114
IS
Almennar öryggisreglur
Tæki þetta er ætlað til notkunar á heimili og fyrir
sambærilega notkun, svo sem:
– í aðsetri starfsmanna í verslunum, á skrifstofum og
öðrum vinnustöðum,
– í landbúnaði,
– fyrir gesti á hótelum, mótelum og öðru
dvalarhúsnæði,
– á gistiheimilum
Tækið er ekki ætlað til annarrar notkunar en þeirrar
sem lýsa má sem almennu heimilishaldi, þ.e.
ekki til notkunar sérfræðinga og atvinnumanna í
atvinnuskyni. Þetta á líka við þó notkunin eigi sér
stað eins og lýst er hér að ofan. Sé þvottavélin notuð
á annan hátt en til er ætlast, getur það haft áhrif á
líftíma hennar og ábyrgðin fallið úr gildi. Framleiðandi
ber ekki ábyrgð á mögulegu tjóni á vélinni eða öðru
tjóni eða tapi sem verður vegna notkunar sem ekki
fellur innan ramma almennrar heimilisnotkunar
(jafnvel þótt vélin sé höfð í umhverfi sem líkist
heimilishaldi) að því marki sem lög leyfa.
• Börn frá 8 ára aldri og fólk með skerta líkamlega
getu, skerta heyrn/sjón, skerta andlega getu
eða án reynslu mega eingöngu nota tækið undir
eftirliti til þess bærs einstaklings eða sé þeim
kennd örugg notkun tækisins og að því tilskildu
að viðkomandi átti sig á öllum hættum sem fylgja
notkuninni. Börn mega ekki leika sér með tækið.
Börn mega ekki hreinsa eða viðhalda tækinu án
eftirlits.