141
IS
Frárennslisdæla
:
Frárennslisdælusían síar þræði og smáa framandi hluti frá þvottinum. Hreinsaðu
síuna reglubundið til að tryggja að þvottavélin virki eins og til er ætlast.
Athugið síuna reglulega (oftar ef þvegið er mikið af óhreinum þvotti eða ef oft er
þvegið). Athugið dæluna ef þvottavélin tæmir sig ekki og/eða heldur áfram að vinda.
Það getur heyrst óvenju mikið í þvottavélinni við afrennsli vegna hluta sem hindra
dæluna.
Fylgið skrefunum hér að neðan á þjónustuborðinu:
Viðvörun!
Þegar þvottavélin er notuð (háð þvottakerfi) getur heitt vatn verið í dælunni. Fjarlægið
ekki dælulokið á meðan þvottakerfi gengur (bíðið þar til þvottavélin hefur lokið við
kerfið og tæmt úr sér allt vatn). Gangið úr skugga um að hlífin sé skrúfuð vandlega á
þegar hún er sett til baka.
1. Slökkvið á vélinni og
takið hana úr sambandi.
Skrúfið svo síuhlífina af
með handafli.
2. Snúið síunni eins og
sýnt er á myndinni og
fjarlægið framandi hluti.
3. Látið alla hlutana á sinn
stað eftir að allir framandi
hlutir hafa verið fjarlægðir.
Viðhald