71
3.3 TENGDU AFTENGJANLEGU KAPALSLÍFINA VIÐ BURÐARKAPALINN:
Á mynd 2 má sjá auðkenningu á íhlutum í
eftirfarandi skrefum:
Skref 1.
Staðsettu slífina þannig að „upp“ örin á slífinni (I) vísi í uppstefnu
.
(Sjá mynd 6)
Skref 2.
Snúðu lásstönginni (G) í ólæsta stöðu. Mynd 3 sýnir læsta (1) og ólæsta (2) stöðu lásstangar. Lásstöng er á
báðum hliðum aftengjanlegu kapalshlífarinnar til þess að hægt sé að nota bæði vinstri og hægri hönd. (Sjá
mynd 7)
Skref 3.
Togaðu aftur hliðarplötuna sem snýst (C) í sína ystu stöðu. Þegar hliðarplatan sem snýst er komin í sína ystu
snúningsstöðu, má losa um lásstöngina (G). Kamburinn (L) er þá að fullu útdreginn. (Sjá mynd 8)
Skref 4.
Snúðu handfanginu (D) í upprétta stöðu að fullu. Þetta leyfir kambinum (L) að detta til hliðar þannig að hægt
sé að setja slífina upp á kapalinn. (Sjá mynd 9)
Skref 5.
Haltu slífinni uppréttri og settu kapalinn (A) inn í gegnum raufina á hlið slífarinnar og gerðu lyftihreyfingu upp á
við. Staðsettu kapalinn inni í slífina. Losaðu um handfangið (D), hliðarplötuna sem snýst (C) og lásstöngina (G)
til að læsa hlífinni á kaplinum.
Tryggðu að lásstöngin (G) sé í læstri stöðu fyrir notkun.
(Sjá mynd 5)
3.4 TENGDU LAD-SAF
™
X2 AFTENGJANLEGU KAPALSLÍFINA VIÐ ÖRYGGISBELTIÐ:
;
Tengdu karabínuna á slífinni (mynd 2, J) við D-hring líkamsöryggisbeltisins að framan (mynd 1, G) sem er
ætlaður fyrir klifur í stiga. D-hringurinn er staðsettur fyrir ofan þyngdarmiðju notandans miðsvæðis, nálægt
brjóstkassanum.
;
Alltaf skal nota karabínutengið sem fylgir með hlífinni (frá framleiðanda). Ekki skal nota önnur tengi en
þau sem eru frá framleiðanda.
;
Ekki skal nota
aðrar tengingar eða nota aðrar tengingar samhliða, eins og dragreipi, keðjur, hlekki, U-laga
járn o.s.frv. með tenginu sem fylgir með slífinni.
;
Tenging á milli slífar og líkamsöryggisbeltis má fara fram áður en eða eftir að slífinni hefur verið komið
fyrir á burðarkaplinum.
;
Við tengingu skal tryggja að karabínuhliðið sé að fullu lokað og læst.
;
Notaðu viðbótarfallstöðvun (t.d. dragreipi) við tenginu eða aftengingu slífar við burðarkapalinn. Passaðu
að ganga frá tengingu slífar við kapal áður en viðbótarfallstöðvun er fjarlægð.
;
Ekki nota Lad-Saf
™
X2 aftengjanlega kapalslíf sem búnað fyrir staðsetningu við vinnu. Notaðu viðeigandi
staðsetningarbúnað við vinnu þegar þörf krefur.
;
Meðhöndlun á slíf þegar farið er upp eða niður útsetur starfsmanninn fyrir fallhættu.
FARIÐ UPP:
Til að fara upp vinnupallana skal klifra upp stiga og viðhalda þriggja punkta snertingu á öllum stundum
(með höndum og fótum). Lad-Saf
™
X2 aftengjanlega kapallsífin mun fylgja klifuraðilanum. Burðarkapallinn smellur úr
kapalbrautum (mynd 1, D) þegar þær koma fyrir.
