LEIÐBEININGAR UM SAMSETNINGU
1 Leiðbeiningar um samsetningu á síu/andlitshlíf
a) Stillið skorunni á síu úr 6000-vörulínunni upp við merkið á andlitshlífinni og ýtið saman (mynd 2).
b) Snúið síunni 1/4 úr snúningi réttsælis (mynd 2).
2 Fleygið og skiptið út báðum síum samtímis. Tryggið að báðar síur séu af sömu gerð og sama flokki
c)Til að fjarlægja síu skal snúa 1/4 úr snúningi rangsælis.
3 Skiptið um síu ef vart verður við bragð, lykt eða ertingu vegna gass eða gufu, eða ef einhver hluti vísisstikunnar nær út að
línunni sem táknar lok notkunartíma (táknað með ruslakörfutákni á merkimiða síunnar). Notkunartími efnasía fer eftir athæfi
þess sem notar grímuna (öndunarhraða), gerð, rokgirni og styrk mengunarefnanna og umhverfisaðstæðum, á borð við raka
og hitastig.
HVERNIG Á AÐ KANNA AÐ 6051I/6055I HENTI TILTEKINNI NOTKUN.
Til tryggja rétta notkun notkunartímavísisins er mjög mikilvægt að notandinn eða umsjónarmaður öryggismála:-
1 ákvarði hvort notkunartímavísirinn henti fyrir lífrænar gufur í viðkomandi starfsumhverfi
2 geti lesið á notkunartímavísinn og skilið niðurstöðurnar
3 skoði notkunartímavísinn reglulega, og
4 skipti um síu eftir því sem þörf krefur
Ef þessum skrefum er ekki fylgt er ekki óhætt að reiða sig eingöngu á notkunartímavísinn til að ákvarða hvenær skipta þarf
um síu. Þess í stað má nota notkunartímavísinn sem viðbót við gildandi viðhaldsáætlun fyrir síuskipti, þ.e. skipta um síuna
samkvæmt viðhaldsáætlun eða í samræmi við stöðu notkunartímavísisins, hvort sem á sér stað á undan. Hafið samband við
3M til að fá ráðleggingar um hvernig setja skal upp viðhaldsáætlun um síuskipti. Ef ekki er hægt að reiða sig á
notkunartímavísinn skal ekki nota búnaðinn sem öndunarhlíf gegn mengunarvöldum í lofti/styrkleika, sem lélegar eða litlar
viðvaranir eru til um.
Greinanleg efnasambönd
Notkunartímavísirinn er aðeins hæfur til notkunar fyrir tilteknar lífrænar gufur og váhrifastyrkleika. Styrkleiki gufunnar sem berst
um síuna og veldur merkjanlegum breytingum á vísinum kallast minnsti greinanlegi styrkur (MIL). MIL°er mismunandi fyrir
hverja lífræna gufu fyrir sig.
Fyrir notkun verður að auðkenna og magngreina loftborna mengunarvalda í vinnuumhverfinu.Ákvarða verður notkunarhæfi
notkunartímavísisins við allar hugsanlegar notkunaraðstæður, þar á meðal við bæði lágt og hátt váhrifastig. Ekki er mælt með
að nota notkunartímavísi nema eftirfarandi eigi við:
1 MIL
viðmiðunarmörk fyrir váhrif í starfi (OEL) fyrir alla ætlaða notkun (vísisstikan birtist áður en styrkleikur gufu sem berst
gegnum síuna nær váhrifamörkum), og
2 Váhrifamörk fyrir starfsmenn
MIL (styrkur váhrifa er nógu mikill til að valda greinanlegum breytingum á vísinum).
Dæmi:
MIL = 1° ppm, viðmiðunarmörk fyrir váhrif í starfi = 25 ppm, váhrif á starfsmenn = 5 ppm.
MIL°(1) ppm er
viðmiðunarmörk fyrir váhrif í starfi (25 ppm), OG
Váhrif í starfi (5 ppm) eru
MIL (1 ppm), mælt er með notkun notkunartímavísis.
Í sérleiðbeiningunum er að finna lista yfir minnsta greinanlegan styrk fyrir algeng efnasambönd.
