
42
LEKAPRÓFUN
AÐGÁT!
Aldrei skal leita að gasleka með opnum eldi! Áður en leitað
er að leka skal ganga úr skugga um að enginn opinn eldur
sé nálægt og að ekki geti myndast neistar. Neistar eða
logar geta valdið sprengingum sem geta haft í för með sér
alvarlegt eða banvænt líkamstjón eða munatjón.
Eftir fyrstu tengingu, eftir hver skipti á gaskút eða ef grillið hefur
ekki verið notað lengi verður að framkvæma lekaprófun á öllum
gasleiðandi íhlutum til að tryggja að gas leki ekki úr neinum
tengingum.
Ef þrýstimælir er á þrýstijafnaranum skal fylgja leiðbeiningunum í
leiðarvísinum fyrir þrýstijafnarann til að framkvæma lekaprófun.
Annars skal nota lekaleitarefni úr viðeigandi sérverslun og fylgja
leiðbeiningum framleiðanda.
Ekki er öruggt að hlusta eftir
leka!
GRILLRÁÐ
1. Áður en þú byrjar að grilla skaltu
taka til allt
sem þú þarft að
nota. Á meðan þú ert að grilla ættir þú alltaf að geta fylgst
með grillinu og matnum án þess að þurfa stöðugt að vera að
fara inn í eldhús.
2.
Kjötið á að vera við stofuhita
áður en það er grillað, því
þannig eldast það jafnt og vel.
3. Gættu þess að
grillgrindurnar séu hreinar.
Ef leifar eru á
grillgrindinni festist maturinn við þær.
4.
Grillmatur með þunnri olíuhúð
brúnast jafnar og loðir síður
við grillgrindina.
5. Áður en byrjað er að grilla skal
bera olíu á
steypujárnsgrindurnar
svo maturinn festist ekki við þær.
6.
Forhita skal grillið
með lokið á til að tryggja að maturinn
festist ekki við grillgrindina og að hægt sé að snöggsteikja
hann. Með þessum hætti eru einnig brenndar burt matarleifar
frá því grillið var síðast notað. Einnig skal forhita grillið þegar
grilla á við miðlungs eða lágt hitastig.
7.
Ekki setja of mikinn mat
á grillgrindina. Hafðu nægilega
mikið bil á milli stykkja svo hægt sé að grípa utan um þau og
færa þau til með þægilegum hætti.
8. Ef notast er við
kryddlög, sósu, gljáa með miklum sykri
eða annað hráefni sem brennur auðveldlega við skal ekki
pensla því á
fyrr en síðustu 10 til 15 mínúturnar
.
9. Við mælum með því að
lokið sé haft á
á meðan verið er að
grilla. Þannig verður minni hætta á að eldur blossi upp og
maturinn grillast hraðar og með jafnari hætti. Gæta skal þess
að opna lokið ekki of oft til að kíkja á matinn, því þá berst
óþarflega mikið loft inn og varmi og reykur leita út.
10. Til þess að steikin fái fallegt mynstur og góða skorpu verður
að gæta þess að
snúa henni ekki of oft.
Í flestum tilvikum
skal aðeins snúa matnum einu sinni og ekki fyrr en hann er
kominn með réttan lit. Þannig er einnig komist hjá því að opna
lokið of oft.
11. Setja má tilbúinn grillmat á
efri grindina
til að halda honum
heitum á meðan annar matur er grillaður. Athugaðu þó að
maturinn eldast áfram. Á efri grindinni er einnig hægt að rista
hamborgarabrauð eða elda grænmeti, sjávarfang o.s.frv. við
vægan hita á meðan til dæmis kjöt er grillað við hátt hitastig á
grillgrindinni.
Bein og óbein grillun
Bein grillun
Þetta er sígilda aðferðin þar sem maturinn er grillaður beint fyrir
ofan brennarann. Grillað er við hátt hitastig. Aðferðin hentar því
vel fyrir mat sem tekur að hámarki 30 mínútur að elda, til dæmis
til að snögggrilla hamborgara eða steikur. Maturinn fær góða
skorpu að utanverðu en helst safaríkur að innanverðu.
