17
Íslensk
a
Uppskriftir
Ravioli con la Zucca
(Ravíólí með graskeri)
Fylling
1750 g gult grasker
60 g Parmesan ostur
5
Amaretti
(þurrt kringlótt
Amaretto kex)
200 g mostarda di frutta
(sykurhúðaðir ávextir)
múskat
engiferduft
pipar og salt
Pasta
325 g hvítt hveiti,
gerð 00
4
egg
salt
Berist fram með:
100 g smjöri
5 laufum af
ferskri salvíu
60 g
Parmesan
osti
Ofnbakaðu graskerið fyrir fyllinguna eins og þú myndir
gera við kartöflur í hýðinu. Fjarlægðu fræ úr graskerinu
og settu mjúkt aldinkjötið í hrærivélarskálina, bættu
síðan við rifnum Parmesan osti (rifinn fyrirfram í
grænmetisrifjárni) og hrærðu með þeytaranum. Bættu
síðan muldum Amaretti og fínsöxuðum mostarda.
Bragðbættu gætilega með klípu af rifnu múskati,
engiferdufti, pipar og salti, og settu til hliðar.
Búðu til pastað úr hveiti, eggjum og salti í
hrærivélarskálinni og notaðu deigkrókinn. Búðu
til plöturnar með pastakeflinu og ravíólíið með
ravíólívélinni (sjá bls. 6). Láttu standa í 15 mínútur.
Eldaðu ravíólíið í miklu sjóðandi saltvatni. Hitaðu
smjörið á meðan í litlum skaftpotti þar til það er
gullinbrúnt og bættu þá salvíunni við. Haltu heitu.
Láttu síga gætilega af ravíólíinu og raðaðu helmingnum
á hitaðan disk. Helltu helmingnum af smjörinu yfir
ravíólíið (án salvíunnar) og stráðu helmingi rifna
ostsins yfir diskinn. Bættu við hinum helmingnum af
ravíólíinu, ásamt afganginum af brædda smjörinu
og rifna ostinum. Berðu fram heitt.
Summary of Contents for 5KRAV
Page 241: ...20 ...