• þú hellir niður eða setur eitthvað á
stjórnborðið lengur en í 10 sekúndur
(panna, klútur o.s.frv.). Hljóðmerki heyrist
og helluborðið slekkur á sér. Fjarlægðu
hlutinn af stjórnborðinu eða þrífðu það.
• helluborðið verður of heitt (t.d. þegar
pottur sýður þangað til ekkert er eftir).
Leyfðu eldunarhellunni að kólna áður en
þú notar helluborðið aftur.
• þú ert að nota röng eldunarílát eða engin
eldunarílát eru á viðkomandi hellu. Hvíta
táknið fyrir eldunarhellu blikkar og
spanhellusvæðið afvirkjast sjálfkrafa eftir
2 mínútur.
• þú slekkur ekki á eldunarhellunni eða
breytir hitastillingunni. Eftir ákveðinn tíma
birtast skilaboð og það slokknar á
helluborðinu.
Tengslin á milli hitastillingar og tímans
eftir að slokknar á helluborðinu:
Hitastilling
Það slokknar á hell‐
uborðinu eftir
1 - 2
6 klst.
3 - 5
5 klst.
6
4 klst.
7 - 9
1,5 klst.
Þegar þú notar Pönnusteikja
afvirkjast helluborðið eftir 1,5
klst. Með Sous vide afvirkjast
helluborðið eftir 4 klst.
6.3 Eldunarhellurnar notaðar
Settu eldunarílátin á miðju eldunarhellunnar
sem valin var. Spanhellur aðlaga sig
sjálfkrafa að málum á botni eldunarílátanna.
Þegar þú setur pott á valda eldunarhellu mun
helluborðið sjálfkrafa greina hann og
viðeigandi stjórnstika birtist á skjánum.
Stjórnstikan er sýnileg í 8 sekúndur en að
þeim tíma loknum fer skjárinn aftur á
aðalvalmyndina. Til að loka stjórnstikunni
hraðar skaltu pikka á skjáinn fyrir utan
stjórnstikuna.
Þegar aðrar hellur eru virkar mun hitastillingin
fyrir helluna sem þú vilt nota vera takmörkuð.
Sjá „Orkustýring“.
Gakktu úr skugga um potturinn
henti fyrir spanhelluborð. Fyrir
frekari upplýsingar um gerðir
eldunaríláta skaltu skoða
„Ábendingar og ráð“. Kannaðu
stærðina á pottinum í
„Tæknilegar upplýsingar“.
6.4 Hitastilling
1. Virkjaðu helluborðið.
2. Settu pottinn á valda eldunarhellu.
Stjórnstikan fyrir virka eldunarhellu birtist á
skjánum og er virk í 8 sekúndur.
3. Snertu stjórnstikuna með fingrinum til að
stilla á æskilegan hita.
Táknið verður rautt og stærra.
Þú getur einnig breytt hitastillingunni á
meðan eldun stendur. Snertu táknið fyrir val
á hellu á aðalvalmynd stjórnborðsins og
færðu fingurinn til vinstri eða hægri (til að
lækka eða hækka hitann).
6.5 PowerBoost
Þessi aðgerð virkjar meira afl fyrir viðeigandi
spanhellur; það veltur á stærð
eldunarílátsins. Aðeins er hægt að virkja
aðgerðina í takmarkaðan tíma.
1. Snertu tákn æskilegrar hellu fyrst.
2. Snertu eða renndu fingrinum til hægri
til að virkja aðgerðina fyrir valda
eldunarhellu.
Táknið verður rautt og stærra.
Aðgerðin slokknar sjálfkrafa. Til að afvirkja
aðgerðina handvirkt skaltu velja helluna og
breyta hitastillingu hennar.
Sjá „Tæknilegar
upplýsingar“ með gildum fyrir
hámarkstímalengd.
ÍSLENSKA
107
Summary of Contents for IAE8488SFB
Page 187: ...187 ...