IS
IS
72
3. Notaðu 8 mm topplykil eða skrúflykil til að skrúfa burt
sérstöku sjálftengjandi hjólkragaskrúfurnar sem halda efri
hægri hjör (haltu við efri hurðina meðan þú ert að þessu).
4. Fjarlægðu efri hjararpinnann og færðu hann yfir á hina
hliðina og herðu fast að. Settu festinguna á öruggan stað.
5. Lyftu upp efri hurðinni og leggðu hana á flöt sem rispar
hana ekki og láttu úthliðina vísa upp.
ATH!
Þegar þú fjarlægir hurðina skaltu fylgjast með skífu(m)
milli miðhjarar og botni frystihólfshurðar sem gætu verið
fastar við hurðina. Ekki týna þeim.
6. Skrúfaðu burt hinar tvær sérstöku sjálftengjandi
hjólkragaskrúfurnar sem halda mið hjörinni, fjarlægðu síðan
miðhjörina sem heldur neðri hurðinni á sínum stað.
7. Lyftu burt neðri hurðinni og settu hana á flöt sem rispar
hana ekki og láttu úthliðina vísa upp.
ATH!
Þegar þú fjarlægir hurðina skaltu fylgjast með skífu(m)
milli miðhjarar og botni frystihólfshurðar sem gætu verið
fastar við hurðina. Ekki týna þeim.
8. Fjarlægðu skrúfugatshlífarnar frá vinstri götunum eins og
lýst er á teikningu og færðu þær á opnu götin hægra megin.
9. Leggðu ísskápinn á mjúkt frauðplast eða álíka efni.
Fjarlægðu báða stillifætur og fjarlægðu stuðningsplötu
framfóta og neðri hjörina með því að skrúfa burt hinar
sérstöku sjálftengjandi hjólkragaskrúfur.
10. Skrúfaðu burt neðri hjararpinnann, færðu hann á gatið
hinum megin við hjörina og skrúfaðu hann fastan.
11. Settu hjörina til baka vinstra megin og festu hana með
hinum sérstöku sjálftengjandi hjólkragaskrúfum. Færðu
stuðningsplötu framfóta yfir á andstæða hlið og festu hana
með hinum sérstöku sjálftengjandi hjólkragaskrúfum. Settu
stillifæturnar á sinn stað.
12. Lyftu neðri hurðinni í sína nýju stöðu, hagræddu neðri
hjör, settu hjararpinnan í botngatið á neðri hurðinni, festu
síðan skrúfurnar.
13. Snúðu miðhjörinni á hvolf, færðu hana og hagræddu
staðsetningunni. Settu miðhjararpinnann í efra gatið á neðri
hurðinni. Skrúfaðu síðan fast að.
14. Lyftu upp efri hurðinni í sína viðeigandi stöðu. Vertu viss
um að hurðin standi rétt, settu miðhjararpinnann inn í neðra
gatið á efri hurðinni.
Efri hægra hjararhlutur
Stuðningsplata fyrir fremri fætur
Neðri hjararhluti
Stillifætur
Sjálftengjandi
hjólkragaskrúfur
Sjálftengjandi
skrúfur
Neðri hjararhluti
Stuðningsplata fyrir fremri
fætur
Stillifætur
Sjálftengjandi
hjólkragaskrúfur
Sjálftengjandi
hjólkragaskrúfur
Mið hjararhlutur
Skrúfuhlíf
Skrúfuhlíf
Skrúfuhlíf
Skrúfuhlíf