88
KTV2-50, KRS2-50/80/100:
Skoðun: Eftir hverjar 2.000 klukkustundir í vinnslu eða eftir hverja 6 mánuði, hvort sem kemur á undan
Breytileg tíðni skoðunar: Eftir hverjar 4.000 klukkustundir í vinnslu eða eftir hverja 12 mánuði, hvort sem kemur á
undan.
Aðrar gerðir:
Skoðun: Eftir hverjar 3.000 klukkustundir í vinnslu eða eftir hverja 6 mánuði, hvort sem kemur á undan.
Breytileg tíðni skoðunar: Eftir hverjar 4.000 klukkustundir í vinnslu eða eftir hverja 12 mánuði, hvort
sem kemur á undan
Athugasemd:
Í viðaukanum er teikning af einni gerð úr KTZ-seríunni sem er lýsandi fyrir flestar
gerðir af dælum okkar.
Vegna fjölda ólíkra dælutegunda verðum við að biðja ykkur að hafa samband við
Tsurumi söluaðila ykkar ef þið þurfið lista yfir dæluhluta eða teikningar af
ákveðnum tegundum.
Þjónusta og viðhald
VARÚÐ!
Áður en nokkur vinna hefst skal staðfesta að dælan sé ekki
tengd við rafmagn.
Fjarlægið allt rusl á ytra byrði dælunnar og þvoið dæluna með kranavatni. Veitið
hvirfil-svæðinu sérstaka athygli og fjarlægið algjörlega allt rusl úr hvirflinum.
Gangið úr skugga um að málningin hafi ekki flagnað af, að ekki sé um neinar
skemmdir að ræða og að skrúfur og boltar hafi ekki losnað. Hafi málningin flagnað
af, látið dæluna þorna og málið yfir blettinn.
Ef fyrirséð er að dælan verður ekki starfrækt um langa hríð skal toga dæluna upp,
leyfa henni að þorna og geyma hana innandyra.
Ef dælan er geymd í vatni skal gangsetja hana reglulega (t.d. einu sinni í viku) til
að forða því að hvirfillinn festist sökum ryðs.
Dæluna þarf að yfirfara, jafnvel þótt hún virðist starfa
eðlilega. Ef dælan er mikið notuð þarf e.t.v. að yfirfara
hana oftar.
ATHUGASEMD:
Hafið samband við söluaðila Tsurumi
vegna yfirferðar dælunnar.
Tíðni skoðunar
1. Mæling á viðnámi einangrunar
Mánaðarlega
Hlutir sem þarf að skoða
Viðmiðunargildi einangrunarviðnáms = 20M Ohm
ATHUGASEMD:
Skoða þarf mótorinn ef
viðnám einangrunar er umtalsvert
lægra en það var við síðustu
skoðun
2. Mæling á hlaðna straumnum
Skal vera innan tiltekins straums
3. Spenna aflgjafa mæld
Spenna frá aflgjafa má víkja um ±5% frá uppgefinni spennu
4. Hvirfillinn skoðaður
Ef afköst dælunnar hafa minnkað umtalsvert getur
verið um slit á hvirfli að ræða.
Einu sinni á hverjum 2 til
5 árum
Yfirferð
AÐVÖRUN!
Setið aldrei hendi eða aðra hluti inn í innrennslisopið undir
dæluhlífinni þegar dælan er tengd við rafmagn.
Áður en dæluhlífin er skoðuð skal ganga úr skugga um að
dælan sé ekki tengd við rafmagn.
Tryggið að dælan sé að fullu samsett áður en hún er sett af stað aftur.
Tryggið að fólk í nágrenni sé í öruggri fjarlægð frá slöngu eða startbúnaði
og forðist snertingu við vatnið.
Í einni gerð af verki getur dæla verið í sífelldri hættu, þrátt fyrir stöðugt eftirlit, og orðið skammlíf. Í annarri gerða verka getur dæla starfað árum saman án nokkurs
viðhalds. Tillögur eins og um tíðni skoðunar þarf að túlka með hættulegustu aðstæður í huga. Sem lágmark er yfirborðsleg, regluleg skoðun nauðsynleg til að tryggja
áreiðanleika og öryggi.
