3
Íslensk
a
MIKILVÆGIR VARNAGLAR
Þegar rafmagnstæki eru notuð skal alltaf fylgja öryggisráðstöfunum, þar með
talið þessum:
1. Lestu allar leiðbeiningar.
2. Til að hindra raflost skal aldrei setja hrærivél í vatn eða aðra vökva.
3. Börn mega ekki nota tækið án eftirlits.
4. Taktu hrærivél úr sambandi þegar hún er ekki í notkun, áður en hlutar
hennar eru teknir af eða settir á, og fyrir hreinsun.
5. Forðastu að snerta hluti sem hreyfast. Haltu fingrum frá trektaropi og keflum.
6. Ekki nota hrærivélina ef snúra eða tengill eru í ólagi, eða ef tækið bilar,
eða ef það dettur eða skemmist á einhvern hátt. Farðu með hræivélina til
næsta viðurkennds KitchenAid þjónustuaðila til skoðunar, viðgerðar, eða
stillingar á raf- eða vélbúnaði.
7. Notkun aukahluta sem KitchenAid mælir ekki með, eða selur, getur valdið
eldsvoða, raflosti eða meiðslum.
8. Ekki nota hrærivélina utandyra.
9. Ekki láta snúruna hanga út af borðbrún, eða bekk.
10. Ekki láta snúruna snerta heitt yfirborð, t.d. eldavélarhellu.
11. Þetta tæki er einungis ætlað til heimilisnota.
GEYMDU ÞESSAR LEIÐBEININGAR
Summary of Contents for 5KRAV
Page 241: ...20 ...