IS
IS
70
Afþíðing frystihólfs
Frystihólfið afþíðist handvirkt. Taktu út öll matvæli áður en
þú hefur afþíðingu.
Taktu út ísbakkann og skúffur eða leggðu þau til bráðabirgða
inn í ísskápinn.
Stilltu hitastigið á 0 (til að stöðva þjöppuna) og skildu
hurðina á ísskápnum eftir opna þangað til allur ís og hrím
þiðnar að fullu og safnast saman í botni frystihólfs. Þurrkaðu
upp allt vatn með mjúkum klút.
Til að flýta fyrir afþíðingarferlinu getur þú sett skál með
um það bil 50°C heitu vatni inn í frystihólfið. Þar eftir má
skrapa burt ís og hrím með afþíðingarspaða. Þegar þú ert
búinn að afþíða, vertu viss um að stilla hitastigstakkann á
upprunalegan stað.
Það er ekki ráðlegt að hita upp frystihólfið beint með heitu
vatni né hárblásara meðan afþíðing á sér stað, því slíkt gæti
breytt lögun hólfsins.
Það er heldur ekki ráðlegt að nota hvöss verkfæri eða álíka
til að skrapa burt ís og hrím eða til að aðskilja mat sem er
samfrystur eða frystur við frystihólfið, þar sem slíkt gæti
skemmt innra hólfið eða yfirborðið á eiminum.
Viðvörun!
Slökktu á tækinu fyrir afþíðingu og snúðu
hitastillinum á „0“.
Mikilvægt!
Afþíða ætti ísskápinn að minnsta kosti einu sinni
í mánuði. Ef hurðin er opnuð oft eða ef tækið er notað í mjög
röku umhverfi þá ráðleggjum við að afþíða á tveggja vikna
fresti.
Ef ekki á að nota tækið í lengri tíma
Taktu allt innihald úr ísskápnum. Slökktu á tækinu, snúðu
hitastillinum á „0“
Aftengdu tækið eða slökktu á því eða rjúfðu
rafmagnsstrauminn.
Hreinsa vandlega (sjá Hreinsun og umhirða).
Skildu hurðina eftir opna til að koma í veg fyrir myndun
ólyktar.
Ath!
Ef tækið hefur frystihólf.
Viðvörun!
Taktu tækið úr sambandi við rafmagn áður
en bilanagreining hefst. Aðeins viðurkenndur rafvirki eða
fagaðili má sinna bilanagreiningu sem ekki er getið í þessum
leiðbeiningum.
Mikilvægt!
Hljóð meðan á venjulegri notkun stendur eru
Spurningar og svör
eðlileg (þjappa, kælikerfi).
Mikilvægt!
Viðgerðir á ísskápum/frystiskápum mega aðeins
viðurkenndir þjónustutæknimenn sjá um. Gölluð viðgerð
getur leitt til töluverðrar hættu fyrir notandann. Ef tækið
þarfnast lagfæringar þá skaltu hafa samband við sérverslun
eða næsta þjónustuver.
Vandamál
Möguleg orsök
Viðbrögð
Tækið virkar ekki.
Ekki er kveikt á tækinu.
Kveiktu á tækinu.
Klóin er ekki tengd eða situr laus.
Settu rafmagnsklóna í innstunguna.
Öryggi hefur slegið út eða er gallað.
Kannaðu öryggið, skiptu um ef nauðsynlegt.
Galli í vegginnstungu.
Einungis viðurkenndur rafvirki má annast viðgerðir
á raforkugjafa.
Hitastigið inni í tækinu er of lágt.
Hitastigið er stillt of lágt.
Snúðu hitastigstakkanum á hærra hitastig til
bráðabirgða.
Matvælin eru of heit.
Hitastigið er ekki rétt stillt.
Sjá kaflann um „Ræsing og hitastilling“.
Hurðin var opin í lengri tíma.
Opnaðu hurðina aðeins eins lengi og nauðsynlegt
er.
Mikið magn af heitum matvælum voru sett í
ísskápinn á síðustu 24 klst.
Snúðu hitastigstakkanum á lægra hitastig til
bráðabirgða.
Tækið er nálægt hitagjafa.
Sjá kaflann um staðsetningu tækis.
Innri lýsing virkar ekki.
Ljósapera er biluð.
Sjá kafla um skiptinu ljósaperu.
Mikil uppsöfnun á ís (mögulega einnig
á þéttilistum).
Hurðarþéttilistar eru ekki loftþéttir
(mögulega eftir að hafa snúið hurðinni).
Hitaðu varlega svæðin á hurðarþéttilistunum sem
leka með hárblásara á kaldri stillingu. Á sama tíma
lagaðu til þéttilistann með höndunum þannig að
hann sitji rétt.
Óvenjuleg hljóð.
Tækið stendur ekki rétt.
Hagræddu því með stillifótunum.
Tækið snertir vegg eða aðra hluti.
Færðu tækið aðeins til.
Hluti, til dæmis rör, á bakhlið tækisins
snertir annan hlut tækisins eða vegginn.
Ef nauðsynlegt, beygðu þá hlutinn varlega til.
Þjappan fer ekki strax í gang eftir að
hitastigi er breytt.
Þetta er eðlilegt, engin bilun hefur átt sér
stað.
Þjappan fer í gang eftir stutta stund.
Vatn á gólfi eða geymsluhillum.
Frárennslisgat er stíflað.
Sjá kafla um hreinsun og umhirðu.