IS
IS
69
Hreinsun og umhirða
hann er bragðsterkur.
Staðsettu mat þannig að loft geti leikið frjálst um hann.
Ábendingar varðandi kælingu
Kjöt (allar tegundir): Pakkaðu í pólýetílen plastpoka og
staðsettu á glerhilluna fyrir ofan grænmetisskúffuna. Til
öryggis skaltu geyma mat á þennan hátt í mesta lagi til
tveggja daga.
Eldaður matur, kaldir réttir o.fl.: Þessa skal breiða yfir og má
geyma á hvaða hillu sem er.
Ávextir og grænmeti: þau skal hreinsa vandlega og sett í
sérstöku skúffurnar sem til þess eru ætlaðar.
Smjör og ost: þau skal setja í álpappír eða pólýetílen
plastpoka og lofttæma eins mikið og hægt er.
Mjólkurflöskur: þær ættu að hafa tappa og skal geyma þær í
flöskugrindinni á hurð.
Ábendingar vegna frystingar
Til að ná sem bestum frystiárangri skaltu fylgja þessum
ábendingum:
Mesta magn af mat sem má frysta á 24 klst. er tilgreint á
merkiplötu.
Frystitíminn er 24 klst. (ekki bæta við meiri mat til frystingar
á þessum tíma).
Frystu aðeins gæðaafurðir, fersk og vel hreinsuð matvæli.
Tilreiddu mat í smáum skömmtum þannig að hægt sé að
frysta hann hratt og algjörlega og þá þarftu aðeins að afþíða
það magn sem þú vilt.
Pakkaðu mat í álpappír eða pólýetílen (plast) og vertu viss
um að pokarnir séu loftþéttir.
Ekki leyfa ferskum, ófrosnum mat að komast í snertingu við
mat sem þegar er frosinn, til að koma í veg fyrir að hækka
hitastig hins síðastnefnda.
Fitusnauður matur geymist betur og lengur en fituríkur
matur; salt dregur úr geymslutíma mats.
Ef þú neytir frosins matar strax og hann er tekinn úr
frystinum, þá getur slíkt leitt til frostbruna á húð.
Það er ráðlegt að merkja frystidag á hvern frystan pakka,
þannig að þú getir fylgst með frystitímanum.
Ábendingar varðandi geymslu á frosnum mat
Til að ná sem bestum árangri:
Vertu viss um að aðkeypt fryst matvæli eru geymd
samkvæmt leiðbeiningum framleiðandans.
Gakktu úr skugga um að frosinn matur sé fluttur úr verslun
yfir í heimilisfrystinn svo fljótt sem auðið er.
Ekki opna hurðina of oft eða skilja eftir hurðina opna lengur
en nauðsynlegt er.
Þegar matvæli eru afþídd þá tapa þau eiginleikum sínum
mjög hratt og ekki má frysta þau aftur.
Ekki fara framyfir geymslutímann sem gefinn er af
framleiðandanum.
Hreinsun og umhirða
Af hreinlætisástæðum skal hreinsa ísskápinn ásamt innri
aukabúnaði og sinna viðhaldi að minnsta kosti annan hvern
mánuð.
Viðvörun!
Hætta á rafhöggi!
Aftengdu tækið áður en hreingerning hefst. Áður en þú
hreinsar tækið, skaltu slökkva á tækinu og aftengja það frá
vegginnstungunni, eða slökkva á rafmagnsrofanum eða
fjarlægja öryggið.
Mikilvægt!
Fjarlægðu allan mat úr tækinu fyrir hreinsun. Geymdu á
köldum stað og breiddu vel yfir hann.
Ekki hreinsa tækið með gufutæki. Raki gæti safnast upp í
rafmagnsbúnaði og
heit gufan getur skemmt plasthluti. Ilmkjarnaolía og lífræn
hreinsiefni geta skemmt plasthluti, til dæmis sítrónusafi
eða safi úr appelsínuberki, smjörsýra eða hreinsiefni sem
innihalda ediksýru. Vertu viss um að slík efni komist ekki í
snertingu við hluta tækisins.
Ekki nota nein hrjúf hreinsiefni.
Hreinsaðu tækið og innri aukabúnaðinn með klút og volgu
vatni. Uppþvottalögur sem fæst í verslunum má einnig nota.
Eftir hreinsun skal þurrka af nýjum klút og nýjum skammt af
vatni.
Ryk sem fellur til á þéttinn eykur orkunotkun; hreinsaðu
þéttinn á bak við tækið einu sinni á ári með mjúkum bursta
eða ryksugu.
Athugaðu vatnsrennslisgatið á afturhlið ísskápsins.
Ef frárennslisgatið er stíflað skaltu hreinsa það með hjálp
einhvers sem líkist mjúkum fleyg og fara varlega til að
skemma ekki tækið með hvössum hlutum.
Þegar allt er orðið þurrt aftur, má tengja tækið aftur og setja
í gang.
Afþíðing
Af hverju er mikilvægt að afþíða ísskápinn?
Vatn sem er inni í mat eða kemur úr loftinu inni í ísskápnum
getur myndað þykkt hrím. Ef það verður þykkt þá hindrar
það frystingu. Ef það er þykkara en 10 mm þá ættirðu að
afþíða tækið.
Afþíðing ísskáps
Það er engin þörf á sérstakri handvirkri afþíðingu
(afþíðing stýrist sjálfvirkt þegar kveikt er eða slökkt er á
hitastigstakkanum). Vatnið sem safnast við afþíðingu rennur
af sjálfu sér niður í vatnshólf gegnum frárennslislöngu á
bakhlið tækisins.