
41
TRIT
ON 4.0
RAFHLAÐA SETT Í RAFKVEIKJUNA
Áður en grillið er notað í fyrsta sinn þarf að setja 1,5 V rafhlöðu
(AA) í rafkveikjuna (mynd
H
):
1. Snúðu kveikjuhnappinum rangsælis þar til hann losnar.
2. Settu rafhlöðuna í rafhlöðuhólfið með mínusskautið á undan
eða skiptu um hana ef þess þarf.
3. Skrúfaðu kveikjuhnappinn aftur á.
• Skipta skal um rafhlöðuna ef treglega gengur að kveikja upp.
GASKÚTUR TENGDUR
AÐGÁT!
■
Áður en gaskúturinn er tengdur skal lesa kaflann „Kröfur til
íhluta sem leiða gas“.
■
Aðeins má skipta um gaskútinn utandyra eða á svæði
með góðri loftræstingu, fjarri íkveikjuvöldum (t.d. kertum,
sígarettum eða tækjum sem gefa frá sér loga).
■
Öll tengistykki verða að vera laus við óhreinindi og óskemmd.
■
Gaskúturinn má hvorki snerta heita hluta grillsins né verða
fyrir hitageislun.
■
Hvorki má vera spenna á gasslöngunni, snúið eða brotið upp á
hana auk þess sem hún má ekki koma við grillið.
■
Þegar búið er að tengja gaskútinn skal ganga úr skugga um
að allar tengingar séu þéttar (sjá kaflann „Lekaprófun“).
Aðeins skal skrúfa þrýstijafnarann þéttingsfast á! Ekki skal
nota verkfæri við þetta, því annars getur þétting lokans orðið
fyrir skemmdum og leki komið upp.
Ef grillið var afhent án þrýstijafnara og e.t.v. gasslöngu verður að
útvega slíkt. Fylgja skal gildandi reglum og því sem kemur fram
í kaflanum „Kröfur til íhluta sem leiða gas“ – „Þrýstijafnari“ eða
„Gasslanga“.
1. Setja skal fullsamsettagrillið upp utandyra á traustum,
láréttum og sléttum fleti. Gæta skal þess að nægilegt pláss sé
umhverfis grillið. Við val á uppsetningarstað skal fara eftir því
sem kemur fram í kaflanum „Öryggisleiðbeiningar“.
2. Ef þörf krefur skal festa hjólin með bremsu með því að snúa
vængjarónum.
3. Fella skal hliðarborðið upp og láta það skorðast í hjörunum
með 90° horni.
Til að leggja borðið niður skal lyfta því dálítið upp.
4. Allir stillihnapparnir verða að vera í stöðunni „slökkt“
(örin á stillihnappinum vísar upp). Ef svo er ekki skal ýta á
stillihnappinn og snúa honum í stöðuna „slökkt“
.
5. Setja skal gaskútinn niður í traustri, uppréttri stöðu við hliðina
á grillinu. Skrúfað verður að vera fyrir loka gaskútsins.
6. Sjá skal til þess að svæðið umhverfis grillið og gaskútinn sé
aðgengilegt og laust við hindranir.
7. Ef ekki er þegar búið að tengja gasslönguna við grillið skal
festa annan enda slöngunnar við gastengið á grillinu og hinn
endann við þrýstijafnarann, ef þess þarf. Festingarmátinn fer
eftir því hvernig gasslangan er útfærð fyrir viðkomandi land.
8. Tengja skal þrýstijafnarann samkvæmt viðeigandi
leiðbeiningum. Ef engar leiðbeiningar fylgja með
þrýstijafnaranum er hér á eftir fjallað um nokkra mismunandi
tengingarmáta. ATHUGIÐ: Myndirnar geta verið frábrugðnar.
9. Þegar búið er að tengja gaskútinn skal framkvæma lekaprófun
(sjá kaflann „Lekaprófun“).
L
Við mælum með því að hafa gaskútinn við hliðina á
grillinu á meðan það er í notkun.
Hins vegar er hægt að geyma gaskútinn í skápnum bæði
meðan á notkun stendur og eftir að henni lýkur, svo fremi
sem hann er ekki yfir leyfilegri hámarksstærð (sjá kaflann
„Tæknilegar upplýsingar“). Skal þá setja gaskútinn í þar til
ætlaða gróp í botnplötunni.
Þrýstijafnari settur á
Þrýstijafnari með vinstri skrúfgangi
(mynd
C
)
1. Skrúfaðu þrýstijafnarann
þéttingsfast á skrúfgang loka
gaskútsins. Athugaðu að um vinstri skrúfgang er að ræða og
verður því að skrúfa rangsælis.
2. Til þess að gas streymi út og hægt sé að kveikja upp í grillinu
þarf að snúa lokanum (
a
) á gaskútnum rangsælis. Skrúfað er
fyrir lokann með því að snúa honum réttsælis.
Þrýstijafnari með armi
(mynd
D
)
1. Færðu arminn á þrýstijafnaranum (
b
) í stöðuna „slökkt“.
2. Ýttu þrýstijafnaranum á loka gaskútsins þar til hann smellur
fastur.
3. Til þess að gas streymi út og hægt sé að kveikja upp í grillinu
skal færa arminn í stöðuna „kveikt“. Til að loka fyrir gasið skal
færa arminn í stöðuna „slökkt“.
Þrýstijafnari með mansettu
(mynd
E
)
1. Færðu arminn á þrýstijafnaranum (
b
) í stöðuna „slökkt“.
2. Renndu mansettu þrýstijafnarans upp og haltu henni þar.
3. Ýttu þrýstijafnaranum á loka gaskútsins og ýttu mansettunni
niður til að loka.
4. Ef þrýstijafnarinn smellur ekki fastur þarf að endurtaka þetta.
5. Til þess að gas streymi út og hægt sé að kveikja upp í grillinu
skal færa arminn í stöðuna „kveikt“. Til að loka fyrir gasið skal
færa arminn í stöðuna „slökkt“.
Þrýstijafnari fyrir gashylki
(mynd
F
)
Nota verður gashylki með skrúfgangi.
1. Áður en gashylkið er tengt skal ganga úr skugga um að
gúmmíþéttingin á þrýstijafnaranum sé fyrir hendi og í góðu
lagi.
2. Lokaðu fyrir lokann (
c
) á þrýstijafnaranum.
3. Skrúfaðu gashylkið rangsælis í þrýstijafnarann neðan frá.
4. Til þess að gas streymi út og hægt sé að kveikja upp í grillinu
skal skrúfa frá lokanum (
c
). Skrúfað er fyrir lokann til að loka
fyrir gasið.
Þrýstijafnarinn tekinn af
1. Gakktu úr skugga um að skrúfað sé fyrir lokann á gaskútnum
eða þrýstijafnaranum.
2. Skrúfaðu frá stillihnappi grillsins til að tæma afgangsgas úr
kerfinu.
3. Til að fjarlægja þrýstijafnarann skal framkvæma
uppsetningarskrefin í öfugri röð.
IS
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 41
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 41
03.11.2022 16:07:45
03.11.2022 16:07:45
Summary of Contents for TRITON 4.0
Page 92: ......