23
i
NOTENDALEIÐBEININGAR
Lesið þessar leiðbeiningar samhliða sérleiðbeiningum með 3M™
Versaflo™ V-500E stillinum, þar sem finna má upplýsingar um:
• samþykktar samsetningar höfuðstykkja
• varahluti
• aukahluti
UMBÚÐIR FJARLÆGÐAR
3M™ Versaflo™ V-500E stillinum þínum ætti að fylgja eftirfarandi:
a) V-500E eining (með belti og flautu)
b) Notendaleiðbeiningar
c) sérleiðbeiningar
^
VIÐVÖRUN
Rétt val, þjálfun, notkun og viðeigandi viðhald eru allt nauðsynlegir
þættir til að varan geti varið notandann fyrir tilteknum aðskotaefnum
í lofti. Ef öllum notkunarleiðbeiningum þessarar öndunarhlífar er
ekki fylgt og/eða ef hún er ekki höfð rétt á í heild sinni allan
váhrifatímann getur það haft alvarleg áhrif á heilsufar notandans og
leitt til alvarlegra eða lífshættulegra sjúkdóma eða varanlegrar
fötlunar.
Til að varan henti og sé notuð rétt skal fylgja staðbundnum reglugerðum,
fara eftir öllum upplýsingum sem með henni fylgja eða hafa samband við
öryggissérfræðing/fulltrúa 3M (upplýsingar um tengiliði á staðnum).
KERFISLÝSING
3M™ Versaflo™ V-500E stillirinn er hannaður til notkunar með einu af
samþykktu höfuðstykkjunum (sjá sérleiðbeiningar).
Varan uppfyllir kröfur EN14594 (öndunarfærahlífar – öndunarbúnaður
með samfelldu flæði um þrýstiloftsleiðslu).
Stillanlega einingin með stilli/flæðistýringu er borin um mittið og er búin
útskiptanlegri kolasíu að innanverðu, viðvörunarflautu og innbyggðum
hljóðdeyfi. Stillirinn er með 1/4 to. BSP-inntaki (British Standard Pipe
Thread) og aukaúttakstengi sem hægt er að tengja við
málningarsprautubúnað eða loftknúin verkfæri.
VIÐURKENNINGAR
Þessar vörur eru gerðarviðurkenndar og skoðaðar árlega af BSI, Kitemark
Court, Davy Avenue, Knowlhill, Milton Keynes, MK5 8PP, Bretlandi
(tilkynntur aðili nr. 86).
Þessar vörur eru CE merktar til þess að standast kröfur tilskipunar
89/686/EBE eða Evrópureglugerðar (ESB) 2016/425. Viðkomandi
reglugerð má skoða með því að fara yfir vottorð og samræmisyfirlýsingu á
www.3m.com/Respiratory/certs and www.3m.com/Welding/certs.
TAKMARKANIR Á NOTKUN
Notið þessa öndunarhlíf eingöngu í samræmi við allar leiðbeiningar:
• sem er að finna í þessum bæklingi
• sem fylgja öðrum íhlutum kerfisins. (t.d. sérleiðbeiningar með V-500E,
notendaleiðbeiningar með höfuðstykki).
Notið ekki þar sem styrkleiki aðskotaefna er meiri en tilgreint er í
notendaleiðbeiningunum með höfuðstykkinu.
Notið ekki sem öndunarhlíf gagnvart óþekktum aðskotaefnum í lofti eða
þegar styrkur aðskotaefna er óþekktur eða umsvifalaust hættulegur lífi
eða heilsu (IDLH).
Notið ekki í andrúmslofti þar sem súrefnisinnihald er minna en 19,5%.
(Skilgreining frá 3M. Í hverju landi fyrir sig kunna að vera í gildi aðrar
takmarkanir hvað varðar súrefnisskort. Leitið ráða ef vafi leikur á málum).
Notið aðeins með höfuðstykkjum og varahlutum/fylgihlutum sem talin eru
upp í sérleiðbeiningum og innan þeirra notkunarskilyrða sem fram koma í
tækniforskriftinni.