Ekki meðhöndla eða fjarlægja slífina úr burðarkaplinum þegar
hún fer í gegnum kapalbrautirnar eða ef slífin læsist.
FARIÐ NIÐUR:
Til að fara niður vinnupallana skal klifra niður stiga á snurðulausan hátt og viðhalda þriggja punkta
snertingu á öllum stundum (með höndum og fótum). Leyfðu Lad-Saf
™
X2 aftengjanlegu kapallsífinni að „leiða“
klifuraðilann niður. Ef farið er niður úr stöðu (t.d. hallað til baka of mikið eða klifað óreglulega) getur það haft í för með
sér að slífin læsist á burðarkapalinn. Ef slífin læsist skal klifra örlítið upp þannig að hún aflæsist og halda síðan áfram
að fara niður vinnupallana í stiganum. Endurtengdu burðarkapalinn við kapalbrautirnar eftir að farið er í gegnum hverja
kapalbraut.
Ekki meðhöndla eða fjarlægja slífina úr burðarkaplinum þegar hún fer í gegnum kapalbrautirnar
eða ef slífin læsist.
Þegar klifri er lokið (sjá mynd 2):
Skref 1.
Fjarlægja skal slífina frá kaplinum með því að snúa lásstönginni (G).
Skref 2.
Togaðu aftur hliðarplötuna (C) og settu handfangið (D) í fulla upprétta stöðu.
Skref 3.
Slífina má nú fjarlægja af kaplinum og geyma á viðeigandi hátt.
4.0 ÞJÁLFUN
4.1 ÞJÁLFUN:
Notendur og kaupendur þessa búnaðar verða að hafa fengið þjálfun í réttri umhirðu og notkun þessa búnaðar
eins og lýst er í þessari handbók. Það er á ábyrgð notanda og kaupanda þessa búnaðar að hann nái góðum skilningi á
þessum leiðbeiningum. Einnig er nauðsynlegt að skilja eiginleika búnaðarins við notkun, takmarkanir hans, og hvaða
afleiðingar það getur haft að nota þennan búnað á rangan hátt.
Skref 1.
Festu slífina við viðurkenndan burðarkapal. Notaðu líkamsöryggisbelti með D-hring að framan til að festa við
Lad-Saf
™
X2 aftengjanlegu kapalslífina.
Skref 2.
Farðu upp vinnupallana sem nemur um þremur fetum. Hafðu báðar hendur og fætur á klifurmannvirkinu/
vinnupallinum, snúðu hnjám í setstöðu til að líkja eftir falli og virkjaðu slífina.
Skref 3.
Eftir að slífin hefur læst skaltu færa þig upp til að aflæsa hana. Endurtaktu skref 2 og 3 nokkrum sinnum til að
kynna þér vel notkun slífarinnar.
Skref 4.
Farðu niður vinnupallana niður á jörðina og losaðu tengi slífarinnar Taktu slífina af kaplinum.
5.0 EFTIRLIT
5.1 TÍÐNI:
Á mynd 2 er að sjá auðkenningu á íhlutum sem lýst er í eftirfarandi viðmiðum:
•
Fyrir sérhverja notkun:
Skoðaðu sjónrænt líkamsöryggisbeltið, Lad-Saf™
X2 aftengjanlegu kapalslífina, Lad-Saf™
X2 kerfisuppsetninguna og vinnupallana. Notaðu viðmiðin í kafla 5.3 eða 5.4 til að athuga kerfið að því marki sem
mögulegt er áður en festing fer fram. Athugaðu merkingar kerfis (kafli 8) til að staðfesta að árlega skoðunin sé
núgildandi.
Ef vafi ríkir um ástand kerfisins skal ekki nota það.
Содержание DBI SALA LAD-SAF
Страница 3: ...3 8 9 C G L D 10 11 G C A D E 2797 1 2 3 4 5 6 7 8 9 11 9 9 9 10 ...
Страница 101: ...100 ...
Страница 209: ...208 ...
Страница 218: ...217 ...