133
IS
Notkun á vistvænu þvottaefni án fósfata
getur haft eftirfarandi afleiðingar:
Skolvatn getur virst vera óhreint:
Þetta má rekja til lausra zeólíta og hefur
ekki nein neikvæð áhrif á árangurinn af
skolun.
Hvítt duft (zeólítar) á fullþvegnum
þvotti:
Þetta er eðlilegt, trefjarnar taka duftið
ekki í sig og það hefur ekki áhrif á lit
þeirra.
Froða í síðasta skolvatni:
Það þarf ekki að þýða að skolun hafi ekki
verið nógu góð.
Mikil froða myndast:
Það má oft rekja til mínushlaðinna
yfirborðsvirkra efna sem finna má í
þvottaefni og oft getur reynst erfitt að
fjarlægjla úr þvottinum. Ekki þarf að
skola þvottinn á ný, það breytir engu um
áhrifin.
Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð ef vandinn er viðvarandi
eða þig grunar að eitthvað sé að.
Alltaf er mælt með því að nota
upprunalega varahluti sem panta má
hjá viðurkenndum þjónustumiðstöðvum
okkar.
Framleiðandinn hafnar allri ábyrgð
á mögulegum prentvillum í skjölum
sem vörunni fylgja. Framleiðandinn
áskilur sér einnig rétt til að gera þær
breytingar á vörunni sem talið er að
séu nauðsynlegar án þess að breyta
grunneiginleikum hennar.
Bilanaleit og ábyrgð
Ábyrgð
Ábyrgð er tekin á vörunni í samræmi við
skilmála á ábyrgðarskírteininu sem fylgir
vörunni. Þú þarft að fylla ábyrgðarskírteinið
út og geyma til þess að geta lagt það fram
á viðurkenndum þjónustumiðstöðum eftir
þörfum.