114
115
CBD6601V
IS
Ath!
Vatns- og rafmagnsbúnaður á hæfur tæknir að setja upp.
VIÐVÖRUN!
Taktu rafmagnsklóna úr innstungunni áður en uppþvottavélin er færð.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR UPPSETNINGU
Uppþvottavélina á að staðsetja nálægt vatnsinntaki, frárennsli og rafmagni.
Til að hagræða frárennslisslöngunni á auðveldari hátt, þá er góð hugmynd að staðsetja vélina nálægt vaski.
STAÐSETNING VÉLARINNAR
Settu vélina á tilætlaðan stað. Bakhlið vélarinnar ætti að vera upp við vegginn og hliðarnar við aðliggjandi
veggi eða skápahús. Uppþvottavélin er afhent með slöngum fyrir vatnsinntak og frárennsli. Eftir því hver
staðsetning vélarinnar er, má tengja þær hægra eða vinstra megin á vélinni.
RAFMAGNSTENGING
VIÐVÖRUN!
Í þágu eigin öryggis:
• Ekki tengja vélina við framlengingu eða millistykki.
• Undir engum kringumstæðum má slíta eða fjarlægja jarðtenginguna.
Rafmagnskröfur
Vertu viss um að vélin noti sömu spennu og dreifinetið (kannaðu merkiplötu). Settu klónna í innstungu. Vertu
viss um að innstungan sé varin með tímatöfðu öryggi eða 10 A útsláttarrofa. Vélin ætti að vera tengd við
einstaka öryggisvarða samstæðu. Áður en þú byrjar skaltu vera viss um að jarðtenging sé rétt.
Rafmagnstenging
Rafklónna má aðeins nota í jarðtengda innstungu. Ef innstungan sem þú vilt tengja vélina við er óhæf fyrir
klóna, skaltu fá rafvirkja til að skipta um innstungu. Ekki nota millistykki eða aðrar leiðir. Slíkt getur leitt til
ofhitnunar og eldsupptaka.
VATNSTENGING
Tenging kalds vatns
Tengdu kaldavatnsslönguna við snittaða 3/4”-tengingu og gakktu vel frá slöngunni. Ef vatnsinntakið er nýtt
eða hefur ekki verið notað í lengri tíma, leyfðu þá vatni fyrst að renna í smá tíma þangað til það er hreint
og laust við óhreinindi. Ef ekki er farið eftir þessum ráðleggingum, þá er hætt við að vatnsinntakið stíflist af
óhreinindum. Þetta getur skemmt vélina.
Athugaðu eftirfarandi:
Ef meðfylgjandi slanga passar ekki á kranann, keyptu þá millistykki í næstu
byggingavöruverslun.
UPPSETNINGARLEIÐBEININGAR