118
119
CBD6601V
IS
ÁÐUR EN ÞÚ NOTAR VÉLINA Í FYRSTA SKIPTI
A. FYLLA SALT Í SALTSKAMMTARANN
Notaðu ætíð salt sem ætlað er til notkunar í uppþvottavélum.
Saltskammtarinn er undir grindinni og fyllist á eftirfarandi hátt:
Ath!
• Notaðu eingöngu salt sem er sérstaklega ætlað til notkunar í uppþvottavélum! Allar aðrar tegundir af
salti sem ekki eru sérstaklega ætlaðar til notkunar í uppþvottavélum, þá sérstaklega borðsalt, skemmir
saltskammtarann. Framleiðandinn tekur enga ábyrgð á skemmdum sem hljótast af notkun óviðeigandi salts og
tekur enga ábyrgð á þeim skemmdum sem kunna að fylgja í þessu tilliti.
• Fylltu á salti eingöngu rétt áður en ferli hefst. Það kemur í veg fyrir möguleikann á ryði út frá saltkornum eða
pækli sem situr í botni vélarinnar í lengri tíma.
OPNA
A Fjarlægðu grindina og skrúfaðu af lokið á saltskammtaranum (mynd 1).
B Fyrir fyrstu notkun, helltu 1 lítra af vatni í saltskammtara vélarinnar.
C Staðsettu meðfylgjandi trekt í gatið og helltu um það bil 1 kg af salti í.
Það er eðlilegt að eilítið vatn renni út úr saltskammtaranum (mynd 2).
D Eftir áfyllingu skammtarans skaltu skrúfa lokið réttsælis vandlega á aftur.
E Venjulega slokknar á saltgaumljósinu innan 2-6 daga eftir að áfylling salts á saltskammtarann hefur átt sér
stað.
F Ræstu uppþvottaferli strax eftir saltáfyllingu í saltskammtarann (gjarnan snöggferli).
Annars getur síubúnaður, dæla eða aðrir mikilvægir hlutir vélarinnar skemmst vegna pækilsins. Í slíkum
tilfellum gildir ábyrgðin ekki lengur .
Ath!
1. Eingöngu má fylla saltskammtarann ef salt gaumljósið á stjórnborðinu lýsist upp. Salt gaumljósið getur verið
í gangi um sinn eftir að það hefur verið fyllt af salti, en það ræðst af því hversu fljótt saltið leysist upp.
Ef ekkert salt gaumljós er fyrir hendi á stjórnborðinu (sumar gerðir), þá geturðu metið hvenær þú þarft að
fylla á salti með því að fylgjast með því hversu mörg uppþvottaferli hafa verið keyrð á vélinni.
2. Ef salt hellist í vélina, keyrðu skolferli eða snöggferli til að eyða umframsaltinu.
STILLA SALTSKAMMT
Þrep 1: Virkja saltskömmtunarstillingu
Lokaðu hurðinni innan 60 sekúndna frá því að kveikja á vélinni. Ýttu á Ræsa/Hlé takkann og haltu honum
inni í 5 sekúndur. Þetta setur vélina í stillingarham.