120
IS
Hagnýt ráð
Ráð um þvottamagn
VIÐVÖRUN! Íhugaðu eftirfarandi
þegar þú flokkar þvottinn:
– Tæmdu alla vasa af málmhlutum
á borð við spennur, nálar eða
smámynt,
– lokaðu þvottanetum rennilásum og
hnýttu upp löng belti og bönd,
– fjarlægðu upphengi af
gluggatjöldum,
– lestu þvottamerkingar vandlega,
– fjarlægðu erfiða flekki með
sérstökum hreinsiefnum,
•
þegar teppi, rúmföt og önnur þung
textílefni eru þvegin er ráðlagt að
nota ekki þeytivinduna.
•
Kannaðu hvort þvo megi ullarflíkur
í vél og að þær séu merktar með
miðanum „Hrein ný ull“ og tákninu
„Þolir þvott“ eða „Vélþvottur“.
Nokkur ráð til notanda
Svona fyllir þú vélina á umhverfisvænan
og hagkvæman hátt.
Fylltu vélina
•
Þú sparar orku, vatn, þvottaefni og
tíma á því að fylla vélina alveg. Þú
sparar þér allt að 50% af orkunni
með því að þvo eina fulla vél í stað
tveggja hálffullra.
Er þörf á forþvotti?
•
Það er bara þörf á forþvotti ef
þvotturinn er mjög óhreinn!
SPARAÐU þvottaefni, tíma, vatn
og á bilinu 5 til 15% af orkunni með
því að SLEPPA forþvotti á lítið og
meðalóhreinum þvotti.
Hvað hitastig þarf?
•
Fjarlægðu bletti með
blettahreinsiefnum eða leggðu í
bleyti fyrir þvott til að draga úr þörf
fyrir hátt hitastig. Hægt er að spara
allt að 50% orku með því að velja
60°C þvottakerfi.
Hér að neðan eru flýtileiðbeiningar með
tillögum og meðmælum um notkun
þvottaefnis við mismunandi hitastig.
Lestu auk þess allt leiðbeiningar og
skammtatillögur um þvottaefni sem þú
notar.
Sé hvítur þvottur mjög óhreinn er mælt
með bómullarþvottakerfi við 60°C
eða
hærra ásamt venjulegu þvottadufti (fyrir mjög
óhreinan þvott) með viðbættu bleikiefni ætlað
til notkunar við meðalhátt/hátt hitastig.
Fyrir þvott á bilinu 40°C til 60°C
skaltu
velja þvottaefni sem hæfir efnunum sem á
að þvo og því hve óhrein þau eru. Venjulegt
þvottaduft hentar fyrir hvítan og litekta mjög
óhreinan fatnað en fljótandi þvottaefni eða
þvottaduft sem vernda föt gegn upplitun
henta á litaðan þvott sem ekki er mjög
óhreinn.
Fyrir þvott við lægra hitastig en 40°C
mælum við með að notað sé fljótandi
þvottaefni merkt til þvotta við lágt hitastig.
Til þvotta á ull eða silki
er mælt með
þvottaefni sem er sérstaklega ætlað þessum
efnum.