neðan.
Athugið: látið rafhlöðupakkann ekki vera í hitastigi sem er hærra en 54 °C.
Viðvörunarmerkið fyrir rafhlöðuna í loftdælunni heyrist ef hitastig í
rafhlöðupakkanum fer upp í 54 °C á meðan loftdælan er í notkun.
Loftdælan slekkur á sér ef hitastig rafhlöðupakkans fer yfir 60 °C.
^
Ekki nota rafhlöðurnar þegar hitastig er yfir ráðlögðum mörkum.
BÚNAÐURINN TEKINN AF
^
Fjarlægið ekki andlitshlífina eða síurnar og slökkvið ekki á
loftdælunni fyrr en komið er út fyrir mengaða svæðið.
^
Aðeins ætti að fjarlægja öndunarslönguna eftir að andlitshlífin hefur
verið tekin niður.
Afmengun í sturtu ætti að fara fram áður en slökkt er á kerfinu, það er tekið
niður og tekið í sundur (sjá hreinsunarleiðbeiningar).
1. Losið um spennuna á höfuðólunum.
2. Lyftið andlitsgrímunni gætilega frá andlitinu og fjarlægið öndunarbúnaðinn
með því að lyfta upp og frá andlitinu.
3. Slökkvið á loftdælunni með því að ýta á aflhnappinn og halda honum niðri
í 2 sekúndur.
4. Losið beltið um mittið. Ef þörf krefur skal fjarlægja beltið af loftdælunni með
því að lyfta neðri miðhluta beltisins yfir lásbrúnirnar og renna beltinu niður (sjá
mynd 31).
5. Áður en öndunarslangan er tekin úr ætti að snúa loftdælunni á hvolf
þannig að úttakið snúi að jörðu (sjá mynd 32) til að lágmarka hættuna á að
aðskotaefni komist í úttakið.
6. Áður en sían er tekin úr ætti að leggja loftdæluna á framhliðina á flatt
yfirborð. Athugið: Síuhlífin ætti að snerta yfirborðið. Ýtið á síuklinkuna
(mynd33). Nota þarf tvo fingur til að opna hana. Togið síuna hægt og rólega
úr loftdælunni. Þetta hjálpar til við að lágmarka hugsanlega mengun í
mótor/viftu. Athugið: Áður en sían er tekin úr ætti að vera búið að slökkva á
loftdælunni.
Til að fjarlægja hlífina af síunni skal halda síunni á hvolfi og toga út bláa
flipann neðst á síuhlífinni til að losa hana frá síunni (sjá mynd 34). Togið
hlífina niður og af síunni.
Farga ætti síunni.
Athugið. Ef festibúnaðurinn fyrir öndunarslönguna er notaður er hann
fjarlægður með því að halda í flipana tvo neðan á lykkju hjálmgrímunnar og
toga þá varlega upp yfir neðri hluta umgjarðar hjálmgrímunnar. Haldið í
hliðarflipana tvo og teygið lykkju hjálmgrímunnar yfir umgjörð
hjálmgrímunnar.
Ef öndunarhlífin hefur verið notuð á svæði þar sem hún hefur mengast
af efnum sem kalla á sértæka afmengunarverkferla ætti að setja hana í
viðeigandi ílát og þétta vel þar til hægt er að afmenga hana eða farga
henni.
LEIÐBEININGAR UM HREINSUN
Athugið: Kynnið ykkur leiðbeiningar um þrif í viðeigandi
notendaleiðbeiningum fyrir andlitshlíf.
Viðeigandi síuhlíf skal vera á sínum stað við afmengun í sturtu. Ekki beina
vatni í loftinntak loftdælunnar en tryggið að kerfið sé vel hreinsað í ferlinu.
