124
IS
klifrað inn í þvottavélina. Athugið þvottavélina fyrir
hverja notkun.
• Glerhurðin getur orðið mjög heit á meðan á þvotti
stendur. Passið að barn og dýr komist ekki nálægt
þvottavélinni þegar þvottakerfi er í gangi.
• Gangið úr skugga um að rafmagnspennan og tíðnin
samsvari merkimiðanum á þvottavélinni.
• Notið ekki öryggi með lægra straumþol heldur
en það sem kemur fram á merkimiðanum á
þvottavélinni. Dragið ekki úr rafmagnsklóna með
blautum höndum.
• Setjið rafmagnssnúruna einungis í samband við
jarðtengda innstungu (annars stefnirðu öryggi
þínu og annarra í voða). Gakktu úr skugga um að
innstungan sé rétt og áreiðanlega jarðtengd.
• Umbúðaefni getur reynst börnum hættulegt. Gangið
því úr skugga um að börn komist ekki í nálægð við
nein umbúðaefni (t.d. plastpoka, froðu o.s.frv.).
• Farið varlega svo þið brennið ykkur ekki þegar
þvottavélin tæmir sig af heitu þvottavatni.
• Setjið þvottavélina ekki upp í röku eða blautu rými
þar sem hún getur orðið fyrir vatnsúða.
• Gangið úr skugga um að tengingar við vatn
og rafmagnskerfi séu gerðar af viðurkenndum
tækniaðilum samkvæmt leiðbeiningum
framleiðanda og staðbundnum öryggisráðstöfunum.
•
Fjarlægið allar umbúðir og flutningsbolta áður en
þvottavélin er tekin í notkun. Ef það er ekki gert
getur þvottavélin skemmst alvarlega við notkun.
Öryggisleiðbeiningar