49
CSC7633X
FI
HEILRÆÐI VARÐANDI HÆGELDUN
• Kjötstykki sem ekki eru mjög meyr hæfa betur til hægeldunar.
• Kjöt brúnar ekki við eldunarferlið. Þegar þú brúnar feitt kjöt þá minnkar hlutfall fitu,
varðveitir lit og úr verður bragðríkari matur. Hitaðu upp svolitla olíu í steikarpönnu og
brúnaðu kjötið áður en þú flytur það yfir í eldunarpottinn.
• Jurtir og krydd skila meira bragði í hægeldun ef þau eru sett heil út í en ekki
niðurbrotin eða möluð.
• Við hægeldun skaltu muna að vökvi gufar ekki burt á sama hátt eins og við
hefðbundna matreiðslu. Minnkaðu vökvamagn í öllum uppskriftum sem ekki eru
hannaðar fyrir hægeldunartæki. Undantekningin á þessari reglu eru hrísgrjón og
súpur. Mundu líka að þú getur ávallt bætt við vökva á seinni stigum eldunar ef þörf
er á því. Ef of mikill vökvi er til staðar við lok eldunartíma, fjarlægðu þá lokið og haltu
áfram að elda á (HIGH) stillingunni í 1 klukkustund (1:00). Kannaðu á 15 mínútna
fresti þangað til vökvinn hefur smækkað að ósk. Slökktu á hægeldunartækinu þegar
óskaðri þykkt er náð.
• Flestar uppskriftir sem innihalda hrátt kjöt og grænmeti þurfa eldunartíma upp á 6-8
klukkustundir á lágu (LOW) stillingunni.
• Þumalputtarregla: Því hærra fituhlutfall, því minni vökvi er nauðsynlegur. Þegar þú
matreiðir kjöt með háu fituhlutfalli skaltu leggja það á þykkskornu lauklagi þannig
að kjötið liggi ekki í fitunni á botni pottsins. Umfram fitu á yfirborðinu er hægt að
fjarlægja með brauðsneið, skeið eða gataskeið.
• Hrávara sem skorin er í jafna bita eldast fljótar og á jafnari hátt en hráefni sem sett er
heilt út í eins og steik eða alifuglakjöt.
• Notaðu kjöt hitamæli til að kanna hvort réttu hitastigi hefur verið náð í kjöti.
• Rótargrænmeti eins og gulrætur, kartöflur, rófur og rauðrófur þurfa lengri eldunartíma
en margar kjöttegundir. Settu það í botninn á hægeldunartækinu og settu lokið á.
Athugaðu hvort það er tilbúið þegar kjötið hefur náð réttu hitastigi. Fjarlægðu kjötið og
haltu áfram að elda grænmetið/rótargrænmetið ef það er nauðsynlegt.
• Bættu við mjólkurafurðum (mjólk, sýrðum rjóma eða jógúrt) rétt fyrir framreiðslu.
Dósamjólk eða niðurseyddar súpur má bæta út í við upphaf eldunar.
• Við mælum ekki með því að sjóða hrísgrjón, núðlur né pasta í hægeldunartækinu.
Hægt er að elda þau aðgreind í staðinn og bæta þeim við út í hægeldunartækið við
lok eldunartímans.
SÉRSTÖK HREINGERNING
Ef erfiðir óhreinindablettir eru á pottinum þá getur þú hreinsað hann með hreinsiefnum/
hreinsivörum sem ekki innihalda hrjúf efni eða með því að smyrja á matarsódaþykkni
með mjúkum klút. Vatnsblettir og steinefnalög er hægt að fjarlægja með því að strjúka
af með ediki eða með því að hella litlu magni af ediki í pottinn og leyfa því að liggja. Eftir
hreinsun skaltu skola pottinn í heitu vatni og uppþvottalegi. Skolaðu af og láttu þorna.