42
Í stöðunni „slökkt“ er ekki hægt að nota búnaðinn með venjulegum
hætti, hann veitir litla sem enga vernd og uppsöfnun á koltvísýringi
og eyðing súrefnis getur átt sér stað inni í höfuðstykkinu. Við þær
aðstæður verður að yfirgefa mengaða svæðið tafarlaust.
Gætið þess vel að öndunarslangan vefjist ekki utan um framstæða hluti í
umhverfinu.
Ef loftflæðið inn í höfuðstykkið stöðvast meðan á notkun stendur og
viðvörunarmerkið heyrist skal yfirgefa mengaða svæðið tafarlaust og
kanna ástæðuna (sjá hlutann um bilanagreiningu).
Endingartími vörunnar við notkun er mislangur eftir tíðni notkunar og
notkunarskilyrðum.
Ef varan er notuð daglega er mælt með því að henni sé fargað eftir 5 ára
notkun, að því gefnu að varan sé geymd og henni viðhaldið með þeim
hætti sem lýst er hér á eftir. Mjög erfið umhverfisskilyrði kunna þó að
stytta notkunartímann.
Athugið: látið rafhlöðupakkann ekki vera í hitastigi sem er hærra en 54
°C. Viðvörunarmerkið fyrir rafhlöðuna í loftdælunni heyrist ef hitastig í
rafhlöðupakkanum fer upp í 60 °C á meðan loftdælan er í notkun.
^
Ekki nota rafhlöðurnar þegar hitastig er yfir ráðlögðum mörkum.
BÚNAÐURINN TEKINN AF
^
Fjarlægið ekki höfuðstykkið eða slökkvið á loftflæðinu fyrr en
komið er út fyrir mengaða svæðið.
1. Lyftið höfuðstykkinu upp af höfðinu.
2. Slökkvið á loftdælunni með því að ýta á aflhnappinn og halda honum
niðri í 2 sekúndur.
3. Losið beltið um mittið.
Athugið: þegar fjarlægja á síuna skal halda loftdælunni þannig að hún
snúi niður (með hlífina að jörðu) til að draga sem mest úr hættunni á því
að mengunarefni komist í mótorinn/viftuna þegar hlíf og sía eru tekin úr.
(Sjá nánar á mynd 19A, 19Bog 19C). Athugið: áður en sían er tekin úr
ætti að vera búið að slökkva á loftdælunni.
Ef geyma á síur til langs tíma skal taka síuna úr og setja hana í lokað,
vel þétt ílát. 3M mælir ekki með því að sían sé skilin eftir í loftdælunni þar
sem það getur valdið skemmdum á síuþéttinu.
Ef þörf krefur er hægt að fjarlægja öndunarslönguna. Þá ætti hins vegar
að snúa loftdælunni á hvolf þannig að úttakið snúi að jörðu (sjá á mynd
20) til að draga sem mest úr hættunni á því að mengunarefni komist í
úttakið.
bókstafinn sem táknar þitt „svæði“ (sjá mynd 6). Til að ákvarða svæðið
þarftu að vita landhæð og hitastig í því umhverfi þar sem prófun á
loftflæði fer fram. Finndu það svæði þar sem landhæð og hitastig í þínu
umhverfi skarast á töflunni sem sýnd er á mynd 7.
Prófun á viðvörunarmerki
Viðvörunarhljóð og sjónrænt viðvörunarmerki er gefið ef loftflæðið nær
lágmarksgildi framleiðanda fyrir hönnunargerð (MMDF).
Til að prófa hvort viðvörunarmerkin virka rétt skal leggja hönd yfir úttakið
á loftdælunni. Við það ættu viðvörunarhljóð og sjónrænt viðvörunarmerki
að virkjast og neðsta LED-ljósið á síutákninu að leiftra í rauðum lit.
Athugið: mikill umhverfishávaði eða notkun heyrnarhlífa kunna að valda
því að notandi heyri ekki viðvörunarhljóðin. Notendur þurfa því
hugsanlega að fylgjast oftar með sjónrænum viðvörunarmerkjum þegar
unnið er við mikinn umhverfishávaða.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
BÚNAÐUR SETTUR Á NOTANDA
1. Veljið samþykkta gerð öndunarslöngu (sjá lista yfir samþykktar
öndunarslöngur fyrir 3M í sérleiðbeiningum með TR-302E+ loftdælu) og
tengið efsta hlutann við höfuðstykkissamstæðuna. Skoðið þéttið á
oddmjóa endanum á öndunarslöngunni vel (þ.e. þann enda sem er
tengdur við loftdæluna) og kannið hvort það eru sýnileg merki um slit
eða skemmdir á henni. Ef þéttið er slitið eða skemmt þarf að skipta um
öndunarslönguna.
