44
Til hamingju
með nýja og vandaða leikfangamódelið. Vinsamlegast lesið þess-
ar leiðbeiningar vandlega áður en byrjað er að nota módelið. Hér
á næstu síðum er að finna nauðsynlegar upplýsingar og ábend-
ingar um rétta meðhöndlun vörunnar.
Geymið leiðbeiningarnar á vísum stað.
Við vonum að þessi vara frá SIKU eigi eftir að veita mikla ánægju.
Sieper GmbH
Mikilvægar upplýsingar
Þegar leikfangið hefur verið tekið úr umbúðunum skal athuga
hvort það hafi orðið fyrir skemmdum við flutning. Leita skal til
söluaðila ef einhverju reynist vera ábótavant.
Lesið þessar leiðbeiningar vandlega áður en byrjað er að nota leik-
fangið. Hér er að finna mikilvægar upplýsingar um öryggi notenda
sem og um notkun og umhirðu þessarar SIKU
CONTROL
32
-vöru.
Geyma skal leiðbeiningarnar á vísum stað til síðari nota eða
vegna hugsanlegra ábyrgðarkrafna. Þessi SIKU
CONTROL
32
-vara er
hönnuð samkvæmt nýjustu öryggisreglum og framleidd undir
stöðugu gæðaeftirliti. Niðurstöður þessa eftirlits hafa áhrif á þróun-
arferlið. Af þessum sökum áskiljum við okkur rétt til að gera breyt-
ingar á tækni og hönnun í því skyni að geta ávallt boðið viðskipta-
vinum okkar upp á vörur í hæsta gæðaflokki. Ef einhverju reynist
engu að síður vera ábótavant skal hafa samband við söluaðila.
Öryggisupplýsingar
쏹
Aðeins má nota módelið í
fyrirhuguðum
tilgangi, þ.e. sem leik-
fang og
á þurrum stað innandyra
. Öll önnur notkun er óheimil
og getur verið hættuleg. Framleiðandi tekur ekki ábyrgð á tjóni
sem hlýst af rangri notkun.
Verjið módelið gegn vætu!
쏹
Af öryggisástæðum má ekki nota leikfangið nálægt brekkum,
tröppum, götum, lestarsporum, vatni, hitablásurum, pollum,
sandkössum o.s.frv.
쏹
Gætið þess að ekki sé byrjað að nota leikfangið fyrr en einhver
fullorðinn
hefur skoðað og gangsett módelið og fjarstýringuna.
쏹
Aðeins fullorðnir mega skipta um rafhlöður.
쏹
Módelið samræmist tilskildum ákvæðum um öryggi (skv.
88/378/EBE, 2004/108/EB og 2009/48/EB) og hefur verið prófað
af TÜV-GS. Viðgerðir sem ekki eru framkvæmdar á réttan hátt og
hvers kyns breytingar (s.s. ef upprunalegir íhlutir eru fjarlægðir,
óleyfilegum íhlutum er bætt við eða gerðar eru breytingar á rafein-
dabúnaði ) geta skapað hættu fyrir notendur.
쏹
Notast er við útvarpsbylgjur á tíðnisviðinu 2,4 GHz til að stýra
módelinu. Ekki hefur verið sýnt fram á að útvarpsbylgjur af þessu
tagi valdi heilsutjóni ef notkun er með fyrirhuguðum hætti.
Út-
sendingarstyrkur þessa módels er umtalsvert undir þeim
mörkum sem lög leyfa.
쏹
Jafnvel þótt þráðlausi búnaðurinn veiti mikið öryggi gegn trufl-
unum er aldrei hægt að útiloka truflanir vegna umhverfisáhrifa
eða annars búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur. Truflanir af
þessu tagi geta takmarkað drægi þráðlausa búnaðarins.
쏹
Sýna skal börnum hvernig nota á módelið á réttan hátt og fræða
þau um mögulegar hættur.
쏹
Hafa skal í huga að leikþörf og skapgerð barna getur leitt til aðstæðna
sem ekki er hægt að sjá fyrir og framleiðandi getur ekki tekið ábyrgð á.
