126
127
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
1.1 Öryggisviðvaranir
Við leggjum mikla áherslu á öryggi.
Lestu þessar upplýsingar áður en þú
tekur helluborðið í notkun.
1.2 Uppsetning
1.2.1 Hætta á rafhöggi
• Taktu tækið úr sambandi við
rafmagn áður en þú sinnir vinnu eða
viðhaldi á tækinu.
• Það er bæði nauðsynlegt og
lögboðið að jarðtengja tækið.
• Einungis viðurkenndur rafvirki má
gera breytingar á rafmagnskerfi
hússins.
• Sé ekki farið eftir þessum
leiðbeiningum getur það valdið
rafhöggi eða dauðsfalli.
1.2.2 Hætta á að skera sig
• Farðu varlega! Brúnirnar á
helluborðinu eru hvassar.
• Þú átt á hættu á að skera þig ef þú
verð ekki varlega.
1.2.3 Mikilvægar
öryggisleiðbeiningar
• Lestu þessar leiðbeiningar vandlega
áður en þú setur tækið upp eða
tekur það í notkun.
• Settu aldrei eldfim efni eða vörur á
þetta tæki.
• Hafðu þessar upplýsingar
aðgengilegar fyrir þann sem sér um
uppsetningu á tækinu.
• Fara verður eftir þessum
leiðbeiningum svo uppsetningin á
tækinu sé viðurkennd.
• Viðurkenndur rafvirki verður að
sjá um uppsetningu á tækinu og
jarðtengja það.
• Tengdu tækið við rafrás sem er
útbúin með rofa sem þú getur
notað til að rjúfa alveg samband við
raftengingu.
• Sé tækið ekki sett upp á réttan hátt
getur það valdið því að ábyrgðin
fellur úr gildi og réttur til að gera
ábyrgðarkröfur fellur niður.
• Börn frá 8 ára aldri og fólk með
skerta líkamlega getu, skerta
heyrn/sjón, skerta andlega getu
eða án reynslu mega aðeins nota
tækið undir eftirliti til þess bærs
einstaklings eða sé þeim leiðbeint
um örugga notkun tækisins og að
viðkomandi átti sig á öllum hættum
sem fylgja notkuninni.
• Börn mega ekki leika sér með tækið.
Börn mega ekki þrífa tækið eða
viðhalda því án eftirlits.
• Hafi rafmagnsleiðslan skemmst
skal skipt um hana af framleiðanda,
þjónustufulltrúa framleiðanda eða
öðrum til þess bærum einstaklingum
(skemmd rafmagnsleiðsla er
hættuleg).
1. Formáli