120
121
CBD6601V
IS
Ath!
Notaðu eingöngu gljáefni sem er ætlað til notkunar í uppþvottavélum. Aldrei setja neinn annan vökva í
gljáefnisskammtarann (t.d. hreinsiefni fyrir uppþvottavélar eða hreinsiefni í vökvaformi). Slíkt skemmir vélina.
Hvenær skal fylla á gljáefnisskammtarann?
Ef ekkert gaumljós er á stjórnborði fyrir gljáefni, þá geturðu metið hversu mikið gljáefni er eftir í
skammtaranum með hjálp sjónræna stöðumælisins við hliðina á lokinu. Þegar gljáefnisskammtarinn er fullur
þá er allur gluggi stöðumælisins svartur. Þegar gljáefnisstaðan fellur, verður svarta stikan minni. Sjáðu til þess
að gljáefnisstaðan falli aldrei niður fyrir 1/4 af hámarkinu.
Þegar gljáefnisstaðan fellur, verður
svarta stikan minni, samanber teikningu hér að neðan.
Fullur
3/4 fullur
1/2 fullur
1/4 fullur - fylltu á til að fyrirbyggja þurrkunarbletti
Tómur
Svona fyllir þú á gljáefnisskammtarann
1
Til að opna skammtarann, snúðu lokinu í opna stöðu (vinstri ör). Fjarlægðu lokið.
2
Helltu gljáefni varlega í skammtarann, til að það hellist ekki út fyrir.
3
Settu lokið aftur á með því að láta það vísa á vinstri örina og snúa því í lokuðu stöðuna (hægri ör).
Ath!
Notaðu gleypinn klút til að þurrka upp gljáefni sem mögulega hefur hellst út fyrir. Þetta kemur í veg
fyrir froðumyndun í næsta uppþvotti. Ekki gleyma að setja lokið aftur á áður en þú lokar hurðinni. Stilltu
gljáefnisskammtarann.
Stillingarskífa fyrir gljáefnið
Gljáefnisskammtarinn hefur fjórar eða sex stillingar. Byrjaðu alltaf með því að stilla á „4“. Ef þú sérð
þurrkunarbletti, eða ef uppþvotturinn þornar illa, skaltu auka við gljáefnisskammtinn með því að taka lokið af
og snúa skífunni á „5“. Ef uppþvotturinn þornar ekki ennþá almennilega, eða blettir
sést, skaltu halda áfram að snúa skífunni upp að þar næst hærri stillingu þangað til
uppþvotturinn þornar án bletta. Ráðlögð stilling er „4“. Verksmiðjustilling er „4“.
Ath!
Auktu við skammtinn ef vatns- eða kalkblettir eru á uppþvottinum eftir uppþvott.
Minnkaðu skammtinn ef þú sérð klístruga hvíta bletti á leirtaui eða bláa skán á
glermunum eða hnífapörum.
C (Stöðumælir fyrir gljáefni)