128
129
CBD6601V
IS
Hreinsa sprautuarminn
Sprautuarminn er hægt að fjarlægja á auðveldan hátt
fyrir reglubundna hreinsun á úðurunum þannig að þeir
stíflist ekki. Hreinsaðu þá undir rennandi vatni og settu
þá aftur á sinn stað. Kannaðu hvort eitthvað hindri
snúning armsins.
Hvernig skal viðhalda uppþvottavélinni í góðu
ástandi
- Eftir hvert uppþvottaferli
Eftir hvert uppþvottaferli, skrúfaðu fyrir vatnskranann og skildu hurðina eftir eilítið opna þannig að
hægt sé að viðra í burtu allan raka og lykt.
- Taktu rafklóna úr innstungunni.
Áður en hverskonar hreinsun eða viðhald fer fram skaltu alltaf aftengja fyrst klóna frá innstungunni.
- Ekki nota nein leysiefni né hrjúf hreinsiefni.
Til að hreinsa vélina að utanverðu og gúmmíhlutina, skaltu ekki nota nein leysiefni né hrjúf hreinsiefni.
Notaðu eingöngu klút með heitu vatni og handuppþvottalög.
Til að fjarlægja bletti og óhreinindalög úr uppþvottavélinni að innan skaltu nota klút vættan í vatni og
örlitlu ediki eða hreinsiefni sérstaklega ætlað til hreinsunar á uppþvottavélum.
- Þegar ekki á að nota uppþvottavélina í lengri tíma
Við mælum með að þú keyrir uppþvottaferli með uppþvottavélina tóma. Eftir það skaltu aftengja klóna
frá innstungunni, skrúfa fyrir kranann og skilja hurðina eftir eilítið opna. Þetta lengir endingartíma
þéttilistans á hurðinni og kemur í veg fyrir ólykt inni í vélinni.
- Að færa vélina
Ef færa á vélina, reyndu þá að halda henni lóðrétt. Ef það er algjörlega nauðsynlegt, má halla vélinni
á bakhlið.
- Þéttingar
Eitt af því sem veldur ólykt í uppþvottavélum eru matarleifar sem lokast af í þéttingum.
Reglubundin hreinsun með rökum klút kemur í veg fyrir þetta.