DISTRIBUTION
DKB Household Switzerland AG
| Eggbühlstrasse 28 | 8052 Zürich | Switzerland
DKB Household Benelux B.V.
| Brabantsehoek 8 | 5071 NM Udenhout | The Netherlands
| Dueckegasse 15 / Top2 | 1220 Vienna | Austria
| Ochsenmattstr. 10 | 79618 Rheinfelden | Germany
is
GOURMET CHECK: Tvívirkur hita- og tímamælir
Notkunarleiðbeiningar
Hornklofar [ ] afmarka heitin sem eru prentuð á hnappa GOURMET CHECK.
Gæsalappir “ “ afmarka heitin sem birtast á skjá GOURMET CHECK.
1. Rafhlöður settar í
Opnið rafhlöðuhólfið aftan á rafeindabúnaðinum. Setjið tvær AAA-rafhlöður í hólfið samkvæmt merkingum.
Lokið rafhlöðuhólfinu.
2. Hitaskynjari tengdur við
•
Stingið pinna skynjarans inn í eitt af opunum á loki grillsins. Þannig er komið í veg fyrir að snúran
klemmist undir lokinu og skemmist.
•
Gætið þess að tengill hitaskynjarans sé vel festur í tengið á rafeindabúnaðinum.
•
Ef vatn eða gufa kemst inn í tengið getur það truflað sambandið og leitt til þess að rangt hitastig sé
gefið upp. Þerrið tengil hitaskynjarans alltaf með klúti áður en honum er stungið í rafeindabúnaðinn.
Athugið:
Upplýsingar um sérstaka notkun er að finna í lið 9 í þessum notkunarleiðbeiningum.
3. Kveikt á rafeindabúnaði
Haldið [ ON / OFF ]-hnappinum inni í 2 sekúndur til að kveikja eða slökkva á rafeindabúnaðinum. Þegar
kveikt er á rafeindabúnaðinum birtast eftirfarandi upplýsingar á skjánum:
“ OVEN “ (á efri hluta skjásins):
“ ACTUAL “: Eftir 3 sekúndur breytist “
“ í mælda ofnhitastigið.
“ SET “: Sýnir ofnhitann sem stillt er á.
eða “ TIMER “ (á efri hluta skjásins):
sýnir klukkustundir/mínútur/sekúndur á valdri tímastillingu.
“ FOOD “ (á neðri hluta skjásins):
“ ACTUAL “: Eftir 3 sekúndur breytist “
“ í mælda kjarnhitastigið.
“ SET “: Sýnir markhitastigið fyrir kjarnhita sem stillt er á.
Athugið:
Hægt er að mæla ofnhitastigið “ OVEN “ og nota tímamælinn “ TIMER “ samtímis en aðeins
annað þeirra er sýnt á efri hluta skjásins hverju sinni.
Ýtið á [ OVEN ]-hnappinn til að skipta yfir í ofnhitastigið á skjánum. Ýtið á [ TIMER ]-hnappinn til að skipta
yfir í tímamæli á skjánum. Ef annar þessara eiginleika setur viðvörunarmerki í gang skiptir skjárinn sjálfkrafa
yfir á viðkomandi eiginleika.
Skjárinn er með baklýsingu. Ýtt er á einhvern hnappanna til að kveikja á baklýsingunni. Ef ekki er ýtt aftur á
hnapp í 5 sekúndur slokknar sjálfkrafa á baklýsingunni.
4. Skipt á milli Fahrenheit og Celsíus
Ýtið á [ °C / °F ]-hnappinn til að skipta á milli Celsíus og Fahrenheit. GOURMET CHECK getur sýnt
eftirfarandi hitasvið: 32 °F – 572 °F / 0 °C – 300 °C.
Athugið:
Ef hitastigið fer yfir 300 °C / 572 °F birtist “ ” á skjánum. Ekki er þó nauðsynlegt að halda
grillhitastiginu yfir 300 °C til að ná ákjósanlegum kjarnhita á bilinu 37–90 °C.
5. Kveikt á viðvörunarhljóði
Ýtið á [ ALERT ]-hnappinn til að kveikja eða slökkva á viðvörunarhljóðinu. Táknið “
“ birtist við hliðina
á “ FOOD “.
OVEN: 1 píp (á sekúndu) / FOOD: 2 píp (á sekúndu)
TIMER: 3 píp (á sekúndu) / OVERTIME: 4 píp (á sekúndu)
Forgangur viðvarana: TIMER > FOOD > OVEN > OVERTIME
6. Kjarnhitastig stillt
1.
Ýtið á [ FOOD ]-hnappinn og haldið honum inni. “ FOOD SET “ byrjar að blikka.
2.
Ýtið á [ + ]-hnappinn til að hækka kjarnhitann um 1 °C / 1 °F. Ýtið á [ - ]-hnappinn til að lækka
kjarnhitann um 1 °C / 1 °F. Ýtið á hnappana og haldið þeim inni til að breyta kjarnhitanum frekar.
3.
Bíðið í 3 sekúndur. “ FOOD SET “ hættir að blikka og ákjósanlegur markhiti er stilltur.
Athugið:
Ef mældur kjarnhiti fer yfir stillta markhitastigið pípir GOURMET CHECK (2 píp á sekúndu),
mælda kjarnhitastigið og táknið “
“ byrja að blikka og táknið “
“ birtist á skjánum.
Hægt er að stöðva píphljóðið og blikkandi táknið “
“ með því að ýta á einhvern hnappanna. Hitastigið
og táknið “
“ halda áfram að blikka á meðan mælda kjarnhitastigið er hærra en markhitinn.
Ef mælda kjarnhitastigið er ennþá hærra en markhitinn eftir 2 mínútur fer viðvörunin í gang aftur.
7. Ofnhitastig stillt
1.
Haldið [ OVEN ]-hnappinum inni. “ OVEN SET “ byrjar að blikka.
2.
Ýtið á [ + ]-hnappinn til að hækka ofnhitann um 1 °C / 1 °F. Ýtið á [ - ]-hnappinn til að lækka
ofnhitann um 1 °C / 1 °F. Ýtið á hnappana og haldið þeim inni til að breyta ofnhitanum frekar.
3.
Bíðið í 3 sekúndur. “ OVEN SET “ hættir að blikka og ákjósanlegur markhiti er stilltur.
Athugið:
Ef mældur ofnhiti fer yfir stillta ofnhitastigið pípir GOURMET CHECK (1 píp á sekúndu),
mælda ofnhitastigið og táknið “
“ byrja að blikka og táknið “
“ birtist á skjánum.
Hægt er að stöðva píphljóðið og blikkandi táknið “
“ með því að ýta á einhvern hnappanna. Hitastigið
og táknið “
“ halda áfram að blikka á meðan mælda ofnhitastigið er hærra en markhitinn.
Ef mælda ofnhitastigið er ennþá hærra en markhitinn eftir 2 mínútur fer viðvörunin í gang aftur.
8a. Tímamælir með niðurtalningu stilltur
1.
Haldið [ TIMER ]-hnappinum inni. Gildið fyrir klukkustundir byrjar þá að blikka.
2.
Ef einhver tímastillinganna er í gangi skal ýta á [ START / STOP ]-hnappinn til að stöðva hana.
3.
Ýtið samtímis á hnappana [ + ] og [ - ] til að stilla aftur á “0:00:00“.
4.
Ýtið á [ + ]-hnappinn til að hækka gildið fyrir klukkustundir um 1. Ýtið á [ - ]-hnappinn til að lækka
gildið fyrir klukkustundir um 1. Ýtið á hnappana og haldið þeim inni til að breyta gildinu frekar. Þá
birtist táknið “ “ á skjánum.
5.
Ýtið aftur á [ TIMER ]-hnappinn. Gildið fyrir mínútur byrjar þá að blikka.
6.