Notist aðeins af þjálfuðu og hæfu starfsfólki.
Yfirgefið mengaða svæðið umsvifalaust ef:
a) einhver hluti kerfisins skemmist,
b) loftflæði inn í höfuðstykkið minnkar eða stöðvast.
c) erfitt verður að anda,
d) vart verður við svima eða önnur óþægindi,
e) vart verður við lykt eða bragð af aðskotaefnum eða ertingu.
Ekki má breyta þessari vöru. Notið aðeins upprunalega varahluti frá 3M
við viðgerðir.
Notið ekki súrefni eða súrefnisauðgað loft.
Hafið samband við tækniþjónustu 3M ef fyrirhuguð er notkun á
sprengihættustað.
Við notkun við hitastig undir +4°C þarf að stjórna rakahlutfalli í
öndunarloftinu til að koma í veg fyrir að það frjósi í öndunarbúnaðinum.
Gætið þess alltaf að:
• uppruni lofts sé þekktur;
hreinleiki lofts sé þekktur;
loftið standist gæðakröfur fyrir innöndun, í samræmi við°EN12021.
Gætið þess að rúmtak loftkerfisins sé nægilega mikið fyrir hvern notanda
sem er tengdur við það.
Ef nota á búnaðinn til að knýja loftknúinn aukabúnað gegnum aukatengið
skal ævinlega gæta þess að lágmarkskröfur, hið minnsta, um loftflæði til
höfuðstykkisins séu uppfylltar þegar aukabúnaðurinn er notaður í
samræmi við hámarkskröfur um loftflæði.
Við mikið álag getur orðið undirþrýstingur í höfuðstykkinu við
hámarksinnöndunarflæði.
Þessa vöru ætti aðeins að nota við vinnuaðstæður þar sem hætta á
skemmdum á þrýstiloftsleiðslunni er lítil og þar sem hreyfingar notanda
eru takmarkaðar. Þrýstiloftsleiðslan á að vera búin rétt kvörðuðum og
stilltum öryggisloka.
Þessar einingar ætti ekki að nota með færanlegum búnaði sem notar
þrýstiloft.
Efni sem geta komist í snertingu við húð notenda munu ekki valda
ofnæmisviðbrögðum nema hjá minnihluta notenda.
Varan inniheldur ekki íhluti sem gerðir eru úr náttúrulegu gúmmílatexi.
MERKINGAR Á BÚNAÐI
Upplýsingar um merkingar á höfuðstykkinu eru í notendaleiðbeiningum
með höfuðstykki.V-500E stillirinn er merktur EN14594.V-500E stillirinn er
merktur með framleiðsludagsetningu.Þrýstiloftsleiðslurnar eru merktar
EN14594, EN270 og/eða EN1835, eftir því sem við á.Þær eru einnig
merktar sem hér segir: - 308-00-35P og 308-00-40P eru merktar A - henta
til notkunar með tækjabúnaði í flokki A (EN14594). - 308-00-72P er merkt
„Hitaþolin“ og „Afrafmagnandi“.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR NOTKUN
Gangið úr skugga um að búnaðurinn sé heill, óskaddaður og rétt settur
saman. Ef einhverjir hlutar hans reynast skemmdir eða gallaðir verður að
endurnýja þá með upprunalegum 3M-varahlutum fyrir notkun.
Framkvæmið skoðun á höfuðstykkissamstæðunni fyrir hverja notkun, eins
og lýst er í viðeigandi notendaleiðbeiningum.
Tengingar við inntak verður að setja upp á V-500E stillinn fyrir fyrstu
notkun og gæta þess að tengingar séu loftþéttar (sjá lista yfir samþykkt
tengi fyrir 3M í sérleiðbeiningum fyrir V-500E).
