
40
notkunarleiðbeininga). Ekki má nota grillið fyrr en það hefur
verið lagfært, því annars er aukin hætta á slysum.
■
Aðeins skal nota upprunalegan aukabúnað frá framleiðanda til
að skerða ekki virkni grillsins og forðast mögulegar skemmdir
eða hættu.
■
Aldrei má fjarlægja stillihnappa, gaskútinn eða gasleiðandi
íhluti á meðan grillið er í notkun.
■
Aldrei skal flytja grillið með gaskútinn tengdan. Flytja verður
grillið og gaskútinn hvort í sínu lagi.
■
Þrífa skal grillið reglulega samkvæmt leiðbeiningunum í
kaflanum „Þrif og viðhald“.
Hætta vegna gaskúta
■
Fylgja skal fyrirmælum framleiðanda gaskútsins eða
þess sem lætur hann í té!
■
Sjá verður til þess að gaskútar komist ekki í hendur barna!
■
Aldrei skal nota beyglaða eða ryðgaða gaskúta.
■
Aldrei skal nota gaskúta með skemmdum loka.
■
Aldrei skal leggja gaskút á hliðina. Við uppsetningu, flutning
og geymslu á gaskútum (einnig tómum) verður ávallt að gæta
þess að þeir séu í uppréttri og traustri stöðu.
■
Aldrei skal láta gaskút falla. Gaskútar mega ekki verða fyrir
höggi eða hnjaski.
■
Gaskútar geta sprungið ef þeir hitna. Aldrei má brenna gaskút.
Gaskútar mega ekki heldur vera í miklum hita (yfir 50 °C) eða
í beinu sólarljósi. Aldrei skal skilja gaskút eftir í bíl á heitum
degi. Gæta verður þess að hvorki gaskúturinn né gasslangan
komi við grillið á meðan það er í notkun.
■
Aðeins má tengja, nota og geyma gaskúta utandyra þar sem
loftræsting er góð (þ.e. ekki í stigagöngum, á göngum eða í
undirgöngum) og fyrir ofan yfirborð jarðar (þ.e. ekki í lægðum
undir yfirborði jarðar).
■
Ef gaskútur lekur skal tafarlaust fara með hann út á vel
loftræst svæði utandyra, leyfa gasinu að streyma út og bíða
þar til það hefur þynnst út í andrúmsloftinu. Að því loknu skal
skila tómum gaskútnum til framleiðanda og láta vita af því að
hann leki.
Ef vart verður við svima eða ógleði skal anda að sér fersku lofti
og leita læknis ef þess þarf.
■
Skrúfa verður fyrir lokann á gaskútnum áður en þrýstijafnarinn
er tekinn af.
■
Ekki má geyma gaskúta (líka tóma) sem ekki á að nota strax
við hliðina á tæki sem er í notkun og gengur fyrir gasi eða
rafmagni.
■
Gaskútar sem virðast tómir geta enn innihaldið fljótandi
gas og verður því að meðhöndla þá af sömu varúð og fulla
gaskúta.
Hætta vegna rafhlaða
■
Rafhlöður geta verið lífshættulegar ef þær eru gleyptar.
Verður því að geyma rafhlöður þar sem ungbörn og dýr ná
ekki til. Ef rafhlaða hefur verið gleypt verður að leita tafarlaust
til læknis. Hætta er á efnabruna vegna rafhlöðusýru.
■
Ef lekið hefur úr rafhlöðu skal gæta þess að rafhlöðusýran
komist ekki í snertingu við húð, augu og slímhúð. Klæðast skal
hlífðarhönskum ef þess þarf. Við snertingu við rafhlöðusýru
skal tafarlaust skola viðkomandi staði með miklu hreinu vatni
og leita til læknis. Hætta er á efnabruna vegna rafhlöðusýru.
■
Notið eingöngu rafhlöður af þeirri gerð sem tilgreind er í
tæknilýsingu.
■
Taka skal rafhlöður úr þegar þær eru tómar eða ekki á að nota
grillið í lengri tíma. Þannig má forðast skemmdir vegna leka.
