125
IS
•
Ef þú vilt virkja þeytivinduna á ný
þrýstirðu á hnappinn uns viðeigandi
snúningshraða er náð.
•
Það er hægt að breyta
snúningshraða án þess að stöðva
vélina.
HNAPPALÁS
•
Sé þrýst á hnappana HITASTILLIR
og
SNÚNINGSHRAÐI
samtímis í
um
3 sekúndur
, læsast hnapparnir.
Þannig er komið í veg fyrir að
stillingum sé breytt óvart með því að
þrýsta á hnapp á skjánum á meðan
þvottakerfi er í gangi.
•
Þú tekur hnappalæsinguna af með
því að þrýsta á hnappana tvo á ný
eða slökkva á vélinni.
Stafrænn skjár
Gátljósin á skjánum veita stöðugar
upplýsingar um stöðu þvottavélarinnar.
1) GÁTLJÓS SEM SÝNA KOSTINA
Ljósin sýna hvaða valkostir eru í boði
með hverjum hnappi.
2) LENGD ÞVOTTAKERFIS
•
Þegar þú hefur valið þvottakerfi
birtist sjálfkrafa sú lengd þvottakerfis
sem er háð þeim kostum sem valdir
voru.
•
Þegar kerfið gengur geturðu fylgst
með því hve langur þvottatími er
eftir.
•
Vélin reiknar út tímann þar til
þvottakerfið lýkur sér af á grundvelli
staðlaðs magns og á meðan kerfið
gengur leiðréttir hún tímann í ljósi
þvottamagns og samsetningar.
3) GÁTLJÓS LOKLÆSINGAR
•
Táknið vísar á lokað lok.
•
Ef þú þrýstir á
START/HLÉ
þegar
lokið er lokað blikkar ljósið fyrst og
lýsir svo stöðugt.
•
Sérstakur öryggislás kemur í
veg fyrir að lokið opnist strax
þegar þvottakerfi er lokið. Bíddu
í
2 mínútur
eftir að þvottakerfi
lýkur og að gátljós loklæsingar
slokkni áður en lokið er opnað.
Þegar þvottakerfinu er lokið er
stillihnappurinn stilltur á
SLÖKKT
.
Stjórnborð og kerfi
Ef þú notar of mikið þvottaefni getur
myndast froða. Ef vélin skynjar mikið af
froðu getur hún sleppt þeytivindingu eða
lengt þvottakerfið og notað meira vatn.
Þvottavélin er búin sérstökum
rafeindabúnaði sem kemur í veg fyrir
þeytivindingu ef hún er ekki í jafnvægi.
Þannig er dregið úr hávaða og titringi og
líftími þvottavélarinnar lengist.
1
5
2
3 4
6
7
Lokaðu lúgunni ÁÐUR en þú þrýstir á
hnappinn START/HLÉ.
Sé lokið ekki alveg lokað lýsir ljósið
áfram í um 7 sekúndur og svo stöðvast
ræsing sjálfkrafa. Gerist þetta þarf að
loka lokinu vel og þrýsta svo á START/
HLÉ-hnappinn.