113
IS
3:3 Varahlutir og fylgihlutir
3M™ PELTOR™ HY83 hreinlætisbúnaður
Hreinlætisbúnaður til að skipta um, tveir deyfipúðar, tveir
frauðhringir og tveir ásmelltir þéttihringir.
3M™ PELTOR™ HY80 gelpúði á heyrnartól atvinnumanna
Einangrandi gelpúðar með ofurþunnu fjölúreþanlagi, tvöföldu
yfirborðslagi og gelfylltri silíkonblöðru með frauðfóðrun.
3M™ PELTOR™ HY100A Einnota hlífar
Einnota hlíf sem auðvelt er að setja á eyrnapúðana. 100 pör
í pakka.
3M™ PELTOR™ HYM1000 Hljóðnemahlíf
Raka- og vindhelt hreinlætislímband sem verndar talnemann
og lengir endingartíma hans um leið. Pakki með 4,5 metra
lengju (14,78 fet) dugar í um það bil 50 skipti.
3M™ PELTOR™ MT73/1 Dýnamískur hljóðnemi
Vatnstefjandi dýnamískur bómuhljóðnemi með
vindgnauðsvörn. Staðalbúnaður með vörunni.
3M™ PELTOR™ MT90-02 Hálshljóðnemi
Dýnamískur hálshljóðnemi (laryngophone).
3M™ PELTOR™ M171/2 Vindhlíf fyrir styrkstýrða
hljóðnema
Virkar vel gegn vindgnauði, eykur endingu hljóðnemans og
hlífir honum. Ein hlíf í pakka.
3M™ PELTOR™ ACK081 Rafhlaða
Staðalbúnaður með vörunni.
ATHUGASEMD:
Notaðu eftirfarandi rafhlöður í þetta tæki:
3M™ PELTOR™ ACK081 hlaðið með snúru 3M™ PELTOR™
AL2AI tengdri við 3M™ Peltor™ FR08 (aflgjafa).
3M™ PELTOR™ AL2AI Hleðslusnúra
USB-snúra til tengingar við ACK081.
3M™ PELTOR™ FR08 Aflgjafi
Aflgjafi fyrir AL2AI/ACK081.
3M™ PELTOR™ FL5602-50 Ytra PTT
Ýta og tala hnappur með tengisnúru fyrir ytri
sendingarstjórnun innbyggðs fjarskiptaviðtækis.
3M™ PELTOR™ FL6BT Tengisnúra
Með 3,5 mm einómatengi til notkunar með talstöðvum.
3M™ PELTOR™ FL6BS Tengisnúra
Með 2,5 mm einómatengi til notkunar með talstöðvum.
3M™ PELTOR™ FL6BR Tengisnúra
Með PELTOR J11 tengi (gerð Nexus TP-120) til að nota með
PELTOR-millistykki og ytra fjarskiptaviðtæki. Sölumaður
3M Peltor gefur nánari upplýsingar.
ÁBYRGÐ OG TAKMÖRKUÐ SKAÐABÓTASKYLDA
ATHUGASEMD:
Eftirfarandi yfirlýsingar eiga ekki við í
Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Neytendur ættu að treysta á
lögvarin réttindi sín.
ÁBYRGÐ:
Komi í ljós að einhver vara frá 3M Personal Safety
Division sé gölluð hvað efnivið eða handbragð varðar og ekki
í samræmi við ótvíræða ábyrgð varðandi sérstakan tilgang, er
eina skuldbinding 3M og úrbót þér til handa sú að 3M velur
sjálft um að gera við, skipta um eða endurgreiða þér
kaupverð viðkomandi hluta eða vöru, að því tilskyldu að þú
hafir tilkynnt í tíma um vandamálið og að staðfest sé að varan
hafi verið geymd, henni við haldið og hún notuð í samræmi
við skriflegar leiðbeiningar 3M. ÁBYRGÐ ÞESSI
EINSKORÐAST VIÐ OG KEMUR Í STAÐINN FYRIR ALLA
YFIRLÝSTA ÁBYRGÐ EÐA ÁBYRGÐ SEM GEFIN ER Í
SKYN UM SELJANLEIKA, GAGNSEMI Í ÁKVEÐNUM
TILGANGI EÐA AÐRA ÁBYRGÐ UM GÆÐI EÐA ÁBYRGÐ
SEM SPRETTUR AF SÖLU, VENJU EÐA NOTKUN Í
STARFI, NEMA HVAÐ VARÐAR TILKALL OG VEGNA
BROTA GEGN EINKALEYFI. 3M ber samkvæmt ábyrgð
þessari engar skyldur vegna neinnar vöru sem ekki skilar
ætluðum árangri vegna ófullnægjandi eða rangrar geymslu,
meðferðar eða viðhalds, þegar ekki er farið eftir leiðbeiningum
með vörunni eða þegar henni er breytt eða hún skemmd af
slysni eða vegna vanrækslu eða rangrar notkunar.
TAKMÖRKUN Á ÁBYRGÐ: 3M SKAL AÐ ENGU LEYTI BERA
ÁBYRGÐ Á NEINU BEINU, ÓBEINU, SÉRSTÖKU,
TILFALLANDI EÐA AFLEIDDU TJÓNI EÐA SKEMMDUM
(ÞAR MEÐ TALIÐ HAGNAÐARTAP) SEM SPRETTUR AF
VÖRU ÞESSARI, BURTSÉÐ FRÁ ÞVÍ HVAÐA
LAGAKENNINGUM ER BEITT, NEMA ÞAR SEM ÞAÐ ER
BANNAÐ LÖGUM SAMKVÆMT. ÚRRÆÐI EINSKORÐAST
VIÐ ÞAÐ SEM HÉR ER GREINT FRÁ.
ENGAR BREYTINGAR: Ekki skal gera neinar breytingar á
tæki þessu nema með skriflegu samþykki 3M fyrirtækisins.
Óheimilar breytingar gætu ógilt ábyrgð og heimild notanda til
þess að nota tækið.
Summary of Contents for PELTOR WS LiteCom Plus
Page 1: ...TM WS LiteCom Plus Headset LiteCom Plus Headset...
Page 2: ...3mm B 1 B 2 B 3 B 4 B 5 B 6 B 11 B 10 C 1 B 8 B 9 D 3 D 2 D 1 E 1 E 2 C 2 B 7...
Page 26: ...18 3M 3M 3M 3M 3M 3M 3M BG...
Page 95: ...87 GR 3M 3M 3M 3M 3M 3M 3M...
Page 212: ...204 3 SNR b d f g h EN 352 18 EN 352 3 11 RU...
Page 222: ...214 RU 3 3M Company...
Page 265: ...257 3 3 3 3 3 3 3 UA...