ATHUGIÐ Sá listi er EKKI listi yfir það sem er heimilt að nota 6051i og 6055i fyrir.
Til að geta reitt sig á 3MTM-notkunartímavísinn sem aðalaðferðina við að ákvarða hvenær skipta á um síur verða bæði
ofangreind skilyrði að vera uppfyllt
Viðmiðunarmörk fyrir váhrif í starfi eru birt á vefsvæði 3M í Danmörku, https://www.3mdanmark.dk. Þau er einnig að finna á
öryggisblöðum fyrir mengunarvalda. Tiltekin viðmiðunarmörk fyrir váhrif í starfi eru einnig talin upp í Leiðarvísi fyrir val á 3M
öndunarhlíf, sem finna má á www.3m.com/sls
Notanda er ekki óhætt að reiða sig á notkunartímavísinn ef minnsti greinanlegi styrkur tiltekinna lífrænna gufa í vinnuumhverfi
notanda er ekki þekktur.
Blöndur
Til að hægt sé að mæla með notkunartímavísinum fyrir blöndur úr lífrænum gufum verður notkunartímavisinn að vera
ráðlagður fyrir þá gufutegund í blöndunni sem hefur stystan endingartíma. Til að reikna út endingartíma og ákvarða hvort
notkunartímavísirinn henti fyrir lífrænar gufublöndur á vinnustaðnum skal kynna sér 3M™ hugbúnað fyrir val á búnaði og
endingartíma búnaðar á http://www3.3m.com/SLSWeb/home.html eða hafa samband við 3M
Lesið á notkunartímavísinn.
Notkunartímavísirinn er undir endurstaðsetjanlegum flipa sem ver vísinn gegn úða, slettum og óhreinindum.
Fyrir notkun skal draga flipann af vísinum til að lesa á hann.
Tryggið að notkunartímavísirinn sé óskemmdur og heillegur. Ef ekki sést á notkunartímavísinn skal strjúka varlega af hylkinu
fyrir ofan vísinn með þurrum klúti eða mildu sápuvatni til að fjarlægja úða, slettur eða aðrar efnaleifar.
Ekki má þrífa gluggann á vísinum með leysiefnum, þar sem það getur skemmt hylkið og gert erfitt fyrir að sjá vel á vísinn. Því
næst er hægt að setja flipann aftur yfir notkunartímavísinn til að verja hann þar til lesa á af honum næst.
Ef notkunartímavísirinn sést ekki eða erfitt er að lesa af honum er ekki óhætt að reiða sig á hann.
Vísisstikan getur verið græn á rauðum grunni eða rauð á grænum grunni, allt eftir sjónarhorninu.
Snúið síunni örlítið á meðan horft er á vísinn.
Skýrleiki vísisstikunnar getur verið mismikill, allt eftir sjónarhorni, birtustigi, styrkleika lífrænu gufunnar og váhrifastigi.
Ef einhver hluti vísisstikunnar nær út að línunni sem táknar lok notkunartíma (táknað með ruslakörfutákni á merkimiða
síunnar) verður að yfirgefa mengaða svæðið tafarlaust og skipta um báðar síurnar.
Við mikinn styrkleika gufu er hugsanlegt að hlutar vísisstikunnar breytist aftur í upprunalegan lit.
Snúið síunni til að fá annað sjónarhorn og skýrari sýn á framvindu á vísisstikunni. Skipta verður um síuna þegar einhver hluti
vísisstikunnar nær að línunni sem táknar lok notkunartímans.
^
VIÐVÖRUN Það er afar áríðandi að notandi sjái notkunartímavísinn og vísisstikuna. Ef það er ekki hægt er ekki hægt að
reiða sig á notkunartímavísinn. Þess í stað skal skipta um síuna í samræmi við tilgreinda viðhaldsáætlun.
37
mmm34-8721-7859-4_Part1 14.14.22.pdf 39
12/12/2017 14:20
Содержание 6051i
Страница 3: ...1 2 3 4 6051i 6055i 5911 5925 06925 5935 501 1...
Страница 89: ...87 3 MIL 3M Select and Service Life Software at http www3 3m com SLSWeb home html 3 12 7...
Страница 96: ...94 3 3 3 http www3 3m com SLSWeb home html 3...
Страница 113: ......