
45
TRIT
ON 4.0
Kveikjan er í ólagi.
►
Láta skal fagaðila skoða kveikjuna og gera við eða skipta um
hana.
Réttu hitastigi er ekki náð. / Loginn er lítill eða flöktir
mikið eða logamynstrið er ójafnt. / Það kviknar ekki á
tilteknum brennurum.
Gaskúturinn er (næstum) tómur.
►
Skiptu um gaskút.
Brennararnir eru stíflaðir.
►
Hreinsa skal þá samkvæmt leiðbeiningunum í kaflanum „Þrif
og viðhald“ – „Þrif á hlutum sem gas fer um (eftir þörfum)“.
Brotið er upp á gasslönguna.
►
Réttu úr gasslöngunni.
Stífla er í stút stilliliðs (aftan við framhliðina) eða öðrum hluta
gaskerfisins.
►
Láta skal fagaðila þrífa gaskerfið.
Blossar eða kraumandi hljóð / hvellir
Eldblossar vegna stíflna í brennaranum.
►
Skrúfaðu strax fyrir loka gaskútsins. Bíddu í 5 mínútur og
kveiktu síðan aftur upp í grillinu. Ef vandamálið kemur aftur
upp skal hreinsa brennarann samkvæmt leiðbeiningunum í
kaflanum „Þrif og viðhald“ – „Þrif á hlutum sem gas fer um
(eftir þörfum)“. Annars skal láta fagaðila þrífa gaskerfið.
Miklir logar
Það er mikil fita í matnum.
►
Fjarlægja skal mikla fitu, leggja kjötið á grillbakka eða minnka
hitann í grillinu.
Grillið er óhreint.
►
Þrífa skal grillið (sjá kaflann „Þrif og viðhald“).
FÖRGUN
Þegar grillinu er fargað skal taka það í sundur og skila málmi og
plasti til endurvinnslu.
Flokka skal umbúðir og skila þeim til endurvinnslu.
Táknið hér við hliðina (yfirstrikuð ruslatunna með
undirlínu) þýðir að ekki má farga gömlum tækjum með
venjulegu heimilissorpi, heldur verður að fara með þau á
sérstaka söfnunar- og endurvinnslustaði.
Eigendur gamalla tækja verða að fjarlægja gamlar
rafhlöður og hleðslurafhlöður, sem ekki eru fastar í tækinu
og hægt er að fjarlægja án vandkvæða, úr gamla tækinu
og farga með aðskildum hætti (sjá hlutann um förgun á
rafhlöðum).
Eigendur gamalla tækja á einkaheimilum geta skilað þeim
sér að kostnaðarlausu á söfnunarstöðvar sveitarfélaga eða
á móttökustöðvar framleiðanda þeirra og dreifingaraðila
samkvæmt lögum og reglum um rafmagnstæki.
Verslunum, sem selja raf- og rafeindatæki á markaði, ber
einnig skylda til að taka við þeim.
Ekki má farga rafhlöðum og hleðslurafhlöðum með
heimilissorpi. Neytendum ber lagaskylda til að fara með
rafhlöður og hleðslurafhlöður sérstaklega á söfnunarstaði.
Hægt er að fara með rafhlöður og hleðslurafhlöður sér að
kostnaðarlausu á söfnunarstaði sveitarfélaga / bæjarhluta
eða í verslanir til að hægt sé að farga þeim með
umhverfisvænum hætti og endurvinna verðmæt hráefni
úr þeim. Við óviðeigandi förgun geta eitruð innihaldsefni
borist út í umhverfið og haft heilsuspillandi áhrif á menn,
dýr og plöntur.
Þegar rafhlöðum er skilað mega þær ekki vera hlaðnar.
Nota skal hleðslurafhlöður í stað einnota rafhlaðna ef
hægt er.
Líma skal yfir skaut á litíumrafhlöðum og
-hleðslurafhlöðum áður en þeim er fargað til að koma í
veg fyrir skammhlaup. Skammhlaup getur valdið eldsvoða
eða sprengingum.
EB-SAMRÆMISYFIRLÝSING
Við, fyrirtækið LANDMANN Germany GmbH, lýsum því hér
með yfir að gastækið, sem hér er fjallað um, er í samræmi við
reglugerð
(ESB) 2016/426
.
Sýnt hefur verið fram á samræmi með gerðarprófun samkvæmt
staðlinum
EN 498:2012.
Gerðarprófunin var framkvæmd af tilkynnta aðilanum
DBI Certification A/S (2531).
Auðkennisnúmer tækis:
2531CU-0061
Nálgast má nánari upplýsingar hjá
notendaþjónustu okkar.
IS
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 45
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 45
03.11.2022 16:07:46
03.11.2022 16:07:46
Summary of Contents for TRITON 4.0
Page 92: ......