2. Stillið beltið og spennið það á þannig að loftdælan falli þægilega utan
um mittið (sjá athugasemd hér á eftir um hvernig stilla skal bakpokann).
Setjið neðri endann á öndunarslöngunni inn í úttakið á loftdælunni og
snúið endanum á öndunarslöngunni til að vera viss um að hún falli rétt
að.
3. Stillið höfuðstykkið eins og lýst er í viðeigandi notendaleiðbeiningum.
4. Kveikið á loftdælunni, setjið höfuðstykkið upp og gangið úr skugga um
að lágmarksloftflæði, hið minnsta, sé til staðar. (Viðvörunarhljóð heyrist
ef loftflæði er undir lágmarki - nánari upplýsingar eru í hlutanum um
bilanagreiningu).
Athugið: upplýsingar um það hvernig loftdælan er sett upp á bakpokann
(valbúnaður) eru á mynd 8. Gangið úr skugga um að bakpokinn sé
tryggilega festur með festingunum sem fylgja. Ef þess gerist þörf skal
lengja eða stytta ólarnar á bakpokanum til að hann sitji á þægilegri hátt.
Athugið: til að koma axlaböndunum, sem eru aukabúnaður, fyrir (mynd
9) skaltu renna lausa sylgjunni og stillisleðunum af beltinu. Smeygið
tveimur ólahengjum (mynd 10) upp á beltið þar til þær eru í stöðunni
sem sýnd er á mynd 11. Smeygið einum stillisleða upp á beltið (mynd
12), smeygið beltinu í gegnum loftdæluna (mynd 13) og smeygið öðrum
stillisleða upp á beltið. Staðsetjið loftdæluna og stillisleðana eins og sýnt
er á mynd 14. Smeygið hinum tveimur ólahengjunum og síðasta
stillisleðanum upp á beltið (mynd 15). Festið sylgjuna aftur á (mynd 16).
Festið beltið utan um mittið og staðsetjið hengin og sleðana eins og sýnt
er á mynd 17. Festið framhluta axlabandanna eins og sýnt er á mynd 17.
Festið afturhluta axlabandanna eins og sýnt er á mynd 18. Stillið
axlaböndin þannig að þau sitji þægilega.
Í NOTKUN
Þegar kveikt er á loftdælunni er byrjunarstaða hennar alltaf venjulegt
flæði.
Þegar búið er að kveikja á tækinu skal ýta tvisvar á
kveikja/slökkva-hnappinn til að breyta stillingunni fyrir loftflæðið á „mikið
loftflæði“. Ýtið aftur tvisvar á hnappinn til að breyta stillingunni aftur í
„venjulegt flæði“. Athugið: til að auka endingu rafhlöðuhleðslunnar þegar
stillt er á mikið loftflæði stillir loftdælan sig sjálfkrafa aftur á venjulegt
loftflæði þegar síuhleðsla nær um það bil 90%, eða þegar endingartími
rafhlöðu er innan við 4 klukkustundir. Notandinn getur hnekkt þeirri
stillingu með því að ýta tvisvar á kveikja/slökkva-hnappinn til að stilla
loftflæðið aftur á aukið flæði.
Ef ekki er ýtt á neina hnappa eftir 30 sekúndna notkun fer skjárinn í
hvíldarstillingu. Ýtið snöggt á kveikja/slökkva-hnappinn til að fara úr
hvíldarstillingunni.
Skjár
Hljóðgjafi Skýring
Hleðslustaða rafhlöðu (undir 80% í
dæminu)
Sían í dæminu er ný
(til dæmis,
LED-ljós = grænt)
(til dæmis,
LED-ljós = grænt)
(til dæmis,
LED-ljós = grænt)
Kveikt
(venjuleg
notkun)
þegar valið
þegar valið
(LED-ljós = grænt)
(LED-ljós = grænt)
Sían í dæminu er hlaðin að hluta
Venjulegt flæði valið
Mikið flæði valið
Athugið: í sumum kerfum leiðir fall í
eðlislægum þrýstingi, t.d. í
höfuðstykkinu og/eða síunni, til þess
að ekki kviknar á öllum
LED-ljósunum, ekki einu sinni þegar
síur eru nýjar.
Venjulegt flæði valið
Kveikt
(hvíldarstilling)
Lykill
Leiftrar hægt
Pípir stutt
Mikið flæði valið
mmmDV-2563-0517-3_Iss1.pdf 43
23/02/2018 16:51