Óbein grillun
Í þessu tilviki kemur hitinn frá brennurum til hliðar við matinn
og slökkt er á brennaranum beint fyrir neðan hann. Um leið er
lokið haft á til þess að hleypa hitanum ekki út. Við mælum með
þessari grillaðferð fyrir mat sem tekur langan tíma að elda, t.d. rif,
„pulled pork“ eða heilan kjúkling. Einnig er hægt að elda fisk og
grænmeti á vægum hita með þessari aðferð.
Þú getur líka notað báðar aðferðir: byrjað á því að snöggsteikja á
miklum hita og fullelda síðan matinn við lægra hitastig.
NOTKUN
Grillið tekið í notkun
AÐGÁT!
■
Áður en grillið er notað í fyrsta sinn skal kveikja upp í því með
grillgrindum og öllum aukabúnaði sem kemst í beina snertingu
við matvæli til þess að brenna burt hugsanlegar efnisleifar úr
framleiðsluferlinu. Þegar það er gert skal hafa lokið á og hita
grillið í að minnsta kosti 20 mínútur á hæsta styrk. Þegar grillið
hefur kólnað skal hreinsa aukabúnaðinn. Sjá einnig kaflann
„Þrif og viðhald“ varðandi þetta.
■
Aðeins skal nota grillið ef allir hlutir eru á sínum stað og grillið
hefur verið sett rétt saman í samræmi við fyrirmælin í þessum
uppsetningar- og notkunarleiðbeiningum.
■
Fyrir hverja notkun skal ganga úr skugga um að grillið sé
óskemmt og rétt uppsett. Við val á uppsetningarstað skal fara
eftir því sem kemur fram í kaflanum „Öryggisleiðbeiningar“.
■
Fyrir hverja notkun skal ganga úr skugga um að gaskúturinn
og þrýstijafnarinn séu rétt tengdir og að allir hlutar sem
gas fer um séu þéttir (sjá kaflann „Gaskútur tengdur“ og
„Lekaprófun“).
■
Fyrir hverja notkun skal athuga hvort fita hefur safnast upp
í grillinu. Fjarlægja skal umframfitu og tæma og hreinsa alla
hluta fitusöfnunarbúnaðarins til að koma í veg fyrir að það
geti kviknað í fitunni (sjá kaflann „Þrif og viðhald“).
■
Ekki
skal setja álpappír eða filmu á fitusöfnunarbúnaðinn eða
grillhólfið.
■
Lokið verður að vera opið þegar kveikt er upp í grillinu. Kveikja
skal á einum brennara í einu.
■
Ef loginn slokknar eða ekki kviknar á brennara skal snúa
viðkomandi stillihnappi í stöðuna „slökkt“. Bíða skal í 2 til
5 mínútur áður en reynt er aftur, þannig að gasið nái að
streyma út. Annars getur myndast blossi.
■
Ekki skal beygja sig yfir grillflötinn þegar kveikt er upp, því
myndast getur blossi ef gas safnast upp í grillhólfinu.
■
Aldrei skal hella vatni yfir heitt grill, því annars er hætta á
brunameiðslum.
1. Opnaðu lokið.
2. Gakktu úr skugga um að allir stillihnapparnir séu í stöðunni
„slökkt“ (örin á stillihnappinum vísar upp). Ef svo er ekki skal
ýta á stillihnappinn og snúa honum í stöðuna „slökkt“.
3. Skrúfaðu frá gasinu á gaskútnum.
4. Hver brennari er með sérstakt kveikjukerfi og er því hægt að
kveikja á hverjum þeirra fyrir sig: Ýttu á stillihnappinn fyrir
viðkomandi brennara og snúðu honum í stöðuna
Max
(hæstu
stöðu) (mynd
G
). Opnað er fyrir gasstreymið.
Ef neistakveikja er á grillinu myndast um leið neisti og það
heyrist hvellur.
Ef rafkveikja er á grillinu skal einnig ýta á kveikjuhnappinn
(mynd
I
). Þá heyrist smellur.
5. Gakktu úr skugga um að kveikt hafi verið upp í brennaranum:
Athugaðu varlega hvort það logar á brennaranum.
6. Ef ekki hefur kviknað á brennaranum skal snúa stillihnappinum
í stöðuna „slökkt“ og reyna aftur að 2 til 5 mínútum liðnum.
IS
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 42
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 42
03.11.2022 16:07:45
03.11.2022 16:07:45
Summary of Contents for TRITON 4.0
Page 92: ......