OUTDOORCHEF.COM
60
61
TVÖ GRILL Í EINU: MEÐ EINSTAKA EASY SLIDE-TREKTARKERFINU
Ábending fyrir kolin: Þau eru aðeins sett í öðrum megin. Þannig er hægt að vinna með mismunandi hitasvæði á sama grillinu.
EASY SLIDE-trektarkerfið gerir kleift að færa grillmatinn af beinum hita á óbeinan með einu handtaki. Hægt er að stjórna
hitastiginu með ventilopi í lokinu og á neðri hluta kúlunnar.
Hægt er að opna grillgrindina sem gerir kleift að bæta kolum á grillið með þægilegum hætti á meðan það er í notkun.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR VIÐARKOLAGRILL
1. Dreifið kolunum þannig að aðeins helmingur grindarinnar sé þakinn og hægt sé að setja
safaskálina í miðjuna. Hinn helmingur grindarinnar á að vera laus við kol til að hægt sé
að tryggja eftirfarandi meðan grillað er:
a. Ákjósanlegt loftstreymi og þar með hámarkshitamyndun og
b. að hægt sé að skipta fljótt á milli beins og óbeins hita með því einfaldlega
að snúa grindinni (sjá
TVÖ GRILL Í EINU:
MEÐ EINSTAKA EASY SLIDE-
TREKTARKERFINU
)
2. Þá er safaskálin sett í miðju kolagrindarinnar og hún fyllt með vökva að eigin vali.
3. Leggið svo trektina og grillgrindina í. Gætið þess að láta opnanlega hluta grindarinnar
sitja yfir opi trektarinnar til að hægt sé að koma báðum kömbunum undir grillgrindinni inn
í viðkomandi göt á trektinni.
4. Snúið opi trektarinnar þannig að það sé fyrir ofan brennandi kolin. Þannig næst
hámarksnýting loftstreymis. Þá fyrst má byrja að grilla.
5. Ávallt skal fylgjast með hitamynduninni í grillinu áður en fleiri kolum er bætt við. Skammta
verður kolum í hófi þannig að hægt sé að stjórna hitanum og koma í veg fyrir að hann
hækki um of. Hitastigið ætti ekki að fara yfir 300 °C til að hindra að grillmaturinn eða
grillið skemmist. Of hátt hitastig getur aflagað hluta grillsins.
6. Hægt er að opna grillgrindina og er því auðvelt að bæta viðarkolum á grillið meðan það
er í notkun. Snúið grillgrindinni þannig að opni hlutinn sé yfir opi trektarinnar. Fyllið á
kubbana og bíðið í um það bil 5–10 mínútur með lokið opið þar til þeir glóa í gegn.
BEINN HITI
ÓBEINN HITI
Fyrir beina grillun og matreiðslu
Við óbeina grillun, matreiðslu og bakstur
Komið EASY SLIDE-trektinni fyrir þannig
að opið liggi yfir kolunum.
Dreifið matnum beint fyrir ofan opið.
Snúið opinu á EASY SLIDE-trektinni
frá kolunum og setjið lokið á.
Þá er hægt að nota allan grillflötinn fyrir óbeina grillun.
Summary of Contents for CHELSEA 480 C
Page 1: ...CHARCOAL MANUAL CHELSEA 480 C Ι CHELSEA 570 C KENSINGTON 570 C ...
Page 142: ...OUTDOORCHEF COM 142 NOTE ...
Page 143: ......