43
TRIT
ON 4.0
L
Ef neistakveikja er á grillinu skal ekki sleppa
stillihnappinum fyrr en nokkrum sekúndum eftir kveikingu
svo það slokkni ekki á loganum.
7. Kveiktu á hinum brennurunum með sama hætti.
Grillað
AÐGÁT!
■
Þegar lokið er opnað getur heit gufa streymt út. Haltu því
höfði og höndum frá hættusvæðinu. Hætta er á að brenna
sig.
■
Notaðu grilláhöld með löngum, hitaþolnum handföngum.
1. Þegar búið er að kveikja upp í brennurunum skal forhita grillið:
Settu lokið á og bíddu þar til hitamælirinn í lokinu sýnir rétt
hitastig.
Þegar búið er að forhita grillið er hægt að slökkva á þeim
brennurum sem ekki þarf að nota. Það er gert með því að
snúa viðkomandi stillihnöppum í stöðuna „slökkt“.
2. Opnaðu lokið og settu matinn á grillgrindina eða þann
aukabúnað sem á að nota.
3. Ef ná á upp miklum hita í grillhólfinu og elda matinn jafnt á
öllum hliðum skal setja lokið á.
4. Ef þörf krefur skal stilla brennarann á minni afköst með því að
snúa stillihnappinum lengra í átt að
Min
(lægstu stillingu).
5. Þegar maturinn hefur brúnast nægilega mikið skal snúa
honum við með grilltöng.
Hætt að nota grillið
1. Skrúfaðu fyrir gasið á gaskútnum.
2. Snúðu öllum stillihnöppunum í stöðuna „slökkt“.
3. Leyfðu grillinu að kólna áður en það er fært til.
4. Þegar grillið er búið að kólna skal þrífa það (sjá kaflann „Þrif
og viðhald“). Ef of mikið safnast upp af matarleifum og fitu er
hætta á að það kvikni í fitunni.
ÞRIF OG VIÐHALD
AÐGÁT!
■
Áður en hlutar grillsins eru þrifnir skal leyfa þeim að kólna þar
til þeir eru ekki lengur heitir og hægt er að koma við þá.
■
Ekki má þrífa lokann á þrýstijafnaranum! Hann inniheldur
mjög viðkvæma íhluti sem geta skemmst ef þeir komast í
örlitla snertingu við aðra hluti. Ekki má dýfa þrýstijafnaranum
í vatn.
■
Eingöngu viðurkenndir fagaðilar mega sjá um þrif á
gaskerfinu. Alls ekki má taka stillibúnaðinn í sundur.
■
Innvolsið í brennurunum má ekki blotna!
■
Ekki má dýfa grillinu í vatn og ekki má sprauta á það með
vatnsslöngu. Enginn vökvi má berast í rafbúnað eða íhluti sem
gas fer um.
■
Aftengja skal gaskútinn áður en ytra byrði grillsins er þrifið.
■
Aldrei má hella köldu vatni á heita hluta. Hætta er á að brenna
sig og skemmdir geta orðið á efni.
■
Alls ekki má nota spritt eða önnur eldfim eða ætandi
hreinsiefni.
■
Ekki má setja meðfylgjandi fylgihluti í uppþvottavél.
■
Leyfa verður öllum hlutum að þorna áður en þeir eru notaðir
eða settir í geymslu.
Þrífa skal grillið eftir hverja notkun til að hafa ánægju af því sem
lengst. Ef þrifum og viðhaldi á grillinu er ekki sinnt getur það
orðið lakara með tímanum. Lágt hitastig og ójöfn hitadreifing
eru merki um að þrífa þurfi íhluti sem gas fer um. Matarleifar á
grillgrindinni leiða til þess að maturinn festist við grindina. Kviknað
getur í uppsafnaðri fitu.
Fitusöfnunarbúnaður þrifinn (eftir hverja notkun)
■
Ekki nota gróf hreinsiefni.
