112
113
CBD6601V
IS
VIÐVÖRUN!
Þegar þú notar uppþvottavélina skaltu fylgja eftirfarandi varúðarreglum:
• Þessi vél er hönnuð til notkunar eingöngu til heimilisnota innanhúss.
• Til að komast hjá rafstuði, taktu klónna úr vegginnstungunni áður en þú sinnir hreinsun eða viðhaldi.
• Til að hreinsa skaltu nota mjúkan klút sem hefur verið vættur í mildu hreinsiefni. Þurrkaðu vélina með
þurrum klút.
Leiðbeiningar um jarðtengingu
• Þetta tæki verður að tengja beint við jarðtengda innstungu. Rafmagnssnúran er með jarðtengdan vír og
jarðtengda kló.
• Hætta er á rafstuði ef jarðtengdi vír tækisins er ekki tengdur á réttan hátt.
• Ef þú ert ekki viss um hvort vegginnstungan sé jarðtengd skaltu kanna það með hjálp hæfs rafvirkja eða
þjónustutæknis.
• Ekki gera breytingar á klónni sem fylgja vélinni. Þetta á við jafnvel þótt að klóin passi ekki í innstunguna.
• Ekki nota uppþvottavélina nema allar ytri hlífar séu traustar á sínum stað.
• Opnaðu hurðina á uppþvottavélinni afar varlega ef hún er í notkun. Það er hætta á að vatn leki út.
• Ekki setja neina þunga hluti á hurðina.
• Þegar þú hleður vélina:
1) Staðsettu hvassa hluti þar sem ekki er hætt á því að þeir skaði þéttilista hurðarinnar.
2) VIÐVÖRUN! Hnífa og önnur egghvöss áhöld verður að staðsetja með odd vísandi niður í körfunni eða
lögð lárétt.
• Þegar uppþvottaferlinu er lokið, skaltu kanna hvort uppþvottaefnishólfið sé tómt.
• Ekki þvo plasthluti ef þeir eru ekki merkt með uppþvottavélamerki eða samsvarandi merki.
• Ef plasthlutur er ekki merktur á þennan hátt skal þá fara eftir ráðleggingum framleiðandans.
• Nota skal eingöngu uppþvottalög og gljáefni sem ætluð eru fyrir sjálfvirkar uppþvottavélar.
• Aldrei skal nota sápu, þvottaduft eða handuppþvottalög í uppþvottavélinni.
• Umsjón skal höfð með börnum til að þau leiki sér ekki að tækinu.
• Í þágu öryggis skal skipta um rafmagnssnúru ef hún er skemmd og skal fulltrúi framleiðandans eða álíka
viðurkenndur aðili sjá um það.
• Rafmagnssnúruna má ekki snúa harkalega né klemma.
• Vélina skal tengja við vatnsinntak með nýjum slöngum. Ekki skal nota gamlar slöngur.
• Að hámarki 6 matarstell er hægt að þvo samtímis.
• Hámarks leyfilegur þrýstingur á vatnsinntaki er 1 MPa.
• Lágmarks leyfilegur þrýstingur á vatnsinntaki er 0,04 MPa.
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR