149
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Geymið þessar notkunarleiðbeiningar svo hægt sé að grípa til þeirra hvenær sem þörf krefur.
Farið eftir leiðbeiningum í kaflanum
LEIÐBEININGAR UM HVERNIG KVEIKT ER UPP Í GRILLINU
þegar grillið er tekið í notkun.
• „Eingöngu til nota utandyra“
• „Lesið notkunarleiðbeiningarnar áður en grillið er tekið í notkun“
• „
VARÚÐ:
Aðgengilegir hlutir geta verið mjög heitir. Haldið börnum fjarri“
• „Grillið má ekki vera nálægt brennanlegum efnum þegar það er í notkun“
• „Færið ekki grillið meðan á notkun stendur“
• „Eftir notkun skal skrúfa fyrir gasið á gaskútnum“
• Notið grillið aldrei undir þakskyggni.
• Ýtið ekki grillum á hjólum yfir óslétt undirlag eða þrep.
• Gætið þess að fituplatan og fitubakkinn séu á sínum stað og vel fest þegar grillið er notað.
• Notið hlífðarhanska þegar komið er við heita hluti.
• Stillið gasstillihnappinn alltaf á og skrúfið fyrir gaskútinn eftir notkun.
• Gætið þess að gasstillihnappurinn sé á og skrúfað fyrir gaskútinn þegar skipt er um gaskút.
MIKILVÆGT:
Grillið má ekki vera nálægt
neinum íkveikjuvöldum.
• Athugið alla tengihluti samkvæmt leiðbeiningunum í
LEKAPRÓFUN
þegar búið er að tengja nýjan gaskút.
• Stillið gasstillihnappinn á og skrúfið fyrir gasið á kútnum ef grunur er um leka vegna óþéttra hluta. Látið skoða hlutina sem leiða gas í
sérverslun með gasvörur.
• Ef merki eru um skemmdir eða slit á gasslöngunni verður að skipta um hana strax. Slangan verður að vera laus við brot og sprungur. Ekki
gleyma að slökkva með gasstillihnappinum og skrúfa fyrir gasið áður en slangan er fjarlægð.
• Skipta skal um slönguna og gasþrýstijafnarann eftir 3 ára notkun frá kaupdegi. Gætið þess að gasþrýstijafnarinn og slangan samræmist
viðeigandi EN-stöðlum.
• Ráðlögð lengd gasslöngunnar er 90 cm og má ekki fara yfir 150 cm.
• Gætið þess að loka aldrei fyrir loftraufarnar á grillinu eða lokinu. Aldrei má loka fyrir eða hylja loftopin á geymslustað gaskútsins.
• „Ekki má breyta grillinu með neinum hætti“ Leitið til fagaðila ef grunur er um bilun.
• Grillinu fylgir gasslanga og gasþrýstijafnari. Mikilvægt er að halda gasslöngunni frá heitum ytri hlutum grillsins. Ekki má vera snúið upp á
slönguna. Nauðsynlegt er að festa slönguna í þar til gerða festingu á grillum sem hafa slíka festingu.
• Slangan og þrýstijafnarinn samræmast gildandi landslögum og EN-stöðlum.
• Ef fullum afköstum er ekki náð og grunur er um stíflu í gasstreyminu skal leita til sérverslunar með gasvörur.
• Notið grillið aðeins á traustu og öruggu undirlagi. Setjið grillið aldrei á viðargólf eða annað brennanlegt yfirborð meðan það er í notkun. Haldið
grillinu frá brennanlegum efnum.
• Ekki má geyma grillið nálægt mjög eldfimum vökvum eða efnum.
• Ef grillið er geymt innandyra yfir veturinn verður að fjarlægja gaskútinn. Geyma skal kútinn á vel loftræstum stað utandyra, sem börn hafa ekki
aðgang að.
• Komið grillinu fyrir í skjóli fyrir vindi ef hægt er áður en það er notað.
• Þegar grillið er ekki í notkun ætti að geyma það undir yfirbreiðslu eftir að það hefur kólnað til að vernda það fyrir umhverfisáhrifum.
Yfirbreiðslur fást hjá söluaðilum.
• Til að koma í veg fyrir raka skal fjarlægja yfirbreiðsluna eftir mikla rigningu.
• Eingöngu má nota tækið ef rafmagnssnúran, innstungan og tækið eru óskemmd. Yfirfarið fyrir hverja notkun.
• Tengið tækið eingöngu við jarðtengda innstungu.
• Takið klóna úr sambandi eftir hverja notkun eða ef um bilun er að ræða.
VARÚÐ:
Togið í klóna en ekki snúruna.
• Haldið rafmagnssnúrunni frá heitum hlutum.
• Ekki snerta rafmagnsklóna með blautum höndum.
• Ekki færa grillið á meðan það er í notkun.
• Skiljið grillið aldrei eftir án eftirlits meðan á notkun stendur.
• Grillið helst heitt lengi eftir að slökkt er á því. Gætið þess að brenna ykkur ekki og setja enga hluti á grillið, því það skapar eldhættu.
• Rafbúnaður er í grillinu og má því ekki nota það í rigningu eða snjókomu.
• Ef þörf krefur skal aðeins nota jarðtengda framlengingarsnúru fyrir lágm. 10 A (230 V) straumstyrk (þvermál snúru að lágm. 1,5 mm) og
ganga úr skugga um að ekki sé hægt að hrasa um hana eða tækið.
• Notið eins stutta framlengingarsnúru og hægt er og tengið alls ekki tvær eða fleiri framlengingarsnúrur saman.
• Leggið rafmagnssnúruna ekki yfir gangvegi
Summary of Contents for DUALCHEF 315 G
Page 2: ......
Page 164: ...OUTDOORCHEF COM NOTE ...
Page 165: ...165 OUTDOORCHEF COM NOTE ...
Page 166: ...OUTDOORCHEF COM NOTE ...
Page 167: ...167 ...