IS
IS
67
Stjórnborð
Notkun í fyrsta skipti og uppsetning.
Ræsing og hitastilling
•
Settu klónna í jarðtengda innstungu. Þegar
ísskápshurðin er opnuð þá kviknar ljósið að innan.
•
Hitastigstakkinn er staðsettur efst í kælihólfi og má stilla
á eftirfarandi hátt:
0:
Slökkt.
Snúðu hnappnum réttsælis til að setja það í gang.
1:
Hæsta hitastig (hlýjasta stillingin).
7 (endastaða):
Lægsta hitastig (kaldast).
Þrif fyrir notkun
Áður en þú notar tækið í fyrsta skiptið, skaltu þvo það að
innan og allan innri aukabúnað með volgu vatni og hlutlausu
sápuefni, til að fjarlægja dæmigerða lykt af glænýju tæki og
þurrkaðu síðan vandlega.
Mikilvægt!
Ekki nota þvottaefni eða hrjúf púðurefni, þar sem
þau skemma áferð.
Staðsetning
Viðvörun!
Áður en tækið er sett upp, skaltu lesa leiðbeiningar
vandlega í þágu eigin öryggis og til réttrar notkunar á
tækinu. Staðsettu tækið fjarri hitagjöfum svo sem eldavélum,
hitaveituofnum, beinu sólarljósi o.s.frv.
Besti árangur og mesta öryggi eru tryggð með því að
viðhalda stöðugu kjörhitastigi innanhúss fyrir hlutaðeigandi
gerð tækis, eins og lýst er á merkiplötu.
Þetta tæki gefur góða raun í veðurfarsflokki SN til T.
Möguleiki er á að tækið virki ekki sem skyldi ef það er skilið
eftir í lengri tíma við hitastig hærra eða lægra en uppgefið
bil.
Mikilvægt!
Góð loftræsting kringum ísskápinn er
nauðsynleg til að tryggja að heitu lofti sé vel dreift og tryggja
þannig hagkvæma starfsemi og lága orkunotkun. Gakktu því
úr skugga um að nóg laust rými sé kringum tækið.
Við mælum með að minnsta kosti: 75 mm fritt rými á
afturhlið, að lágmarki 100 mm fyrir ofan tækið og á báðum
hliðum þess og nóg rými fyrir framan til að hægt sé að opna
hurðina allt að 160°.
Við ráðleggjum að þú notir venjulega stillingar 3 eða 4. Stilltu
hitastigið eftir þörf.
Mikilvægt!
Hár umhverfishiti (heitir sumardagar) og köld
hitastilling (6 eða 7) geta leitt til þess að þjappan starfi
viðstöðulaust.
Ástæða:
Þegar hitastig í umhverfinu er hátt þá verður
þjappan að starfa sleitulaust til að viðhalda lágu hitastigi í
tækinu.
Loftslagsflokkur
Umhverfishitastig
SN
10–32°C
N
16–32°C
ST
16–38°C
T
16–43°C
Ekki má rigna á tækið. Vertu viss um að það sé góð
loftræsting á neðri aftari hlið tækisins, þar sem slæm
loftræsting getur haft áhrif á virkni. Innbyggð tæki skulu
vera staðsett fjarri hitagjöfum eins og hitatækjum og beinu
sólarljósi.
Rétt staða tækis
Það er mikilvægt að tækið standi rétt (til að komast
hjá titringi). Vertu viss um að tækið standi upprétt og
báðir stillifætur snerti tryggilega gólfið. Stilltu (eftir þörf)
hæðarstöðu tækisins með því að snúa stillifótum undir
framhlið (notaðu fingurna eða skrúflykil).
Rafmagnstenging
Varúð!
Öll rafmagnsvinna sem fer fram við uppsetningu
tækis skal unnin af viðurkenndum rafvirkja eða fagaðila.
Viðvörun!
Gakktu úr skugga um að tækið sé jarðtengt á
réttan hátt. Framleiðandinn hafnar allri ábyrgð ef þessar
öryggiskröfur eru ekki virtar. Ekki má rigna á tækið.