131
IS
Ef þér finnst þvottavélin ekki virka eins og til er ætlast geturðu kynnt þér ráðin í
hraðleiðbeiningunum hér að neðan til að fá meiri upplýsingar um viðbrögð við
algengustu vandamálum.
BILANALÝSING
Bilanaleit og ábyrgð
•
Gerðir með skjá:
bilunin er sýnd með bókstafnum „E“ og tölustaf
(dæmi: Bilun 2 = E2).
•
Gerðir án skjás:
bilunin er sýnd með því að öll ljós blikka eins oft og sú tala sem sýnir
bilunina, með eftirfylgjandi 5 sekúndna hléi
(dæmi: Bilun 2 = blikkað tvisvar – hlé 5 sekúndur – blikkað tvisvar o.s.frv.).
Bilanir sem sýndar eru
Mögulegar ástæður og hagnýtar lausnir
E2 (með skjá) ljósin blikka í 2
skipti (án skjás)
Vélin tekur ekki inn á sig vatn.
Athugaðu hvort skrúfað er frá vatnskrananum.
Athugaðu hvort vatnsslangan sé beygð, með broti eða klemmd.
Frárennslislangan er ekki í réttri hæð (sjá kafla um uppsetningu).
Skrúfaðu fyrir vatnskranann, losaðu vatnsslönguna af aftan á
þvottavélinni og kannaðu hvort „sandsían“ sé stífluð.
E3 (með skjá) ljósin blikka í 3
skipti (án skjás)
Þvottavélin tæmir sig ekki af vatni.
Ahugaðu hvort sían sé stífluð.
Athugaðu hvort vatnsslangan sé nokkuð beygð, með broti eða
klemmd.
Kannaðu hvort frárennsliskerfi hússins sé nokkuð stíflað en lheypi
vatni hindrunarlaust í gegn. Reyndu t.d. að tæma vatnið í vask.
E4 (með skjá) ljósin blikka í 4
skipti
(án skjás)
Of mikil froða og/eða vatn.
Athugaðu hvort þú hafir notað of mikið þvottaefni eða efni sem
ekki er ætlað til notkunar í þvottavél.
E7 (með skjá) ljósin blikka í 7
skipti
(án skjás)
Vandamál með lokið.
Kannaðu hvort lokið sé vel lokað. Kannaðu hvort fötin í
þvottavélinni komi nokkuð í veg fyrir að lokið lokist.
Sé lokið fast, slökktu á vélinni og taktu hana úr sambandi/slökktu
á rafmagninu til hennar, bíddu í 2-3 mínútur og opnaðu lokið.
Einhver annar talnakóði
Slökktu á vélinni og taktu hana úr sambandi/slökktu á rafmagninu
til hennar, bíddu eina mínútu. Settu vélina í gang á ný og settu
þvottakerfi af stað. Leitaðu til þjónustudeildar ef vandinn er
viðvarandi.