44
Einfalt er að fjarlægja þá og koma í veg fyrir að þeir
myndist: Hreinsa skal blettina af með volgu vatni og
hreinsiefni til heimilisnota, skola síðan af fletinum með
hreinu vatni og þurrka af honum. Á 3 til 4 vikna fresti
skal nudda yfir alla fleti úr ryðfríu stáli með kranavatni
og hreinsiefni fyrir ryðfrítt stál til að koma í veg fyrir
blettamyndun.
Lakkaðir fletir, emaleraðir fletir og plasthlutir
■
Ekki nota gróf hreinsiefni.
• Við þrifin skal eingöngu nota volgt vatn með dálitlu hreinsiefni
til heimilisnota og eldhúspappír eða mjúka tusku. Þrífa skal
flötinn, skola af honum og þurrka síðan af honum.
Þrif á hlutum sem gas fer um (eftir þörfum)
Hlutir sem gas fer um geta verið stíflaðir og þrífa þarf þá í
eftirfarandi tilvikum:
• Vart verður við gaslykt þegar loginn frá brennaranum er mjög
gulur og daufur.
• Réttu hitastigi er ekki náð.
• Brennarinn hitar ekki jafnt eða loginn flöktir.
Fara skal að með eftirfarandi hætti við þrifin:
• Þrífa skal alla ytri fleti brennaranna með hreinum vírbursta til
að fjarlægja matarleifar og óhreinindi.
Við þrifin verður að
gæta þess að kveikjuskautið beyglist ekki eða verði fyrir
skemmdum.
Bursta skal varlega umhverfis kveikjuskautið.
• Einkum þarf að gæta þess að hjá hverju brennararöri sé ekkert
fyrir gasúttaks- og loftinntaksopunum eða þrengslarörinu.
Þrífa skal þau eftir þörfum, t.d. með pípuhreinsi eða þrýstilofti.
• Þrífa má gastengið og tengi gasslöngunnar eftir þörfum með
mjúkum pensli.
Viðhald
AÐGÁT!
■
Eingöngu fagaðilar mega skipta um stútana.
Grillið er viðhaldsfrítt ef það er þrifið reglulega. Engu að síður
verður að skoða það með reglulegu millibili. Það hversu oft
þarf að skoða grillið fer eftir því hversu oft það er notað og
umhverfisskilyrðunum hverju sinni.
• Athuga skal hvort allir hlutar grillsins eru til staðar og uppsettir
(sjónskoðun).
• Athuga skal hvort allar tengingar eru til staðar og vel hertar.
Herða skal þær ef þörf krefur.
• Prófa verður gaskerfið í hvert skipti sem gaskútur er tengdur
(sjá kaflann „Lekaprófun“).
• Skipta verður um gasslönguna ef hún er götótt eða skemmd
eða endingartími hennar er liðinn (sjá kaflann „Tæknilegar
upplýsingar“).
GEYMSLA
AÐGÁT!
■
Verja skal grillið fyrir sterkum vindi, langvarandi raka, regni,
snjó, hagléli eða öðrum veðuráhrifum.
■
Ef ekki á að nota grillið í lengri tíma skal aftengja gaskútinn
og geyma hann með viðeigandi hætti (sjá kaflann
„Öryggisleiðbeiningar“ – „Hætta vegna gaskúta“).
• Geyma skal grillið á þurrum stað utandyra. Breiðið yfir grillið
(með yfirbreiðslu) til að verja íhluti þess gegn raka, ryki,
skordýrum eða köngulóm sem geta komist inn í grillið og
komið sér þar fyrir.
• Þrífa skal grillið áður en það er sett í geymslu (sjá kaflann „Þrif
og viðhald“).
• Ef grillið er geymt
innandyra
verður að
aftengja gaskútinn
.
Loka skal gaskútnum með viðeigandi hætti með blindró og
hlífðarhettu (allt eftir útfærslu) og geyma hann utandyra á vel
loftræstum stað á yfirborði jarðar (þ.e. ekki í dældum undir
yfirborði jarðar).
• Ef ekki á að nota grillið í lengri tíma skal taka rafhlöðuna úr
rafkveikjunni til að koma í veg fyrir hugsanlegar skemmdir
vegna leka úr rafhlöðunni.
LEYST ÚR VANDAMÁLUM
Ef vandamál koma upp þrátt fyrir góða umhirðu og viðhald getur
þessi kafli aðstoðað við að greiða úr þeim.
Ef ekki er hægt að leysa úr vandamálinu með eftirfarandi
aðgerðum skal hafa samband við þjónustuaðila (sjá kápu þessara
uppsetningar- og notkunarleiðbeininga).
Ekki reyna að gera við gaskerfið á eigin spýtur!
Gaslykt (loginn er mögulega mjög gulur og daufur).
Leki í gaskerfi.
1. Skrúfa skal strax fyrir gaskútinn.
2. Koma skal í veg fyrir alla loga- eða neistamyndun (ekki kveikja
á raftækjum).
3. Herða skal allar skrúfaðar festingar gaskerfisins.
4. Athuga skal með ytri skemmdir á öllum hlutum sem gas fer
um og skipta hlutum sem eru í ólagi út fyrir upprunalega
varahluti.
5. Athuga skal með leka (sjá kaflann „Lekaprófun“).
Brennararnir eru stíflaðir.
►
Hreinsa skal þá samkvæmt leiðbeiningunum í kaflanum „Þrif
og viðhald“ – „Þrif á hlutum sem gas fer um (eftir þörfum)“.
Stífla er í stút stilliliðs (aftan við framhliðina) eða öðrum hluta
gaskerfisins.
►
Láta skal fagaðila þrífa gaskerfið.
Það kviknar ekki á brennaranum.
Rafhlaða rafkveikjunnar er tóm eða var ekki sett rétt í.
►
Settu nýja rafhlöðu í. Gættu þess að rafhlaðan snúi rétt (+ / -).
Gaskúturinn er tómur.
►
Skiptu um gaskút.
Brennarinn er stíflaður.
►
Hreinsaðu brennarann samkvæmt leiðbeiningunum í
kaflanum „Þrif og viðhald“ – „Þrif á hlutum sem gas fer um
(eftir þörfum)“.
Á hliðarbrennaranum: Kveikjuvírinn er ekki í sambandi við
kveikjuna.
►
Sjónskoðun. Stingdu kveikjuvírnum í samband ef þess þarf.
Stífla er í stút stilliliðs (aftan við framhliðina) eða öðrum hluta
gaskerfisins.
►
Láta skal fagaðila þrífa gaskerfið.
IS
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 44
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 44
03.11.2022 16:07:46
03.11.2022 16:07:46
Summary of Contents for TRITON 4.0
Page 92: ......