Tengi skal setja upp, með skinnunni sem fylgir með, og herða með
herslulykli á 15 Nm ± 1 Nm.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
BÚNAÐUR SETTUR Á NOTANDA
1. Veljið samþykkta gerð öndunarslöngu (sjá lista yfir samþykktar
öndunarslöngur fyrir 3M í sérleiðbeiningum) og tengið efsta hlutann við
höfuðstykkissamstæðuna. Skoðið þéttið á oddmjóa endanum á
öndunarslöngunni vel (þ.e. þann enda sem er tengdur við loftdæluna) og
kannið hvort það eru sýnileg merki um slit eða skemmdir á því. Ef þéttið er
slitið eða skemmt þarf að skipta um öndunarslönguna.
2. Stillið beltið með V-500E stillinum og spennið það á þannig að það falli
þægilega utan um mittið og tengið neðri enda öndunarslöngunnar við
úttak einingarinnar.
3. Stillið höfuðstykkið eins og lýst er í viðeigandi notendaleiðbeiningum.
4. Tengið þrýstiloftleiðsluna á milli valkvæðu 3M loftgæða- og
loftsíueiningarinnar og V-500E stillisins og gætið þess að þrýstingurinn í
loftsíueiningunni sé stilltur eins og lýst er í kaflanum Tæknilýsing.
5. Gætið þess að lágmarksloftflæði, hið minnsta, til höfuðstykkis hafi verið
tryggt og stillið loftflæðið í V-500E stillinum þannig að það verði sem
þægilegast. (Viðvörunarhljóð heyrist ef loftflæði er undir lágmarki – nánari
upplýsingar eru í hlutanum um bilanagreiningu).
Í NOTKUN
Þegar lokað er fyrir loftflæði er ekki hægt að nota búnaðinn með
venjulegum hætti, hann veitir litla sem enga vernd og uppsöfnun á
koltvísýringi og súrefnisskortur getur átt sér stað inni í
höfuðstykkinu. Við þær aðstæður verður að yfirgefa mengaða
svæðið tafarlaust.
1. Gætið þess vel að öndunarslangan vefjist ekki utan um framstæða hluti
í umhverfinu.
2. Fjarlægið ekki höfuðstykkið eða slökkvið á loftflæðinu fyrr en komið er
út fyrir mengaða svæðið.
3. Ef loftflæðið inn í höfuðstykkið stöðvast meðan á notkun stendur og
viðvörunarmerkið heyrist skal yfirgefa mengaða svæðið tafarlaust og
kanna ástæðuna.
4. Endingartími vörunnar við notkun er mislangur eftir tíðni notkunar og
notkunarskilyrðum. Ef varan er notuð daglega er mælt með því að henni
sé fargað eftir 5 ára notkun, að því gefnu að varan sé geymd og henni
viðhaldið með þeim hætti sem lýst er hér á eftir. Mjög erfið
umhverfisskilyrði kunna þó að stytta notkunartímann.
BÚNAÐURINN TEKINN AF
Fjarlægið ekki höfuðstykkið eða slökkvið á loftflæðinu fyrr en komið er út
fyrir mengaða svæðið.
1. Lyftið höfuðstykkinu upp af höfðinu.
2. Lokið fyrir loftflæðið til V-500E stillisins.
3. Losið beltið um mittið.
ATHUGIÐ Ef öndunarhlífin hefur verið notuð á svæði þar sem hún hefur
mengast af efnum sem kalla á sértæka afmengunarverkferla ætti að setja
hana í viðeigandi ílát og þétta vel þar til hægt er að afmenga hana eða
farga henni.
LEIÐBEININGAR UM HREINSUN
Notið hreinan klút, vættan í mildri lausn úr vatni og fljótandi uppþvottaefni
til heimilisnota. Ekki má nota bensín, klórborin fituhreinsiefni (svo sem
tríklóretýlen), lífræn leysiefni eða hreinsiefni sem innihalda slípiefni til að
hreinsa neina hluta búnaðarins. Við sótthreinsun skal nota blautklúta, eins
mmmDV-2563-0510-8_Iss1.pdf 24
23/01/2018 14:54
Содержание Versaflo V-500E
Страница 3: ...2 1A 1B ...
Страница 69: ......