쏹
Enda þótt nánast sé útilokað að börnum geti stafað hætta af
notkun módelsins, svo fremi sem hún er með fyrirhuguðum
hætti, skal ávallt hafa auga með börnum þegar þau leika sér með
módelið.
쏹
Við þrif og umhirðu á módelinu og fjarstýringunni skal eingöngu
nota þurra hreinsiklúta sem skilja ekki eftir sig kusk.
쏹
Gætið þess að taka módelið ekki upp frá jörðu fyrr en hjól þess
eru hætt að snúast.
쏹
Gætið þess að fingur, hár og víður klæðnaður fari ekki nálægt drif-
hjólunum eða afturtenginu á meðan kveikt er á módelinu (aflrof-
inn er á “ON”).
쏹
Til að koma í veg fyrir að hægt sé að setja módelið í gang í ógáti
skal taka rafhlöðurnar úr því að notkun lokinni. Setjið eingöngu
rafhlöður eða hleðslurafhlöður af gerðinni “AAA” í módelið og
fjarstýringuna
.
쏹
Til að tryggja að módelið uppfylli öryggisviðmið til lengri tíma
skal einhver fullorðinn athuga reglulega hvort skemmdir séu sjá-
anlegar á því.
쏹
Gæta skal þess að jafnvel þótt fjarstýringin sé notuð á fyrirhugaðan
hátt geta komið fram verkir í höndum, handleggjum, öxlum,
hnakka og öðrum líkamshlutum (t.d. stífleiki). Ef langvarandi eða
endurtekin einkenni líkt og óþægindi, verkir, sláttur, fiðringur, doði,
bruni eða stífleiki koma fram skal ekki líta framhjá þeim heldur leita
tafarlaust til læknis!
쏹
Módelið hentar ekki fyrir einstaklinga með skerta líkamsgetu,
hreyfigetu eða andlega getu eða fyrir einstaklinga sem skortir
reynslu og þekkingu, nema að viðkomandi fái tilsögn hjá ábyrgðar-
manni.
ATHUGIÐ:
Þráðlaus 2,4 GHz búnaður módelsins er ekki
samhæfur við SIKUControl-módel sem stjórnað er með
þráðlausri fjarstýringu með vörunúmerinu 6708 (vörunúmer:
6718/6719/6720/6721/6722/6723/6724/6725/6726/6727/6728/
6729/6761/6762/6763/6764/6765/6766/6768/6769/6770/6771/
6772/6773)
Áður en kveikt er á leikfanginu í fyrsta sinn:
1. Færið aflrofa módelsins í stöðuna “OFF”.
2.
ATHUGIÐ: Aðeins fullorðnir mega skipta um rafhlöður!
ATHUGIÐ
: Rafhlöður eða hleðslurafhlöður (3 x AAA) fyrir mód-
elið fylgja ekki með. Nota skal módelið á þurrum stöðum og
verja það fyrir óhreinindum – einkum ryki og raka. Ef þörf
krefur skal þurrka af því með þurrum klút.
Gæta verður þess
að valda ekki skammhlaupi í tengjum módelsins.
3. Rafhlöðuhaldan er fest með skrúfu.
4. Losið um skrúfuna með viðeigandi skrúfjárni og dragið
rafhlöðuhölduna varlega úr módelinu.
5. Setjið rafhlöður af gerðinni “AAA” í rafhlöðuhölduna. Gætið að
merkingunum sem segja til um hvernig setja skal rafhlöðurnar
í hölduna.
6. Setjið rafhlöðuhölduna varlega í módelið aftur, setjið skrúfuna
í og herðið hana með viðeigandi skrúfjárni.
ATHUGIÐ: Ef notaðar eru hleðslurafhlöður (af gerðinni AAA)
minnkar hraði módelsins til muna þar sem lægri spenna er
á hleðslurafhlöðunum!
Ef notaðar eru hleðslurafhlöður er mælt með AAA-NiMH-
rafhlöðum (nikkelmálmhýdríð). Gætið að þessari merkingu
þegar keyptar eru AAA-hleðslurafhlöður.