Ýtið á [ + ]-hnappinn til að hækka gildið fyrir mínútur um 1. Ýtið á [ - ]-hnappinn til að lækka gildið
fyrir mínútur um 1. Ýtið á hnappana og haldið þeim inni til að breyta gildinu frekar.
7.
Ýtið á [ START / STOP ]-hnappinn til að setja niðurtalninguna í gang. Táknið “ “ blikkar 1 sinni á
sekúndu.
8.
Endurtakið skref 1, 2 og 4–7 til að stilla gildið fyrir tímamæli með niðurtalningu.
Athugið:
Þegar tímamælirinn er kominn á “0:00:00“ pípir GOURMET CHECK (3 píp á sekúndu) og
tímamælirinn og táknið “
“ blikka í 20 sekúndur. Hægt er að stöðva píphljóðið og blikkandi táknið “
“
með því að ýta á einhvern hnappanna.
Tímamælirinn fyrir umframtíma fer í gang og táknið “
“ blikkar stöðugt. Þegar tímamælirinn fyrir
umframtíma nær efri viðmiðunarmörkunum “9:59:59“ er hann endurstilltur á “0:00:00“. GOURMET
CHECK pípir (4 píp á sekúndu) og tímamælirinn blikkar í 20 sekúndur.
Endurtakið skref 1, 2 og 4–7 hér að framan til að stilla gildið fyrir tímamæli umframtíma.
8b. Tímamælir með talningu upp á við stilltur
1.
Haldið [ TIMER ]-hnappinum inni. Gildið fyrir klukkustundir byrjar þá að blikka.
2.
Ef einhver tímastillinganna er í gangi skal ýta á [ START / STOP ]-hnappinn til að stöðva hana.
3.
Ýtið samtímis á hnappana [ + ] og [ - ] til að endurstilla á “0:00:00“.
4.
Ýtið á [ START / STOP ]-hnappinn til að setja tímamælinn með talningu upp á við í gang. Táknið “ “
blikkar 1 sinni á sekúndu.
5.
Til að stilla gildið fyrir tímamæli með talningu upp á við skal endurtaka skref 1, 2 og 4–7 í leiðbeiningunum
fyrir tímamæli með niðurtalningu.
Athugið:
Þegar tímamælirinn fyrir talningu upp á við nær efri viðmiðunarmörkunum “9:59:59“ er hann
endurstilltur á “0:00:00“. GOURMET CHECK pípir (4 píp á sekúndu) og tímamælirinn og táknið “
“
blikka í 20 sekúndur. Hægt er að stöðva píphljóðið og blikkandi táknið “
“ með því að ýta á einhvern
hnappanna.
9. Notkun GOURMET CHECK-hitamælisins
Notkun á grilli:
•
Halda verður rafeindabúnaðinum fyrir utan grillið.
•
Ekki festa GOURMET CHECK á grillkúluna, grilllokið eða stjórnborðið.
•
Við mælum með að nota áfestanlega bakkann frá OUTDOOR
CHEF
eða að koma fyrir borði nálægt
grillinu fyrir gerðir sem ekki eru með hliðarborðum.
•
Aðeins má snerta pinnann og snúruna með hitaþolnum hönskum.
Gasgrill:
•
Notið gasgrillið eins og venjulega.
•
Stillið GOURMET CHECK eftir þörfum.
•
Stingið pinna skynjarans inn í eitt af opunum á loki grillsins og stingið tengli hitaskynjarans í tengið á
rafeindabúnaðinum.
•
Stingið pinnanum ekki lengra inn en að miðju í grillmatnum.
•
Setjið lokið á.
Athugið:
Ef kveikingin á gasgrillinu er notuð aftur síðar getur það leitt til stöðurafhleðslu og bilunar í
GOURMET CHECK. Hins vegar er truflunin aðeins tímabundin og hún hefur ekki viðvarandi áhrif á rétta
virkni GOURMET CHECK. Hugsanlega þarf þó að endurstilla GOURMET CHECK.
