IS
IS
65
Dagleg notkun
Ekki geyma eldfim gös eða vökva
í tækinu, slíkt leiðir til hættu á
sprengingu.
Ekki nota nein raftæki inni í tækinu
(t.d. rafknúinn rjómaísbúnað, blandara
ofl).
Aftengdu tækið ætíð með því að
taka í klónna, ekki með því að toga í
snúruna.
Ekki setja heita hluti nálægt
plasthlutum tækisins.
Geymdu forpakkaðan frosinn
mat í samræmi við leiðbeiningar
framleiðandans.
Fara skal stranglega eftir
geymsluráðleggingum framleiðanda
tækisins. Skoðaðu viðkomandi
geymsluleiðbeiningar.
Ekki setja freyðidrykki eða drykki sem
innihalda koltvísýring í frystihólfið,
þar sem innri yfirþrýstingur myndast í
flöskunni og getur hún þá splundrast
og leitt til skemmda á tækinu.
Frosin matvæli geta valdið frostbrun ef
þeirra er neytt beint úr frystinum.
Ekki staðsetja tækið þannig að
sólargeislar skíni á það.
Haltu kertum, lömpum og öðrum
óvörðum eldgjöfum fjarri tækinu til að
forðast eldhættu.
Tækið er ætlað til að geyma mat og
drykki við venjulegar heimilisþarfir eins
og þær eru skilgreindar í handbók
þessari. Tækið er þungt. Farðu varlega
þegar það er flutt.
Ekki fjarlægja eða snerta hluti í
frystihólfinu ef hendur þínar eru blautar
eða rakar þar sem slíkt getur leitt til
frostbruna eða áverka.
Aldrei má nota undirstöðu, skúffur,
hurðir og svo framvegis til að standa á
eða til stuðnings.
Frosin matvæli má ekki frysta á ný eftir
að þau hafa verið afþídd
Ekki neyta íspinna eða ísmola beint
úr frystinum þar sem slíkt getur valdið
frostbruna á munn og vörum.
Ekki setja of mikið í hurðarhillurnar né
of mikinn mat í grænmetisskúffurnar
þar sem slíkt gæti leitt til þess að
hlutir detti og valdi líkamstjóni eða
skemmdum á tækinu.
Varúð! Hreinsun og
umhirða
Áður en þú sinnir viðhaldi á tækinu,
skaltu slökkva á tækinu og aftengja
það frá vegginnstungunni.
Ekki hreinsa tækið með málmhlutum,
gufutæki, ilmkjarnaolíu, lífrænum
leysiefnum, eða hrjúfum hreinsiefnum.
Ekki nota hvassa hluti til að losa hrím
frá tækinu. Notaðu plastsköfu.
Mikilvægt meðan á
uppsetningu stendur!
Þegar þú tengir tækið skaltu fylgja
vandlega leiðbeiningum í þessari
notandahandbók.
Taktu umbúðirnar af tækinu og gakktu
úr skugga um að engar skemmdir séu
fyrir hendi.