Stíflur:
Aðgengi vatns að dælunni og sýnileg geta til losunar þarf auðvitað að skoða eins oft og reynslan segir til um. Mikilvægast er að hengja dæluna í sem hentugustu
hæð, á bjálka, ef þörf krefur. Sigtið ætti að vera laust og ef dælunni er ætlað að fjarlægja vatn, ætti hún ekki að dæla meiri sandi og steinum en þörf krefur.
Tryggja ætti að fast efni, renni það í nægilega miklum mæli til að stífla sigtið, berist ekki í innrennslið. Búr, götótt tunna eða vírnet getur komið að gagni. Flæðið getur
í fáum tilfellum stöðvast vegna jurtaleifa sem flækjast í hvirfilblöðin.
Sandur slítur innrennslishlíf og pakkdós á öllum dælum. Þetta slit er í samhengi við yfirborðið sem þrýstingurinn kemur á. Því getur það hjálpað að nota yfirstærð af
slöngu eða röri í innrennsli, Mjög sjaldan leiðir þetta til þess að sandur og steinar safnist fyrir nema mikil samsöfnun, stífluð sía, slitinn hvirfill, vaxandi froða eða
aðþrengt innrennslisrör, leiði til minnkaðs flæðis. Sé dælan ætluð til að fjarlægja vatn má gjarnan staðsetja hana á uppréttum hlut eða láta hana hanga á múrhleðslu
eða bjálka. Grafi dælan sig niður í jörðina eða þá að skriða fellur yfir hana getur hún eyðilagst á örfáum mínútum.
Rafstöð:
Ef rafmagn kemur úr rafstöð getur verið nauðsynlegt að fylgjast með því að tíðni haldist innan ±1 Hz og spenna innan ±5%. Því léttari sem rafstöðin er, því meiri
hætta er á hvikulli spennu og rangri tíðni.
Skoðun á einangrun:
Reglubundin skoðun á einangrunargildi á milli jarðtengis og hinna víranna í kapli dælunnar virðist ekki eins sjálfsögð og athugun á olíunni, en er ekki síður mikilvæg.
Þetta mæligildi, sem er vel rúmlega 20 M Ohm þegar dælan er ný eða ný-yfirfarin, ætti ekki að vera undir 1 M Ohm þegar dælan og kapallinn hafa verið í vatninu í
langan tíma. Ef það er komið niður að 1M Ohm er viðgerð á verkstæði bráðnauðsynleg. Gagnlegt er að halda skrá yfir mælingar á einangrunargildi og straumfalli, ef
mögulegt er yfir árin, til þess að vera meðvitaður um þegar ohm gildið fellur hratt skömmu áður en skammhlaup verður í mótornum. Lækkandi amper er vísbending
um slit á hvirfli.
Við skoðun á verkstæði, komi það í ljós að kapli er um að kenna, þá ætti ekki að endurnýta hann, jafnvel þótt hægt væri að ná einangruninni aftur upp í 30 M Ohm.
Liggi vandinn í mótornum getur sérfræðingur lagt til að hann verði þurrkaður á ofni og lakksprautaður upp á nýtt eða í skárri tilfellum aðeins þurrkaður. Í seinna tilfellinu
skal ekki þurrka við meiri hita en 60°C með mótorvörnina tengda eða við hámark 105°C með mótorvörnina ótengda. Þegar um ofnþurrkun er að ræða, ætti
einangrunin að vera meiri en 5 M Ohm þegar hún er heit eða 20 M Ohm þegar hún hefur kólnað.
Olía:
Skiptið líka um olíu ef hún er aðeins gráleit eða inniheldur vatnsdropa. Tryggið að rafmagn geti ekki fyrir slysni borist í dæluna. Leggið dæluna á hliðina, fjarlægið
lokið, haldið tusku yfir svo ekki sprautist. Ef olían er gráleit eða inniheldur vatnsdropa eða drasl, eða til staðar er minna en 80% af því magni sem mælt er með, skal
mæla varlega á enda kapalsins (aldrei skal opna mótorinn fyrir utan verkstæði) ohm viðnámið á milli leiðsla og skipta um pakkdós til að koma í veg fyrir að raki komist
í mótorinn og minnki snúninginn. Notið túrbínuolíu (ISO VG32).
Notið magnið sem tiltekið er í upplýsingatöflunni. Losið ykkur við gamla olíu í samræmi við staðarreglugerð. Skoðið varlega pakkningar á áfyllingarloki og skiptið um.
Regluleg skoðun og skipti
á smurolíu
Содержание GPN Series
Страница 113: ......