132
IS
ÖNNUR VANDAMÁL
Bilanaleit og ábyrgð
Vandamál
Mögulegar ástæður og hagnýtar lausnir
Þvottavélin fer ekki í gang/virkar
ekki
Gakktu úr skugga um að vélin sé tengd virkri innstungu/aflgjafa.
Athugaðu hvort rafmagnið sé á.
Athugaðu hvort innstungan virkar með öðru tæki, t.d. lampa.
Lokið er kannski ekki almennilega lokað, opnaðu það og lokaðu
á ný.
Gættu það að tiltekið þvottakerfi sé valið á réttan hátt og að
ræsihnappurinn sé inni.
Gakktu úr skugga um að þvottavélin sé ekki í biðstöðu.
Vatn hefur lekið út á gólf hjá
þvottavélinni
Ástæðan getur verið lek pakkning á milli krana og vatnsslöngu. Þá
þarf að skipta um pakkningu og herða á tengingunni.
Gættu þess að sían sé vel lokuð.
Þvottavélin þeytivindur ekki
Hafi fötin verið sett ójafnt inn í þvottavélina getur hún:
• Reynt að ná jafnvægi á þvottinn og auka tíma þeytivindingar.
• Dregið úr hraða þeytivindunnar til að draga úr titringi og hávaða.
• Sleppt þeytivindingu til að hlífa vélinni.
Gættu þess að þvotturinn dreifist jafnt. Sé þvotturinn ójafn, komdu
honum betur fyrir og ræstu kerfið á ný.
Ástæðan getur verið sú að vélin hefur ekki alveg tæmst af vatni,
bíddu í nokkrar mínútur. Haldi vandamálið áfram, sjá kaflann Bilun
3.
Ákveðnar gerðir bjóða upp á það að sleppa þeytivindingu, gættu
þess að það sé ekki virkt.
Gættu þess að ekkert sé í gangi sem hefur áhrif á
þeytivindinguna.
Sé of mikið þvottaefni notað, getur það komið í veg fyrir
þeytivindingu.
Öflugur titringur / hávaði við
þeytivindingu
Þvottavélin stendur kannski ekki slétt, stilltu fæturna í samræmi
við leiðbeiningar í viðkomandi kafla.
Gættu þess að flutningaskrúfur, gúmmítappar og sparrar séu
fjarlægðir.
Gakktu úr skugga um að ekkert óviðkomandi sé í tromlunni (mynt,
lamir, hnappar o.s.frv.).
Ábyrgð framleiðanda nær til galla sem rekja má til rafmagns eða vélrænna bilana á
vörunni vegna aðgerða eða aðgerðaleysis framleiðanda. Megi rekja bilun til ástæðna
utan afhentrar vöru, misnotkunar eða þess að leiðbeiningum um notkun var ekki
fylgt, verður gjald innheimt.