113
IS
Vélin er merkt í samræmi við ESB-tilskipunina 2012/19/
EU um úrgang sem er eða inniheldur rafmagns- og
rafeindabúnað (WEEE).
Úrgangur sem er eða inniheldur rafmagns- og rafeindabúnað
inniheldur bæði mengandi efni (sem skaða geta umhverfið)
og grundvallar íhluti (sem hægt er að endurnýta). Mikilvægt
er að meðhöndla úrgang sem er eða inniheldur rafmagns-
og rafeindabúnað rétt þannig að rétt sé farið með öll
mengandi efni og að allt efni sé tekið og endurnýtt. Hver og einn getur lagt
sitt af mörkum til þess að úrgangur sem er eða inniheldur rafmagns- og
rafeindabúnað valdi ekki umhverfistjóni og það er afar mikilvægt að fara eftir
nokkrum grundvallarreglum:
• Ekki má meðhöndla sorp sem er eða inniheldur rafmagns- og
rafeindabúnað eins og almennt heimilissorp.
• Skila skal sorpi sem er eða inniheldur rafmagns- og rafeindabúnað í
til þess gerða móttöku sorps á vegum hins opinbera eða einkaaðila. Í
mörgum löndum er hægt að panta að umfangsmikið sorp sé sótt ef það
er eða inniheldur rafmagns- og rafeindabúnað.
Í mörgum löndum er hægt að skila gamla tækinu í verslunina þegar nýtt er
keypt. Versluninni ber að taka við því án aukakostnaðar ef það er frá sama
framleiðanda og virkar á sama hátt og tækið sem upprunalega var afhent.
Upplýsingar varðandi umhverfismál