Viðarkolagrill:
•
Notið viðarkolagrillið eins og venjulega.
•
Stillið GOURMET CHECK eftir þörfum.
•
Stingið pinna skynjarans inn í loftopið ofan á lokinu og stingið tengli hitaskynjarans í tengið á
rafeindabúnaðinum.
•
Stingið pinnanum ekki lengra inn en að miðju í grillmatnum.
•
Setjið lokið á.
Notkun í bakstursofni:
•
Halda verður rafeindabúnaðinum fyrir utan bakstursofninn.
•
Stingið pinnanum ekki lengra inn en að miðju í matnum.
•
Hurðin á ofninum heldur snúru skynjarans fastri.
•
Aðeins má snerta pinnann og snúruna með hitaþolnum hönskum.
10. Þrif
Hreinsa verður snúruna og pinnann eftir hverja notkun. Notið til þess rakan klút með smá uppþvottalegi og
nuddið óhreinindin varlega af. Hreinsið á eftir með nýjum rökum klúti og þurrkið skynjarann með mjúkum
klúti. Ef brúnn litur sest á snúruna eða pinnann er mælt með að þrífa þau með venjulegum púða úr stálull.
Hvorki má skola rafeindabúnaðinn eða skynjarann undir rennandi vatni né dýfa þeim í vatn. Þetta getur
valdið óbætanlegu tjóni á GOURMET CHECK.
11. Öryggisleiðbeiningar
•
Lesið alltaf notkunarleiðbeiningarnar áður en GOURMET CHECK er notaður.
•
Ekki má nota tækið í örbylgjuofni.
•
Haldið pinnanum og snúrunni frá börnum.
•
Ekki má láta sólarljós skína beint á GOURMET CHECK.
•
Setjið skynjarann aldrei inn í opinn eld.
•
Gætið varúðar við notkun til að forðast skemmdir á pinnanum og snúrunni.
•
Framleiðandi og birgjar ábyrgjast ekki tjón eða tap sem rekja má til óviðeigandi notkunar vörunnar.
12. Tæknilýsing
Hitasvið: 32 °F – 572 °F / 0 °C – 300 °C
Rafhlöður: 2 x 1,5 V AAA
Tæknilegar breytingar áskildar. Frávik vegna prentunar eru möguleg.
Kjarnhitastig
Nautakjöt
best
frekar blóðugt
Roastbeef/Entrecôte/T-bone steik
54–57 °C
40–44 °C
Efri bakhluti/steik
58–62 °C
Kálfakjöt
Mjaðmasteik
57–62 °C
37–40 °C
Kálfakóteletta
58–64 °C
Svínarif
86–90 °C
Svínakjöt
Fillet/lendakjöt
58–62 °C / 64 °C
Háls/svínaháls
70–75 °C
Svínarif
80–85 °C
Lambakjöt
Hryggjarfillet
48–55 °C
Læri
58–64 °C
Kjúklingur, allir hlutar
að minnsta kosti 70 °C
Nálgast má upplýsingar um kjarnhitastig í kjötverslunum.
Þetta tákn á vöru merkir að varan fellur undir evrópsku tilskipunina 2013/56/ESB.
Þetta tákn merkir að varan inniheldur rafhlöður sem falla undir evrópsku tilskipunina
2006/66/EB.
Þeim má aldrei fleygja með venjulegu heimilissorpi. Kynnið ykkur staðbundnar reglur um aðskilda söfnun
á raf- og rafeindabúnaði sem og rafhlöðum. Fylgið gildandi reglum á hverjum stað og fargið ekki vörunni
og rafhlöðunum með venjulegu heimilissorpi. Förgun á gömlum vörum og rafhlöðum með viðeigandi hætti
hjálpar til við að hindra skaðleg áhrif á umhverfi og heilsu.
Rafhlöður teknar úr
Skoðið samsvarandi kafla um ísetningu rafhlaða til að taka rafhlöðurnar úr.
Summary of Contents for GOURMET CHECK
Page 24: ......