Ekki fjarlægja öndunarslöngu, síu eða rafhlöðu við afmengun í sturtu. Gangið
úr skugga um að kerfið sé þurrt áður en öndunarslangan er fjarlægð. Ekki
ætti að endurnýta síur eftir sturtu. Tryggið að síuhlífin sé hrein fyrir
endurnotkun. Einnig er hægt að sökkva loftdælunni í vatn eða setja hana í
þvottavél fyrir öndunarhlífar til að hreinsa hana. Fyrst verður að fjarlægja
síurnar og setja tappana fyrir hreinsun og geymslu í inn- og úttak lofts á
loftdælunni (sjá mynd 35). Skoða skal alla tappa og leita eftir skemmdum og
sliti fyrir hverja notkun. Skipta skal um slitin eða skemmd þétti. Skipta skal út
töppum á 30 skipta fresti eða árlega, hvort sem kemur á undan. Vatnshiti
skal ekki fara yfir 50 °C.
Athugið: Loftdælum sem hafa dottið eða skemmst skal ekki sökkva í vatn
eða setja í þvottavél fyrir öndunarhlífar vegna þess að vatn gæti komist í þær.
Einnig má sökkva rafhlöðunni í vatn til að hreinsa hana. Fjarlægið rafhlöðuna
úr loftdælunni og notið hreinsihlíf (í boði sem aukabúnaður) til að koma í veg
fyrir tæringu í tengjum (sjá mynd 36).
Athugið: Hreinsihlífin er með þrjár láslykkjur. Minnsta lykkjustaðan er ætluð til
notkunar með venjulegri rafhlöðu (sjá mynd 37A) og miðlykkjustaðan er
ætluð til notkunar með rafhlöðu með mikilli afkastagetu (sjá mynd 37B).
Gera skal við andlitshlífina eða farga henni ef hún er skemmd eða ef gallaðir
hlutar koma í ljós. Sjá „Undirbúningur fyrir notkun“. Halda skal viðhaldsskrá
við mánaðarlega athugun, í samræmi við reglugerðir um hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum. Slíka viðhaldsskrá skal halda í minnst10 ár.
Förgun
Ef farga þarf íhlutum ætti að gera það í samræmi við staðbundnar reglugerðir
um heilsu– og öryggisvernd og umhverfisvernd.
^
Fargið Li-ion rafhlöðum samkvæmt umhverfisreglum sem gilda á
staðnum.
Fleygið ekki rafhlöðunum í hefðbundnar ruslatunnur eða eld og sendið þær
ekki í brennslu.
Rafhlöður hlaðnar
Veljið samþykkta hleðslustöð og fylgið notendaleiðbeiningunum sem fylgja
stöðinni.
Hlaða skal rafhlöður eftir hverja notkun.
^
Hlaðið ekki rafhlöður með ósamþykktum hleðslutækjum, í lokuðum
skápum án loftræstingar, á hættulegum stöðum eða nálægt miklum hita.
^
Hlaðið ekki rafhlöðurnar utan ráðlags hitasviðs, 0 til + 40 °C.
Skilja má rafhlöðuna eftir í hleðslu. Fyrir langtímageymslu á rafhlöðum mælir
3M með því að þær séu ekki geymdar í hleðslutækinu í u.þ.b. 30-50%
hleðslu. Rafhlöðuna skal aldrei geyma óhlaðna. Rafhlöðurnar eru hannaðar
til að skila u.þ.b.250 hleðslum, á fyrsta þjónustuári, og halda að minnsta kosti
80% af upprunalegri hleðslugetu.
Höfuðspöng fjarlægð
Til að fjarlægja höfuðspöngina er sylgjunum ýtt fram á við á meðan haldið er
í andlitshlífina með hinni hendinni til að losa sylgjuna úr hnappinum á
spönginni. Til að setja höfuðspöngina aftur á er sylgjunni ýtt yfir hnappinn á
spönginni og henni rennt undir hnappinn til að festa hana á sínum stað. Sjá
mynd 38.
