128
129
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
Sé ekki farið eftir þessum
leiðbeiningum getur það leitt til
alvarlegra meiðsla eða dauðsfalls.
1.3.3 Hætta á brunasárum
• Þegar tækið er í notkun verða
ákveðnir íhlutir þess svo heitir að
þeir geta valdið brunasárum.
• Gættu þess að snerta ekki
spanhelluborðið eða láta föt
þín eða nokkuð annað komast í
snertingu við annað en viðeigandi
eldunaráhöld.
• Gættu þess að börn komi ekki
nálægt tækinu.
• Handföng á pottum geta orðið mjög
heit. Gættu þess að handfangið
á pottinum sé ekki staðsett beint
yfir ofan hitasvæði sem kveikt er á.
Staðsettu handfangið þannig að
börn nái ekki í það.
• Sé ekki farið eftir þessum
leiðbeiningum getur það leitt til
brunasára.
1.3.4 Hætta á að skera sig
• Rakblaðið á helluborðssköfunni er
óvarið þegar öryggishlífin er dregin
til baka. Farðu mjög varlega þegar
þú notar hana, og geymdu hana
alltaf þar sem börn ná ekki til.
• Þú átt á hættu á að skera þig ef þú
ferð ekki varlega.
1.3.5 Mikilvægar
öryggisleiðbeiningar
• Aldrei skilja tækið eftir án eftirlits
þegar það er í notkun. Ofhitun
veldur því að reykur myndast og
(mögulega) að feiti slettist upp úr og
það getur kviknað í henni.
• Notaðu aldrei tækið sem
vinnuborð eða sem geymslusvæði.
• Skildu aldrei neina hluti eða
eldhúsáhöld eftir á tækinu.
• Settu aldrei neina segulmagnaða
hluti (til dæmis krítarkort eða
minniskort) eða raftæki (til dæmis
tölvur eða MP3-spilara) nálægt
tækinu, þar sem þau geta orðið fyrir
áhrifum frá rafsegulsviði tækisins.
• Ekki nota tækið til að hita upp rýmið.
• Slökktu á hitasvæðinu og
helluborðinu strax eftir notkun
samkvæmt leiðbeiningunum
í þessari handbók (með
snertistýringum). Ekki treysta
á að pottaskynjarinn slökkvi á
hitasvæðunum þegar þú fjarlægir
eldunaráhöld af spanhelluborðinu.
• Börn mega alls ekki leika með, sitja
á, standa nálægt eða klifra ofan á
tækinu.
• Ekki geyma hluti sem vekja áhuga
barna í skápum fyrir ofan tækið.
Börn sem klifra upp á helluborðið
geta orðið fyrir alvarlegum
meiðslum.
• Skildu börn aldrei eftir eftirlitslaus
þar sem tækið er í notkun.
• Börn eða einstaklingar með skerta
færni sem takmarkar getu þeirra til