147
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
9.6 Varúð
1. Viðurkenndur rafvirki verður að sjá um uppsetningu á helluborðinu. Hafðu samband við okkur ef þú þarft á hjálp að halda. Þú
skalt ekki setja helluborðið upp sjálf/ur.
2. Það má ekki setja helluborðið upp beint fyrir ofan uppþvottavél, ísskáp, frysti, þvottavél eða þurrkara (raki frá þessum tækjum
getur skemmt rafeindabúnað helluborðsins).
3. Spanhelluborðið verður að vera uppsett þannig að góð varmaútgeislun sé tryggð (annars hefur það slæm áhrif á áreiðanleika
þess).
4. Veggurinn og svæðið sem hitnar fyrir ofan vinnuborðið verða að þola hita.
5. Samlímdar plötur og límið verða einnig að þola hita.
6. Ekki nota gufuhreinsi nálægt helluborðinu.
9.7 Hellan tengd við rafmagn
Aðeins viðurkenndur rafvirki má tengja helluborðið við rafmagn.
Athugaðu eftirfarandi atriði áður en þú tengir helluborðið við rafmagn:
Athugaðu hvort rafkerfi hússins er ætlað fyrir þá raforku sem helluborðið þarf á að halda.
1. Gakktu úr skugga um að spennan í innstungunni sé sú sama og spennan sem sýnd er á kennispjaldinu.
2. Gakktu úr skugga um að netspennan sé í samræmi við tilgreinda spennu á merkiplötunni.
Ekki má nota millistykki, smækkara eða fjöltengi til að tengja helluborðið við rafmagn (það getur orsakað ofhitun og eldsvoða).
Gakktu úr skugga um að tengikapallinn komist ekki í snertingu við heita íhluti (hann skal hafa þar sem hitastig fer ekki yfir 75˚C).
Hafðu samband við rafvirkja til að kanna hvort rafmagnskerfi hússins megni að veita spanhelluborðinu raforku.
Einungis viðurkenndur rafvirki má gera breytingar.
Tengdu við rafmagn samkvæmt viðeigandi staðli (notaðu einspóls lekaliða). Sjá leiðbeiningar um tengingu hér fyrir neðan.
• Viðurkenndur rafvirki skal sjá um að skipta um kapal (skemmdan kapal eða kapal sem þarf að skipta um af öðrum ástæðum).
• Ef tengja á tækið beint við rafmagn þarf að tengja það með ópóluðum skilrofum (lágmarks fjarlægð á milli tengja: 3 mm).
• Það er á ábyrgð þess sem sér um uppsetningu að tryggja að rafmagnstengingar séu réttar og uppfylli gildandi
öryggisleiðbeiningar.
• Hvorki má beygja né klemma kapalinn.
• Athugaðu kapalinn reglubundið! Ef skipta þarf um hann skal viðurkenndur rafvirki sjá um það.
• Þegar hellan hefur verið tengd við rafmagn: Ekki setja helluna upp fast án þess að nota klóna, kannaðu virkni hennar og
staðfestu að hún hitni. Birtist villuboðin E1 við staðfestinguna er klónni snúið í 180° í innstungu svo tengin skipti um stöðu. E1 gæti
komið fram þegar núll og fasi standast ekki á.