• Tæma skal alla hluta fitusöfnunarkerfisins og þrífa þá
(fitubakkann, fitupottinn eða fituskálina) eftir eða fyrir hverja
notkun. Þrífa skal hlutina með volgu vatni, uppþvottalegi og
svampi. Einfaldast er að þrífa hlutina eftir notkun þegar þeir
eru ennþá volgir (ekki heitir!).
Þrif á grillgrind og grillplötu úr pottjárni (eftir
hverja notkun)
Þrífa skal grillplötuna með sama hætti og grillgrindina:
1. Hafðu grillgrindina í grillinu og fjarlægðu grófar leifar með
hreinsibursta fyrir grillgrind eða spaða.
2. Brenna skal leifarnar sem eftir eru með eftirfarandi hætti:
Láttu grillið ganga á hæstu stillingu (að minnsta kosti 300 °C) í
u.þ.b. 30 mínútur með lokið á.
3. Leyfðu grillgrindinni að kólna það mikið að hægt sé að koma
við hana og burstaðu leifarnar af. Þurrkaðu síðan af grindinni
með rökum eldhúspappír, ef þess þarf.
4. Við mælum með því að nudda jurtaolíu á hreina grillgrindina
til að vernda hana og undirbúa hana fyrir næstu notkun.
Þrif á emaleruðum grillgrindum, efri grindum,
hitadreifurum og öðrum emaleruðum hlutum
■
Ekki má nota gróf hreinsiefni eða stálbursta.
• Þrífa skal grillgrindur og efri grindur eftir hverja notkun en
aðra hluti eftir þörfum.
• Skafðu grófar leifar af með plastspaða eða bleyttu þær upp í
volgu vatni.
• Að því loknu skal nota volgt vatn með dálitlum uppþvottalegi
og svamp eða mjúka tusku við þrifin.
Þrif á grindum úr ryðfríu stáli
(eftir hverja
notkun)
• Þrífa skal grindur úr ryðfríu stáli með volgu vatni,
uppþvottalegi og svampi eða stálull sem er laus við ryð.
Grillhólfið þrifið (eftir þörfum)
Við notkun grillsins leiðir uppgufun fitu og reykur til myndunar
kolefnis sem safnast fyrir í grillhólfinu.
■
Ekki nota gróf hreinsiefni.
1. Fjarlægja skal allar matarleifar og uppsafnaða fitu úr
grillhólfinu. Til dæmis er hægt að nota plastspaða til þess.
2. Að því loknu skal þurrka af flötunum með mjúkri tusku. Ef
um mikil óhreinindi er að ræða er hægt að fjarlægja þau með
volgu vatni, uppþvottalegi og svampi og þurrka síðan af með
mjúkri tusku.
Þrif að utanverðu (eftir þörfum)
Að utanverðu er grillið úr mismunandi efni og með mismunandi
yfirborð. Við mælum því með mismunandi hreinsunaraðferðum
allt eftir fletinum hverju sinni.
Fletir úr ryðfríu stáli
• Nota skal hreinsiefni fyrir ryðfrítt stál sem er ekki slípandi og
fylgja leiðbeiningum framleiðanda.
Ekki nota grófan massa!
• Annars er hægt að nota volgt vatn, hreinsiefni til heimilisnota
og svamp við þrifin. Að því loknu skal skola af flötunum með
hreinu vatni og þurrka af þeim með mjúkri tusku.
L
Ef grillið er í umhverfi þar sem mikið mæðir á því þarf
að þrífa það oftar að utanverðu. Ef mikið er um klóríð
og súlfíð í umhverfinu, einkum nálægt sjó, getur einnig
ryðfrítt stál oxast eða blettir komið á það. Saltvatn, súrt
regn, nálægð við sundlaugar og heita potta og önnur
krefjandi skilyrði sem einkennast af miklum hita og raka
í lofti geta leitt til blettamyndunar. Stundum er ruglast á
þessum blettum og ryði.
IS
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 43
TRI40_mod_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 43
03.11.2022 16:07:45
03.11.2022 16:07:45
Summary of Contents for TRITON 4.0
Page 92: ......