Skipt um hjálmgrímu
Fjarlægið skrúfurnar sitt hvorum megin á umgjörð hjálmgrímunnar og
fjarlægið báða hluta umgjarðar hjálmgrímunnar. Rennið andlitshlífinni til baka
frá brún hjálmgrímunnar og fjarlægið hana. Til að skipta um hjálmgrímuna er
miðja linsunnar stillt af við miðlínu andlitshlífarinnar. Miðja hjálmgrímunnar er
merkt með tveimur litlum punktum, öðrum við miðjuna að ofan og hinum við
miðjuna að neðan. Setjið hjálmgrímuna í andlitshlífina, gangið úr skugga um
að hún sé þétt á öllum hliðum og festið umgjörð hjálmgrímunnar aftur á.
Setjið skrúfurnar aftur í og herðið. Sjá mynd 39.
Skipt um innöndunarloka nefskálar
Til að fjarlægja innöndunarloka nefskálarinnar er gripið í lokann og
lokatappinn togaður út úr lokasætinu. Til að skipta um er lokatappanum ýtt
inn í gatið í lokasætinu þangað til hann er fastur. Lokatappinn ætti að vísa frá
andlitinu við notkun.
Skipt um aðalinnöndunarloka
3UyIXQiORIWÀ èL
Fyrir notkun
HVAÐ?
HVENÆR?
Prófun á viðvörunarmerki
Almennt eftirlit
Hreinsun
Skiptið um lokahlífar og
tengjaþétti andlitshlífar
Fyrir notkun
Eftir notkun
Á hverju ári
Skipti á síuhlíf (ef notuð)
Skiptið út með hverri nýrri síu.
+ JWHUDèQRWDKOt¿QDDIWXUHIK~QHUyVNHPPGRJIHVWLVW
rétt.
Fyrir notkun - Mánaðarlega ef tækið er ekki í stöðugri
notkun
^
Sökkvið ekki rafhlöðunni í vatn fyrr en hreinsi- og geymsluhlífin hefur verið
sett á.
Sökkvið ekki rafhlöðunni í vatn ef hún er skemmd. Ef vatn finnst á milli
rafhlöðunnar og hreinsihlífarinnar eftir að rafhlöðunni er sökkt í vatn skal
farga hreinsihlífinni og setja nýja í. Hægt er að þrífa rafhlöðutengin með mildri
lausn af vatni og pH-hlutlausu hreinsiefni. Gangið úr skugga um að tengin
séu hrein og þurr fyrir geymslu og notkun.
Notið hreinan klút, vættan í mildri lausn úr vatni og fljótandi uppþvottaefni til
heimilisnota ef þörf er á frekari hreinsun. Ekki má nota bensín, klórborin
fituhreinsiefni (svo sem tríklóretýlen), lífræn leysiefni eða hreinsiefni sem
innihalda slípiefni til að hreinsa neina hluta búnaðarins. Við sótthreinsun skal
nota blautklúta, eins og nánar er lýst í sérleiðbeiningunum. Hægt er að
hreinsa neistavarann með vatni og fljótandi uppþvottaefni til heimilisnota.
Þurrkið neistavarann vel með hreinum klút. Skiptið honum út ef ekki er hægt
að hreinsa hann eða hann er skemmdur.
VIÐHALD
Almennt
Viðhald, þjónusta og viðgerðir ættu að vera í höndum sérþjálfaðs starfsfólks.
Sendið vörur til viðhalds í viðhaldsstöð sem 3M hefur samþykkt. Nánari
upplýsingar fást hjá tækniþjónustu 3M.
^
Notkun á ósamþykktum íhlutum eða breytingar án heimildar geta
verið skaðleg lífi og heilsu og ógilt alla ábyrgð.
Summary of Contents for Versaflo TR-603E-ASB
Page 3: ...2 4 3 5A 2 1 2 3 4 7 1 5B 5C 8 6 ...
Page 4: ...3 3 3 2 2 1 1 9 1 1 0 1 12 13 14 15 16 17 ...
Page 5: ...4 18 20 19 21 22 23 24 25 ...
Page 6: ...5 26 28 27 25 29 31 30 33 32 34 ...
Page 7: ...6 37B 35 39 1 2 2 1 1 2 36 40 38 37A ...
Page 153: ...152 ...