124
IS
Stjórnborð og kerfi
•
Þú getur hætt við seinkaða ræsingu
með því að stilla stillihnappinn á
SLÖKKT
.
Fari rafmagnið af á meðan þvottakerfi
er í gangi, vistar vélin kerfið í minninu
og heldur svo áfram er það kemur á
ný.
Hnappurinn VALKOSTUR
Með þessum hnappi geturðu valið á milli
þriggja ólíkra valkosta:
AUKA SKOLUN
•
Aukaskolun í lok þvottakerfis
hentar vel fólki með viðkvæma
húð sem færi húðertingu eða
ofnæmisviðbrögð frá jafnvel minnstu
leifum af þvottaefni.
•
Við mælum líka með þessari
viðbót við þvott á barnafatnaði eða
mjög óhreinum þvotti þegar nota
þarf mikið þvottaefni, eða þegar
handklæði eru þvegin því trefjarnar í
þeim geta dregið þvottaefnið í sig.
HREINLÆTI +
Er bara hægt að virkja þegar vali hefur
verið hitastigið 60°C. Þessi valkostur
stuðlar að hreinlæti fatnaðarins við að
halda sama hitastigi allt þvottakerfið.
STRAUFRÍTT
Með þessari virkni er hægt að vinna
gegn krumpuðum þvotti með því að
sleppa þeytivindingu inn á milli eða að sú
síðasta verði mildari.
HRAÐ/STIG
ÓHREININDA-hnappur
Með þessum hnappi geturðu valið á
milli tveggja valkosta, háð gildandi
þvottakerfi:
HRAÐÞVOTTUR
•
Þú getur notað hnappinn þegar
þú hefur valið þvottakerfið
HRAÐ
(14/30/44 mín.)
með stillihnappnum
til að velja eina af þremur
tímalengdum kerfisins.
STIG ÓHREININDA
•
Þegar þú hefur valið þvottakerfi
birtist sjálfkrafa sá þvottatími sem er
forvalinn fyrir það.
•
Með þessum valkosti er hægt að
velja um þrjú mismunandi löng
þvottakerfi eftir því hve óhreinn
þvotturinn er (gildir bara um ákveðin
þvottakerfi samkvæmt kerfatöflunni).
HITASTILLIR-hnappur
•
Með þessum hnappi má breyta
hitastiginu.
•
Það er ekki hægt að hækka
hitastigið upp fyrir hæsta leyfða
hitastig viðkomandi þvottakerfis til
að vernda þvottinn þinn.
•
Ef þú vilt þvo í köldu vatni verður að
vera slökkt á öllum ljósum.
SNÚNINGSHRAÐA
STILLIR-hnappur
•
Með þessum hnappi er hægt að
hægja á þeytivindunni eða velja að
sleppa henni alveg.
•
Ef ráðleggingarnar sýna engar
ákveðna upplýsingar má nota mesta
snúningshraða kerfisins.
Veldu réttan kost með hnöppunum áður
en þrýst er á START/HLÉ.
Ef þú velur kost sem ekki samræmist
völdu þvottakerfi, blikkar ljósið og svo
slokknar á því.
Ekki er hægt að stilla á meiri
snúningshraða en hámarkshraða
þvottakerfisins til að forða því að
fatnaðurinn skemmist.