132
133
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
Orkusparnaður
Farðu eftir ráðleggingunum hér fyrir neðan til að spara orku við matargerð.
• Ekki sjóða meira vatn en þú þarft að nota.
• Notaðu alltaf lok (ef það er mögulegt).
• Settu eldunaráhald á hitasvæðið áður en þú kveikir á hitasvæðinu.
• Settu litla potta á minni hitasvæðin.
• Láttu potta vera á miðjunni á hitasvæðunum.
• Notaðu afgangshita á hitasvæðunum til að halda mat heitum o.s.frv.
3. Að nota tækið
3.1 Snertistjórnborð
• Stjórnborðið bregst við snertingu, þannig að þú þarft ekki að ýta fast.
• Ýttu með fremsta lið fingursins, en ekki bara með fingurgómnum.
• Þegar hnappurinn er virkjaður heyrist píp.
• Gættu þess að stjórnborðið sé alltaf hreint og þurrt og að það séu ekki neinir hlutir settir ofan á það (til dæmis áhöld eða tuskur).
Jafnvel örlítið vatn getur gert það að verkum að erfitt er að nota stjórnborðið.
3.2 Eldunaráhöld sem hægt er að nota
• Notaðu eingöngu potta með botni sem hentar fyrir spanhellur. Athugaðu hvort það er spanmerking á
umbúðunum eða neðan á eldunaráhaldinu.
• Þú getur kannað hvort eldunaráhaldið hentar fyrir spanhellur með því að nota segulstál. Haltu
segulstálinu að botni eldunaráhaldsins. Ef það festist við eldunaráhaldið hentar það fyrir spanhellur.
• Ef þú átt ekki segulstál:
1. Helltu smá vatni í eldunaráhaldið sem þú vilt athuga.
2. Ef skjárinn blikkar ekki og vatnið hitnar hentar potturinn fyrir spanhellur.
• Eldunaráhöld úr eftirfarandi hráefnum henta ekki fyrir spanhellur, hreint ryðfrítt stál, ál eða kopar án segulbotns, gler, tré,
postulín, keramik og leir.