116
IS
Almennar öryggisreglur
Öryggisleiðbeiningar
• Taktu tækið úr sambandi við rafmagn áður en þrif
eða viðhaldsvinna á því hefst.
• Gættu þess að rafmagnstengingin sé jarðtengd.
Að öðrum kosti þarf að kalla til rafvirkja.
• Ekki nota straumbreyti, fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
• Kipptu aldrei í rafmagnsleiðsluna eða vélina sjálfa
þegar hún er tekin úr sambandi við rafmagn.
• Verja skal þvottavélina gegn regni, beinu sólskini
og öðrum veðuráhrifum.
• Hætti þvottavélin að ganga í miðju þvottakerfi
slekkur þú á henni og skrúfar fyrir vatnið.
• Reyndu ekki að gera við vélina upp á eigin spýtur.
Hafðu strax samband við þjónustuver. Notaðu
bara upprunalega varahluti til viðgerða. Öryggi
vélarinnar er stefnt í hættu, sé ekki farið eftir
þessum leiðbeiningum.
Með því að
merkja þettatæki ábyrgjumst við
að það uppfylli allar evrópskar kröfur til öryggis,
heilbrigðis og umhverfis sem finna má í
löggjöfinni um þannig búnað.
VIÐVÖRUN!
Vatnið getur orðið mjög heitt á meðan þvegið er.