■
Ef lekið hefur úr rafhlöðu skal tafarlaust taka hana úr og
hreinsa tengin í rafhlöðuhólfinu.
KRÖFUR TIL ÍHLUTA SEM LEIÐA GAS
Grillið gengur fyrir fljótandi gasi (Liquefied Petroleum Gas, LPG
eða LP-gasi). Fljótandi gastegundirnar própan, bútan og blöndur
þeirra haldast í fljótandi formi við stofuhita og lítinn þrýsting
(< 10 bör) í gaskútnum. Þegar opnað er fyrir gaskútinn minnkar
þrýstingurinn, vökvinn þenst út og fer yfir í loftkennt form.
Gaskútur
• Aðeins má nota gaskúta með própan- eða bútangasi eða
blöndu þessara tveggja gastegunda. Gaskútarnir verða að vera
í samræmi við gildandi lög og reglur og mega ekki vera stærri
en tilgreint er í kaflanum „Tæknilegar upplýsingar“.
Gashylki
• Ef grillið er leyft til notkunar með gashylki skal eingöngu nota
skrúfuð hylki með 7/16 “ skrúfgangi og rúmtaki að hámarki
450 g / 800 ml.
Þrýstijafnari
Þrýstijafnarinn tryggir að grillinu sé alltaf séð fyrir jöfnum
gasþrýstingi.
• Nota skal þrýstijafnarann sem fylgir með grillinu. Hann hefur
gengist undir viðeigandi prófanir og er með CE-merkingu.
Hann samræmist Evrópustaðlinum EN 16129.
• Ef þrýstijafnari fylgdi ekki með grillinu skal útvega þrýstijafnara
sem passar fyrir gaskútinn. Gæta verður þess að hann sé í
samræmi við gildandi reglur.
Gasslanga
• Nota skal gasslönguna sem fylgir með grillinu. Ef gasslanga
fylgdi ekki með grillinu skal útvega gasslöngu sem er í
samræmi við gildandi reglur.
• Gasslangan má ekki vera lengri en 1,5 m og verður að uppfylla
kröfur staðalsins EN 16436-1.
• Fylgja skal gildandi reglum og skipta um gasslönguna þegar
reglur kveða á um það eða þegar leyfilegur notkunartími
gasslöngunnar er liðinn.
• Fyrir hverja notkun skal ganga úr skugga um að ekki sé brotið
upp á gasslönguna og að ekki séu sprungur eða slit í henni.
Ekki má nota grillið ef gasslangan er götótt eða í ólagi.
UPPLÝSINGAR UM UPPSETNINGU
AÐGÁT!
■
Halda skal umbúðum frá ungum börnum og dýrum! Hætta er
á köfnun.
• Myndir af skrefum við uppsetningu er að finna aftast í þessum
uppsetningar- og notkunarleiðbeiningum. Fylgja skal þeim
í réttri röð.
Röng uppsetning getur haft hættulegar
afleiðingar.
• Aðeins skal nota verkfæri sem henta vel og eru í góðu lagi.
Ef notuð eru slitin eða óviðeigandi verkfæri er ekki hægt að
herða skrúfurnar nægilega vel og einnig er hætt við að þær
skemmist þannig að ekki sé hægt að skrúfa þær meira.
• Gæta skal þess að nægilegt pláss sé á uppsetningarstað og
nota undirlegg ef þess þarf til að verja grillið eða viðkvæmt
gólfefni fyrir rispum.
• Setja skal grillið saman á láréttum og sléttum fleti svo það
verði ekki skakkt.
• Gæta skal þess að beita ekki of miklu afli þegar grillið er sett
saman.
• Herða skal skrúfur fyrst þéttingsfast og síðan betur að
uppsetningarskrefinu loknu. Annars getur myndast óæskileg
spenna.
• Herða skal rær þar til þær liggja þétt að og snúa þeim síðan
áfram fjórðung úr snúningi. Ekki má herða of mikið!
IS
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 40
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 40
03.11.2022 16:07:45
03.11.2022 16:07:45
Summary of Contents for TRITON 4.0
Page 92: ......