IS
IS
66
Ekki tengja tækið ef það er skemmt.
Láttu smásöluaðilann vita strax um
skemmdir. Geymdu umbúðirnar ef
skemmdir eru á tækinu.
Við ráðleggjum að þú leyfir tækinu
að standa í að minnsta kosti 4
klukkustundir áður en þú tengir það,
til að olían geti runnið aftur inn í
þjöppuna.
Vertu viss um að nóg loftflæði sé
kringum tækið, annars gæti það
ofhitnað. Fylgdu leiðbeiningum um
uppsetningu tækisins til að tryggja
nægilegt loftflæði.
Ekki skal staðsetja afturhlið tækisins
of nálægt vegg (svo framarlega sem
það er hægt), til að koma í veg fyrir
snertingu við heita hluti (þjappa,
þéttir). Fylgdu leiðbeiningum um
uppsetningu tækisins til að forðast
hættu á eldsupptökum.
Ekki staðsetja tækið nálægt ofni eða
hitaveituofni.
Vertu viss um að þú hafir aðgang að
kló tækisins.
Þjónusta
Öll rafmagnsvinna sem fer fram
meðan á þjónustu stendur skal unnin
af viðurkenndum rafvirkja eða fagaðila.
Þessa vöru má aðeins þjónusta af
viðurkenndu þjónustuveri og eingöngu
má nota upprunalega varahluti.